Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 22
Kapp er bezt með forsjá
eftir Guöna Þorsteinsson, fiskifrœöing
LANDHELGISMÁLIÐ hefur orðið mönnum hug-
leikið umræðuefni á nýliðnu ári og má fastlega
búast við, að svo verði einnig á hinu nýhafna og
þá sennilega í vaxandi mæli. Skoðanir manna a.
m. k. stjórnmálamanna eru eins og kunnugt er
nokkuð skiptar á einstökum atriðum málsins, enda
þótt allir séu sammála um nauðsyn skjótrar og
verulegrar útfærslu. Landhelgismálið hefur einnig
öðru fremur vakið menn til umhugsunar um hag-
kvæma nýtingu fiskistofnanna og er því ekki að
leyna, að margir eru þeirrar skoðunar, að við ís-
lendingar höfum oft stundað okkar veiðar meira
af kappi en forsjá og þar með gengið of nærri
sumum fiskistofnum okkar og leitað í vaxandi
mæli í smáfisk. Vissulega má nefna ýmis dæmi
þessu til áréttingar, en þó verður að hafa í huga,
að við höfum veitt okkar fisk í harðri samkeppni
við erlend fiskiskip. Flestar friðunarráðstafanir
okkar þar á meðal minnkandi sókn hefði leitt af
sér stærri hlutdeild erlendra skipa í veiðunum á
Islandsmiðum og sennilega orðið til að fjölga
þeim. Því hefðu flestar okkar ráðstafanir til skyn-
samlegri nýtingar fiskistofna okkar komið að
minna haldi, en til var ætlazt.
Nú, þegar útfærsla landhelginnar stendur fyrir
dyrum, er vissulega ástæða fyrir okkur til að
stokka upp spilin og endurskoða rækilega þær
reglugerðir, sem fjalla um fiskveiðar okkar, með
tilliti til þess, að samkeppni erlendra fiskiskipa
kemur til með að minnka stórlega, enda verðum
við þrautgóðir og fastir fyrir við útfærslu fiskveiði-
markanna. Ingvar Hallgrímsson settur forstjóri
Hafrannsóknarstofnunarinnar hefur á undanförn-
um mánuðum margbent á nauðsyn þessarar endur-
skoðunar, bæði í fjölmiðlum og á ýmsum fundum
með fyrirsvarsmönnum í sjávarútvegi. Hefur
Ingvar tínt ýmislegt til, sem nauðsynlega þarf að
breyta 1 gildandi reglugerðum, og bent á ýmis
konar misræmi í þeim, auk þess sem eftirliti með
því, að settum reglum sé framfylgt, sé oft stór-
lega ábótavant.
Það eru því góð tíðindi, að sjávarútvegsráð-
herra hefur nú skipað nefnd hæfra manna frá
ýmsum samtökum í sjávarútvegi til þess að endur-
skoða gildandi reglugerðir um fiskveiðar í ís-
lenzkri landhelgi. Vonandi er, að árangur af starfi
nefndar þessarar megi verða til þess, að íslenzkir
fiskistofnar verði nýttir af meiri fyrirhyggju
eftirleiðis landi og þjóð til framdráttar, og ekki
sízt þó sem gild rök í landhelgismálinu, sem óræk
sönnun þess, að Islendingar ætli sér að nýta auð-
134
ævi íslenzka landgrunnsins á hyggilegri hátt en
víða annars staðar tíðkast.
Andstæðingar okkar í landhelgismálinu hafa af
því þungar áhyggjur, að Íslendingum takist ekki
að fullnýta íslenzka fiskistofna. Þar að lútandi ber
þó að hafa í huga, að aldrei í sögunni hafa Islend-
ingar pantað eins rnikið magn af skipum til bol-
fiskveiða og einmitt nú. Enn er bent á þá stað-
reynd, að íslenzki þorskstofninn sé einn af fáum
í N-Atlantshafi, sem enn er sæmilega á sig kom-
inn. Ekki þarf að fara í grafgötur með það, að það
muni leiða til aukinnar sóknar á Islandsmið, en
jafnvel andstæðingar okkar viðurkenna, að slíkt
geti endað með ósköpum, ef ekki verður gripið til
einhverra ráðstafana til þess að draga úr sókn-
inni. Þó verður að benda á, að hingað til hefur
einhliða útfærsla landhelgi verið svo til eina lausn-
in til að bægja ofveiðihættunni frá. Ekki svo að
skilja, að engar aðrar leiðir séu hugsanlegar. Kem-
ur þar helzt kvótakerfi til greina, en það hefur
sjaldnast verið tekið í notkun, fyrr en í óefni hef-
ur verið komið. Ekki þarf að eyða mörgum orðum
að því, að sú leið kemur alls ekki til greina fyrir
okkur, hvernig svo sem á málin er litið.
Eins og kunnugt er, vex sókn í smáfisk, þegar
kynþroska hluti stofnsins gefur ekki tilefni lengur
til arðbærra veiða. Að sjálfsögðu er alls ekki hægt
að friða ókynþroska fisk algjörlega, enda væri
það í mörgum tilvikum alls ekki æskilegt, vegna
þess að magn ungfisk-s yrði þá svo mikið, að æti
kæmi til með að verða af skornum skammti, þann-
ig að stofninn yxi óeðlilega hægt. Eðlileg grisjun
ókynþroska fisks er því sízt til skaða. Vandinn er
þó sá að ákveða það magn, sem heppilegt er að
taka af ókynþroska fiski. Þó hygg ég, að hald
flestra sé, að ástand nytjafiskastofna í N-Atlants-
hafi sé nú þannig, að minnkuð sókn í smáfisk sé
alls staðar æskileg og víða bráðnauðsynleg.
Fullyrða má, að einmitt íslendingar geri sér
betri grein fyrir þessu en flestir aðrir. A. m. k.
man ég ekki eftir því að hafa talað við Islending,
sem eitthvað fylgist með fiskveiðum, sem ekki hef-
ur einhverjar áhyggjur vegna veiði smáfisks. Ber
þar til að nefna smáfiskveiði á uppeldisstöðvum
þorsks út af Norður- og Austurlandi, veiðar með
smáriðnum vörpum svo sem rækjuvörpum og
spærlingsvörpum og jafnvel humarvörpum, svo
og veiðum með hringnót. Varðandi veiðar ókyn-
þroska þorsks út af Norður- og Austurlandi er
erfitt að benda á viðunandi lausn, þar sem útgerð
þessara landshluta byggist að miklu leyti á ókyn-
VlKINGUR