Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Page 25
Við Rockville. Þar var okkur ekki leyft
að taka neinar myndir innan dyra.
ið með okkur til slökkvistöðvar-
innar, en eins og kunnugt er, hef-
ur slökkviliðið á Keflavíkurflug-
velli fengið mörg verðlaun fyrir
ýmislegt í sambandi við slökkvi-
störf og eldvarnir.
Það var slökkviliðsstjórinn
sjálfur, sem sýndi okkur stöðina
og greindi frá starfsemi hennar.
Sagði hann okkur allnáið frá
starfsemi stöðvarinnar svo og frá
hinum sérstöku verkefnum henn-
ar, t. d. vegna sprengj uþotanna.
Einnig var hann spurður spjör-
unum úr s. s. af hverju sumir
slökkvibílarnir væru rauðir en
aðrir gulir, en það mun vera af
því gulir bílar sjást betur á flug-
brautunum en rauðir. Var mjög
skemmtilegt að skoða slökkvi-
stöðina. Að lokinni heimsókninni
í slökkvistöðina var haldið til
stóra flugskýlisins, til að skoða
björgunarþyrluna. Hana skoðuð-
um við undir leiðsögn W. R.
Haskett þyrlustjóra. Var okkur
m. a. sýnd sérstök karfa, sem
slakað er niður úr þyrlunni, til
þess að bjarga mönnum, sem
fljóta á sjónum, en eru þó orðn-
ir svo máttfarnir, að þeir geta
ekki sett utan um sig bjarghring.
Þessari körfu er slakað aðeins
niður fyrir yfirborðið og veltir
Nei, þetta er ekki bandarískur þyrlu-
stjóri. Þetta er Halldór form. skóla-
félagsins.
þá sá, sem er verið að bjarga, sér
inn í körfuna og er síðan hífður
upp í þyrluna. Það mun hafa ver-
ið samskonar karfa, sem var not-
uð við að bjarga flugmanninum,
sem nauðlenti á ytri höfninni við
Reykjavík s. 1. vetur, en þess má
auk þess geta, að það var einmitt
Haskett sem þá var þyrlustjóri.
Var mjög fróðlegt að skoða þyrl-
una og hin ýmsu bj örgunartæki
henni viðkomandi.
Eftir að hafa skoðað þyrluna
var haldið til Rockville, en eins
og kunnugt er, er stór radarstöð
þar. Það fyrsta sem sagt var við
okkur þar var, að við mættum
ekki taka neinar myndir inni í
stöðinni. Var nú haldið í stöðina.
Þegar inn var komið, var farið
með okkur inn í aðra af hinum
stóru hvelfingum, sem radar-
skermarnir eru í, og þaðan í aðal-
tækjasalinn, sem er nokkurs kon-
ar taugamiðstöð herstöðvarinnar.
Þar er fylgzt með öllum flugferð-
um í kringum ísland, og það mun
vera þar sem fyrst verður vart
við rússneskar flugvélar sem
nálgast landið. Sem við stóðum
þarna og horfðum yfir alla radar-
ana varð okkur hugsað til þess að
þetta höfðum við séð fyrr. En
sú var breytingin, að hér náðu
Við slökkvistöðina.
radarnir nokkur hundruð mílna
radíus, en við höfðum stærsta
séð 64 mílna radar áður. Einn-
ig varð okkur hugsað til tækja-
kennslunnar í skólanum. Ef við
hefðum átt að gera við einhvern
radarinn þarna, hefðum við þurft
að vera í nokkur hundruð ár í
Stýrimannaskólanum.
Að lokinni heimsókninni til
Rockville var farið með okkur
aftur til yfirmannaklúbbsins á
flugvellinum, og var nú boðið upp
á hressingu. Vorum við heiðraðir
sérstaklega, því að farið var með
okkur í herbergi sem hét „V.I.P.
ROOM“, en V.I.P. mun þýða
„very importantpersons“. Var nú
setið yfir bjór til kvölds og málin
rædd. Um sexleytið var loks hald-
ið til Reykjavíkur eftir mjög
ánægjulega heimsókn til Kefla-
víkurflugvallar. Til Reykjavíkur
var komið um sjöleytið. Á leið-
inni í bæinn hafði bílstjórinn m.
a. verið spurður að því, hvar
næsta herstöð væri, en þær munu,
því miður ekki vera fleiri hér
á landi. Þegar komið var til
Reykjavíkur, héldu sumir áfram
gleðinni heima hjá formanni
skólafélagsins, en síðan var far-
ið í Naustið, Röðul og endað í
Þórscafé.
VlKINGUR
137