Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 35
síðan lakkbera eða mála með ljósum lit. Sé þetta vel og samvizkulega gert, þá á að vera hægt að útiloka að slagvatnsgerill komist í viðinn. Þegar ég tala hér um inréttingu í fiskilest þá gildir það jafnt yfir alla klæðningu svo og öll skilrúms- borð lestarinnar. Fylgjast þarf sérstaklega vel með gólfi lestarinnar til að útiloka skemmdir af völd- um slagvatnsgerla. Þá verður að hafa strangt eftirlit með að niðurfallsristar í gólfi séu í góðu lagj svo rennsli frá lestinni niður í kjalsog skips- ins stöðvist ekki, því stöðvist það þá getur bæði skipshöfn og skip verið í mikilli hættu. Klæðning innan á byrðingi þarf að vera þétt, svo að blóð og slor komist ekki milli hennar og byrðingsins, eða að öðrum kosti að auðvelt sé að koma þar við daglegum þrifum á milli innri klæðingar og byrðmgs. Komizt blóð og slor þarna á milli, sem ekki er hreinsað í burtu daglega, þá úldnar það og fúlnar og getur valdið mengun á fiskinum. Þá þarf þil á milli fiskilestar og vélarúms að vera þétt og vel einangrað, þannig að útilokað sé að hiti geti komizt frá vélarúmi í fiskilestina. Sama gildir ef mannaíbúð liggur að fiskilestinni. Allar vökvaiagnir gegnum fiskilest verða líka að vera svo vel einangraðar að útilokað sé að hiti geti komið frá þeim 1 lestina. Þurfi að nota kjöl- festu í fiskilest þá má aðeins nota til þess salt, sem gengið er frá á haganlegan hátt. Séu fiski- lestar klæddar innan með álmálmi þá auðveldar slíkt bæði þrif og viðhald. En þá er nauðsynlegt að lestarborð séu líka úr áli. Þegar lagfæra þarf þilfar eða fiskilest, þá er nauðsynlegt að kalla til ráða eftirlitsmenn frá Fiskmati ríkisins áður en það er gert, því þeir hafa sérþekkingu á því, hvað bezt er að gera. Áður en skráð er á skip. þarf að liggja fyrir hæfnisvottorð frá Fiskmati ríkisins um þilfar skips og fiskilest, að hvoru- tveggja fullnægi þeim reglum, sem í gildi eru á hverjum tíma. Það verður að vera föst regla allra skipstjórn- armanna án undantekninga að þrífa þilfar vel eftir fiskaðgerð eða losun á farmi. Það sama gild- ir um fisklestina, hana verður að hreinsa og þvo vandlega eftir hverja losun á fiski. Þá er nauðsyn- legt að sprauta yfir bæði þilfar óg fiskilest með klórblöndu eða öðru gerladrepandi efni, sem Fisk- mat ríkisins eða Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins mæla með að nota í þessu augnamiði. En um notkun og blöndun slíkra efna er nauðsynlegt að hafa samráð við þessar stofnanir og fara alltaf eftir þeim fyrirmælum sem þær gefa, svo hugsan- legur skaði af völdum slíkra efna sé útilokaður. Fiskveiðarnar og meðferðin á fiskinum. Góðir áheyrendur. Eins og ykkur er kunnugt þá eru fiskveiðar og fiskiðnaður sá undirstöðubúskap- ur okkar Islendinga, sem að langsamlega mestu leyti verður að standa undir okkar innflutnings- VlKINGUR þörf, á hverjum tíma. Á miklu veltur því að sjávar útvegurinn sé vel rekinn, bæði sá þátturinn sem fram fer á miðunum við veiðarnar svo og hag- nýting aflans í landi. Þetta tvennt verður algjör- lega að haldast í hendur, öðruvísi verður ekki bezta árangri náð. En til þess að svo megi verða, þá er okkur nauðsynlegt að afla okkur allrar þeirr- ar þekkingar og kunnáttu sem að gagni getur kom- ið við veiðar og vinnslu. Við eigum mikil og góð fiskimið á landsgrunnssvæðinu hringinn í kringum landið og góða fiskistofna, sem með útfærslu land- helginnar og skynsamlegri nýtingu ætti að verða hægt að vernda gegn ofveiði, þó útgerð verði aukin héðan. Ef við t. d. tökum íslenzka þorsk- stofninn, sem hér hrygnir við suðurströndina á veti’arvertíð, þá eru gæði hans frá matvælalegu sjónarmiði sérstaklega mikil. Eg held að íslenzkir fiskframleiðendur hafi aldrei athugað þessa hlið málsins nægjanlega vel, því hún er sérstaklega þýðingarmikil. Mér er kunnugt um að norskir fiskframleiðendur setja tvo þorskstofna í sama gæðaflokk og meta þá að jöfnu, en þessir stofnar eru Lófótþorskstofninn og íslenzki þorskstofninn. Gæði þessara tveggja stofna t. d. til saltfiskfram- leiðslu telja þeir vera miklu meiri heldur en annara þorskstofna. Enda er staðreyndin sú að saltfiskur sem norsk skip veiða hér á íslands- miðum og flytja heim, hann er keyptur hærra verði til verkunar í Noregi heldur en saltfiskur frá öðrum fjarlægum miðum. Þetta er nauðsyn- legt fyrir okkur að vita bæði þá sem stunda sjálfar veiðarnar, svo og hina sem vinna úr fisk- inum í landj En þegar við vitum um gæði okkar fiskstofna sem að líkindum eru til orðin gegnum langa þróun, þar sem hafstraumar og góð átu- skilyrði hafa ráðið mestu um árangur, þá þarf okkur líka að vera ljóst, að þessum miklu fisk- gæðum til matvælaframleiðslu, þeim má hvorki spilla við sjálfar fiskveiðarnar né vinnslu aflans. Sé það gert, þá kemur það fram í lægra afurða- verði. Frá hendi móður náttúru bjóða fiskimið okkar upp á mikil fiskgæði til matvælaframleiðslu. Þessi fiskgæði þurfum við að vernda bæði við veiðar og vinnslu aflans. Hér er hlutverk íslenzkra sjómanna stórt, því lengi býr að fyrstu „gerð“ eins og gamalt máltæki segir. Mistök, sem kunna að vera gerð á sjónum við veiðarnar, er ekki hægt að leiðrétta síðar, nema þá að mjög litlu leyti. Nauðsynlegt er að allir skipstjórnarmenn kunni vel til verka á þessu sviði og séu færir um að leiðbeina skipshöfn sinni þegar með þarf. Skip- stjórnarmönnum þarf að vera ljóst hvað ber að varast og hvað ber að gera til að vemda gæði aflans sem þeir fá hverju sinni. Á tímum árabáta og þilskipaútgerðar á Islandi öðluðust sjómenn þessa kunnáttu gegnum langa þjálfun og reynslu. Þekkingin fluttist þannig frá manni til manns og frá kynslóð til kynslóðar. Með vaxandi vél- 147

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.