Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 45
Cæsar strandar
HINN 5. og 6. ágúst birtist löng
og greinileg frásaga um hið mjög
svo einkennilega strand brezka
togarans Cæsars utan við Isa-
fjarðarkaupstað hinn 23. apríl
1971 og um alla sögu þessa skips
frá því að það kenndi grunns á
Arnamesi þar til því var sökkt;
eftir Hjálmar Bárðarson, sigl-
ingamálastjóra.
Hins vegar verða þeir fáu les-
endur Morgunblaðsins, sem
nenna að lesa þessa frásögn alla
frá byrjun til enda sem ég efast
um að séu nema örfá prósent af
hinum svokölluðu lesendum blað-
sins miðað við kaupendur þess, að
ráða ótal krossgátur til þess að
finna beina ástæðu til þessarar
greinargóðu ritgerðar eða skýr-
ingu á hinum mikla bægslagangi
út af þessu að því er virðist mein-
lausa og auðráðna strandi togar-
ans og þá ekki sízt ástæðuna fyr-
ir því að togarinn var dreginn
út úr höfn eftir að honum hafði
verið slysað af strandstað og
sökkt með 160 tonnum af þunnri
olíu nálægt landi á góðu fiski-
miði eins og fram kom í greinar-
gerð siglingarmálastjóra. Það
virðist í fljótu bragði erfiðasta
dæmið, enda þótt öll forsagan sé
með endemum.
Eins og siglingamálastjóri
byrjar grein sína á hinn 5. ágúst,
hefur sennilega ekki verið skrifað
meira um neitt strand (í það
minnsta jafn ómerkilegt) og
þetta strand. Hann á hér megin-
þátt í öllum bókmenntum, þar
sem hann kom fljótlega á strand-
stað ásamt fylgdarmanni sínum,
Finni Guðmundssyni, fuglafræð-
ingi, og sendi svo að segja dag-
legar fréttir af ástandi og horf-
um til dagblaða og annarra fjöl-
miðla. Þar var skýrt skilmerki-
lega frá halla skipsins, oliubráki
og fugladauða, viðbrögðum eig-
enda skipsins og vátryggjenda.
Almennir lesendur Morgunblaðs-
ins, sem þessar fréttir lásu, munu
hafa velt fyrir sér, hvað þessir
menn, skipaverkfræðingur, sem
lært hefur til að „konsrúera"
(hanna) skip og reikna út stöðug-
leika þeirra og sjóhæfni, ásamt
fuglafræðingi, væru að vilja á
þennan útkjálkastrandstað. En
nokkur skýring fæst á þessum
ferðum eftir lestur hinnar löngu
greinargerðar siglingamála-
stjóra. Undir hann ku sem sagt
heyra mengun við strendur Is-
lands, svo að engan skyldi undra,
þótt hann léti málið til sín taka
á sínum tíma og kveddi til fylgd-
ar sérfræðing í fuglafræði. Ár-
angur þessara ferðalaga, halla-
mælingar, Ijósmyndir, áætluð
dánartala æðarfugls og annarra
ómerkari fugla, hefur verið sam-
vizkusamlega birtur í frétta-
stofnunum landsins, svo að þeir
sem áhuga hafa haft á þessu
strandi, hafa sannarlega fengið
að fylgjast með, svo að óþarft
virðist þeirra vegna að gefa langa
og ýtarlega skýrslu sem þessa hér
um talaða til þess að betrumbæta
þær fréttir.
Hins vegar eru ótal atriði, sem
eru jafn óljós eftir þessa greinar-
góðu skýrslu siglingamálastjóra
og þau voru áður en hún kom, og
engin fullnægjandi skýring á
þeim viðbrögðum, sem þessi ný-
kjörni embættismaður, landhelg-
isgæzlan og aðrir opinberir aðilar
sýndu fyrir og eftir björgun af
strandstað - algjörlega óleyst
gáta.
Eftrtaldar spurningar hljóta
að verða þrálátar, einkum eftir
þær ágætu upplýsingar, sem
Guðfinnur Þorbjörnsson.
siglingamálastjóri gefur í hinni
ýtarlegu skýrslu sinni auk sam-
tímafrétta eins og fyrr er nefnt.
1. Af hverju láta íslenzkir að-
ilar það afskiptalaust, að skipið
er ekki fjarlægt af strandstað,
eða í það minnsta gert óvirkt
sem mengunaruppspretta strax
eftir strandið?
Sú skýring að olían hafi ver-
ið svo þykk, að ekki hefði verið
hægt að dæla henni án þess að
hita hana og aðstæður til þess
ekki fyrir hendi á strandstað, og
að getið er um ákveðinn gráðu-
halla í því sambandi o. fl. vanda-
mál í því sambandi finnst mér
vera svo barnalegur vandræða-
skapur, að lítt sæmandi sé að
bera það á borð fyrir lesendur
yfirleitt, hvað þá fyrir menn sem
eitthvað hafa komizt í snertingu
við þessa tegund olíu og geyma
fyrir hana. Greinarhöfundur
(siglingamálastjóri og skipaverk-
fræðingur) telur útilokað að dæla
þessari olíu úr skipinu nema að
hita hana upp. Þetta vissum við.
En hann telur þetta úilokað ekki
einasta á strandstað, heldur einn-
ig eftir að skipið er komð í ör-
ugga höfn (ísafjörð) eftir ævin-
týraleg mistök og ótrúlega ó-
hönduglegar björgunartilraunir
VÍKINGUR
157