Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 18
Þorsteinn Eggertsson.
Margrét Guðnadóttir.
Farsæl björgun úr sjávarháska
fyrir fjörutíu árum
eftir
Baldur Guðmundsson
Vetrarvertíðina 1932 voru
gerðir út frá Innri-Njarðvík 5
bátar. Þeir voru Sóley, Sigurður
Gunnarsson og Lagarfoss, allir
úr Keflavík. Express og Snorri
goði frá Vestmannaeyjum.
Bátarnir lönduðu aflanum dag-
lega við litla bryggju, sem í flest-
um tilfellum einn bátur gat land-
að við í einu, nema í góðu veðri
komust tveir bátar að bryggj-
unni í senn, en þó fór það eftir
því hvernig stóð á sjó. Að lok-
inni löndun var bátunum lagt í
legufæri frammi á legunni og far-
ið á milli á svoköll'uðum bjóðabát-
um, enda þurfti oft að ferja
línubalana á milli á þessum bát-
um.
Hinn 18. apríl hvessti upp af
norðri og voru þá erfiðar að-
stæður við bryggjuna. Síðasti
báturinn, sem landaði var Ex-
press. Þegar hann að lokinni
löndun var að fara frá bryggj-
unni, tók hann afturábak með
vélinni svo sem venja var og
þurfti þannig að vinna uppí
vindinn með afturstefnið.
Norðvestur af vestara horni
bryggjunnar er sker og þegar
Express var kominn norður fyrir
skerið bilaði vélin og bátinn
bar sem örskot upp á skerið án
þess að skipverjar fengju við
nokkuð ráðið.
Það mun hafa verið nokkru
meira en hálffallið að, þegar
Express strandaði. Engin.björg-
unartæki voru til á staðnum eða
í nærliggjandi verstöðvum, en
mennirnir um borð í bátnum í
mikilli hættu með því að líkur
voru til þess að báturinn brotn-
aði með flóðinu.
Þorsteinn Eggertsson úr Kefla-
vík, skipstjóri á Sóley dreif að
sér í skyndi sex manna áhöfn,
sem fóru á einum bjóðabátnum,
undir frábærlega góðri stjórn
Þorsteins og sex menn réru fram
fyrir bryggjuna og norður fyrir
skerið, sem Express stóð á. Vind-
ur fór vaxandi og nokkuð brim
var komið og allar aðstæður erf-
iðar. Þorsteinn lét bátinn síga
afturí og á millí ólaganna tókst
honum að komast svo nærri
„hekkinu" á Express að menn-
irnir gátu einn og einn stokkið
niður í bátinn. 1 ólögunum varð
Þorsteinn að fjarlægjast Express
og halda uppí vind og sjó en í
nokkrum lögum tókst öllum skip-
verjunum fimm að komast í bát-
inn.
Þegar mönnunum var þannig
bjargað úr Express lét Þorsteinn
bátinn leita nær bryggjuhausn-
um og síðan síga afturábak und-
an veðrinu, þar til hann gat
beygt til stjórnborða og haldið
upp með bryggjunni í hlé fyrir
vindi og sjó og björgun skip-
verjanna af Express var farsæl-
lega leyst af hendi.
Litlu síðar brotnaði Express í
spón á skerinu og verður ekki
sagt hver afdrif skipverjanna
hefðu orðið ef þeir hefðu ekki
verið komnir frá borði.
I björgunarbátinn með Þor-
steini fóru eftirtaldir menn:
Gunnar Guðjónsson, frá Kirkju-
bæ í Vestmannaeyjum, vélstjóri
á Sóley, Sæmundur G. Sveinsson,
Vallargötu 25, Keflavík, háseti
á Sóley, Jón Magnússon, háseti
á Sólev, var síðar vitavörður á
Snæfellsnesi, Sighvatur Jónsson,
frá Sandvík á Eyrarbakka, skip-
verji á Lagarfoss, Þórður Hjart-
arson, frá Hellissandi, landmað-
ur á Sigurði Gunnarssyni, Gunn-
ar Sigurðsson, frá Keflavík, skip-
stjóri á Sigurði Gunnarssyni.
Skipstjóri á Express var Sig-
urður Isleifsson en vélstjóri Þor-
steinn ísleifsson bróðir hans.
Fjöldi manns horfði með að-
dáun á björgunaraðgerðirnar og
að sjálfsögðu með ánægjusvip
þegar séð var hve vel þær tókust.
Víst er að þau snöggu við-
brögð, sem Þorsteinn hafði við
að komast af stað ásamt frábærri
stjórn við björgunarstarfið, áttu
mestan þátt í því hve giftusam-
Iega tókst með björgunina. Því
verður heldur ekki gleymt hve
fljótir þeir voru til, sem með
honum fóru í þennan leiðangur.
Af þeim sjö mönnum, sem að
þessari björgun unnu eru að-
eins tveir lifandi en þeir eru:
Sæmundur G. Sveinsson, Vallar-
götu 25 í Keflavík og Þórður
Hjartarson á Rifi.
Þorsteinn Eggertsson var
fæddur að Kothúsum í Garði 4.
júní 1905. Hann stundaði sjó frá
barnæsku og varð snemma skip-
stjóri. Bátar sem ég man eftir
að hann var skipstjóri á voru:
VlKINGUR
130