Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 29
— Má cg biðja um næsta danshlé,
fröken.
Gamli læknirinn l'eit fram í
biðstofuna og sá að þar sátu
fjórir eða fimm menn, sem
reyktu og röbbuðu saman.
„Hm, þið ættuð ekki að sitja
hér og kafreykja," runmdi í
lækninum.
Þið eitrið loftið og ættuð að
hafa í huga, að sjúklingar gætu
rekizt hingað inn.
*
Churchill var eitt sinn í ræðu-
stóli á framboðsfundi, þegar einn
fundarmanna kallaði fram í:
„Þótt þú værir sjálfur Gabriel
erkiengill myndi ég ekki kjósa
þig.“
„Vinur minn,“ svaraði Churc-
hill um hæl. „Ef ég væri erki-
engillinn Gabriel myndir þú alls
ekki vera meðal kjósenda minna.“
*
„Þegar ég lýg,“ sagði stjórn-
málamaður nokkur í ræðu, „þá
geri ég það einungis í þágu sann-
leikans."
— En gaman að það skyldi vera
strákur.
McNell flutti inn í ódýrustu
íbúðina, sem hann fann í bæn-
um. Daginn eftir kom vinur hans
McAber í forvitnisheimsókn.
„Reglulega hugguleg íbúð hjá
þér.“ En hvers vegna hefurðu
fest veggfóðrið upp með teikni-
bólum?
„Það er vegna þess, að ég ætla
ekki að búa hérna ævilangt."
*
Hvað í ósköpunum ertu að gera
um hánótt kona? Þú ert að róta
í vösunum mínum!
„Já, elskan, mig dreymdi áð-
an að þú lofaðir að gefa mér
þúsundkall og ég þorði ekki að
hætta á, að vekja þig.“
*
Hún var orðin 100 ára og af
því tilefni spurði blaðamaður
hana hvernig henni liði yfirleitt.
„Ojú, það er nú orðið heldur
rólegra núna; sérstaklega eftir
að ég er búin að koma öllum
börnunum mínum á elliheimili.“
*
— Leitið á mér, kæra fröken.
„Ef ég einhverntíma gifti mig
verður það fallegri stúlku og
dugandi húsmóður."
„Veiztu ekki, að tvíkvæni er
bannað í landinu.“
*
Frændi þinn er með flatt nef,
er hann kannski hnefaleikamað-
ur?
„Nei, hann þvær gluggana í
Kvennaskólanum."
*
Fegrunarfélag Oslóborgar sneri
sér eitt sinn til hins þekkta pró-
fessors Werners Werenskjöld um
tillögur varðandi fegrun borg-
arinnar fyrir þjóðhátíðardaginn
17. maí.
Prófessorinn, sem ekki þótti
smáfríður, tók nefndinni af mik-
illi vinsemd og sagði með blíðu
brosi:
„Eina tillagan, sem mér dett-
ur í hug í augnablikinu er, að
ég haldi mig í burtu frá borg-
inni fram yfir hátíðina."
VÍKINGUR
141