Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 15
Aðstaða mín var því alls ekki öfundsverð. Ég
var vissulega milli steins og sleggju!“ Ég var
alveg viss um að skipið mundi renna á land eftir
stutta stund ef ekki væri vent, það væri ef til vill
orðið of seint. Á hinn bóginn, var mér Ijóst, þar
sem ég vissi um ástand skipstjórans og hinn rétta
stað skipsins, og léti það renna á land, og ef til vill
brotna í spón, mundi ég missa réttindi mín (ef
ég þá kæmist af).
Ekki var mér kunnugt um að nokkur af skip-
verjum hefðu séð skipstjórann drukkinn, og það
var nú enginn tími til að útskýra ástæður mínar
fyrir þeim, ef ég vildi hefta frelsi hans til þess að
ná stjórn á skipinu. Jafnvel þó ég gæti það, mundi
skipið sigla í strand á meðan. Hinsvegar átti ég á
hættu að vera skotinn til bana við fyrstu bend-
ingu um, að ég ætlaði að taka af skipstjóranum
ráðin. Ég gat átt á hættu að verða skotinn, en ég
hafði tekið mína ákvörðun. Ég ætlaði að gera það
sem ég áleit skyldu mína og taka áhættuna. Það
var betra en vissan um að skipið færist, og ef til
vill öll eða hluti af skipshöfninni.
„Eruð þið tilbúnir að venda?“ hrópaði ég til
annars stýrimanns. „Já stýrimaður, allt tilbúið",
svaraði hann. „Hver á sinn stað á skipinu, stýrið
hart í borð!“
Alveg samtímis kallaði varðbergsmaðurinn:
„Grunnbrot framundan stýrimaður!“
„Old Jock“ hafði að lokum áttað sig, hann var
nú orðinn það glöggur á hlutina að hann var far-
inn að kalla og örva skipverja til að hala rösklega
í, til þess að fá skipið sem fljótast fyrir stag!
Þetta tókst - það var gnýr og ringulreið nokkrar
mínútur meðan kaðlarnir strukust gegnum blaklc-
irnar og rárnar sveifluðust yfir. Þegar toppseglin
náðu vindinum tók skipið skrið til bakborða,
grunnbrotin voru þá rétt hjá okkur á kulborða,
skall þar vissulega hurð nærri hælum.
Ekki gerði ég ráð fyrir, að skipstjórinn mundi
þakka mér, eða biðja afsökunar á framkomu sinni.
Ég hefi áður minnst á einþykkni hans og hve seinn
hann var að viðurkenna, þó hann hefði á röngu að
standa. Þegar þetta var allt yfirstaðið, kom hann
til mín og sagði: „Ég skil ekki í því stýrimaður
hvemig skipið hefir borið svona langt af leið?
Við áttum að geta náð fyrir Northumberland, það
hljóta að vera mjög sterkir straumar hér við
ströndina.
Ég svaraði þessu fáu, en þetta atvik varð mér
mikið umhugsunarefni - einkum um þá margvís-
legu strauma sem menn verða við að etja til sjós!“
Nokkru seinna, er við komum til Melbourne, var
mér veitt skipstjórastarf á öðru skipi sama félags,
gaf hann mér þá meðmæli sem vottuðu, að á meðan
ég hafði starfað hjá honum, hefði ég verið „full-
kominn reglumaður og ágætur siglingafræðingur".
Er mér slíkur vitnisburður mikils virði!
Þýtt eftir „The Compass"
Leiðrétting
Þau leiðu mistök
urðu að fyrsti
formaður Bylgj -
unnar á Isafirði
var sagður heita
Mag*nús Magnús-
son í frásögn af
félaginu í 1. tbl.
Víkings 1972.
Formaðurinn hét
Magnús
Vagnsson,
mesti dugnaðar-
maður.
Biðjumst við
afsökunar
á mistökunum.
Eimlmúnar bifreiðir
Samtímis því að uppfinningamenn keppa nú um
að verða fyrstir til að smíða vél í farartæki sem
ekki eitrar andrúmsloftið, eins og nú á sér stað,
og koma með því á afgerandi umbótum, hafa bræð-
ur tveir í Pensilvaniu USA fengið bankalán að upp-
hæð 850.000 dollara til þess að fjármagna áætlun
sína um framleiðslu á eimknúinni bifreið. Er þetta
haft eftir „Berlingske Tidende“.
Bræðurnir Charles og Calvin Williams reikna
með að framleiða 1000 eim-bifreiðir á mánuði, og
fullyrða að vélar þeirra minnki lofteitrunina um
96% í hlutfalli við venjulegar bifreiðavélar.
Strokkolía fyrir fyrstu prófanir á
skips-dieselvélum
Eftir því sem orkunýting diesel-véla í skipum hefir
aukist á síðari árum, hafa komið fram fleiri og
fleiri tilfelli um skemmdir á reynslutímanum (ind-
kjöringsperioden), sem orsakast af því, að vélarnar
eru settar á fullt álag, áður en hinir ýmsu fletir
vélanna hafa unnið hæfilega lengi saman. Til þess
að koma í veg fyrir slíkar skemmdir, hefir Olíu-
félagið Shell nú framleitt strokkolíu sem sérstak-
lega er ætluð til notkunar við prófanir (indkjöring)
á bulluhringjum og strokkfóðringum í stórum
diesel-vélum.
Þessa nýju olíu á einungis að nota fyrstu stund-
irnar af prófunum og einungis í vélum með sér-
staka strokkolíu smurningu.
■ Eftir „Norsk Maskin-tidende“
Magnús Vagnsson.
VlKINGUR
127