Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 16
Strandsiglingar við Island þóttu hér fyrr meir mjög hættulegar, áður en vitar komu til sögunnar, sérstaklega voru vetrarsiglingar hættulegar, þá er myrkur og dimmviðri ríktu við strendur landsins. Fyrsti ljósvitinn á íslandi var byggður á Reykja- nesi, var þar með brotið blað í sögu siglingamála hérlendis, og hafin sókn á sviði vitamála og vita- bygginga. Það var ekki að ófyrirsynju, að Reykjanes varð fyrir valinu með fyrsta vitann, þar var landtaka stórhættuleg og skip lentu í hafsnauð eða strönd- uðu, og fyrir Reykjanes urðu öll skip að sigla sem til Reykjavíkur komu, eða fóru þaðan, þá var og alltaf mikill straumur fiskiskipa vestur fyrir land, erlendra, á hin fengsælu mið við strendurn- ar vestra. En það var ekki fyrr en upp úr síðustu aldamótum, sem verulegur skriður kom á vita- byggingar, og raunar síðar hafa þessi mál þróazt í það sem nú er orðið, er nú svo komið, að strend- urnar umhverfis landið eru lýstar af fjölmörgum vitum, sem senda ljósleiftur sín út yfir hafið, og vísa sæfarendum til vegar á myrkum vetrarnóttum. En ljósvitinn var ekki alltaf öruggur, í þokum og niðarbyljum sáust ljósleiftrin ekki, og þá fór oft illa, eins og sagan greinir frá, skip strönduðu, og sjómenn týndu lífi, eða lentu í hrakningum og þrengingum, eins og mörg dæmi eru til um. En uppfinning ítalska hugvitsmannsins Marconi, réði bót á þessum vanda með tilkomu radíótækninnar í þjónustu siglingamála, og íslendingar, voru furðu fljótir að notfæra sér þessa tækni, sem stöðugt hefir verið að þróast, í ýmsum myndum hvað viðkemur siglingamálum, og síðast í þjónustu veiðitækni með ratsjám og fiskleitartækjum. Árið 1928, var reistur radíóviti á Dyrhólaey, árið áður var nýr ljósviti byggður þar, hefi ég skrifað um þá vitabyggingu áður í „Víking“. 1 hinum nýja vita, var ætlað rúm fyrir hinn væntanlega radíóvita, hinum fyrsta hérlendis. Verkfræðingur, við uppsetningu radíóvitans var Gunnlaugur Briem, þá nýbúinn að ljúka verkfræði- námi erlendis, en verkstjóri við verkið var Krist- ján Snorrason símaverkstjóri úr Reykjavík, voru þeir tveir hinir einu sem að verkinu unnu utan- héraðs, en ráðnir verkamenn úr Mýrdal, sem til algengra starfa þurfti, og var ég einn af þeim. Efni til radíóvitans, kom um vorið með gamla Hermóði austur að Dyrhólaey, og var því skipað upp í Dyrhólahöfn. Fyrsta verk okkar verkamanna, var að hala það upp á eyna á handsnúnum spilkrana, sem var á bjargbrúninni á vestanverðri eynni, var það mikið verk, og lýjandi að snúa spilinu og draga allt efnið neðan úr sandi upp á brún. Þetta var margs konar efni, ótal margir kassar með öllu því er tilheyrði hinum væntanlega radíóvita, kom það frá Þýzkalandi, því þetta var þýzk uppfinning sem nú skyldi tekin í þágu íslenzkra siglingamála. Radíóvitinn á Dyrhólaey eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal Á þessum stað dreymir Mýrdælinga að glæsileg höfn eigi eftir að rísa, áður en langt um líður. Svo voru það möstrin, aðalmastrið var samsett úr fjórum þörtum, sex tommur á kant, og kloss- ar á milli á tveim hliðum, sem stóðu um eitt og hálft fet út, svo að hægt skyldi að ganga upp mastrið þá er það væri komið upp. Þá voru í þessu efni um tuttugu símastaurar sem tilheyrðu, spil til þess að reisa mastrið, og benzínmótor og rafall til orkuvinnslu fyrir vitann auk margs annars, sem til verksins þurfti. Þetta efni hífðum við allt upp, á furðu stuttum tíma, það var snúið og snúið og þetta mjakaðist. Þá er efnið var allt komið upp, var hafizt handa með að reisa mastrið, var því valinn staður um hundrað metrum norðan við ljósvitann. Þar var grafin stór gryfja fyrir stöpul, sem var stein- steyptur, þurfti að sprengja fyrir honum, sem og öðru sem þurfti að grafa niður, því jarðvegur var VlKINGUE 128

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.