Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 41
kröftugi eimpípublástur var
neyðarmerki frá skipi. Hann
flýtti sér sem mest hann mátti til
strandfógetahússins. Þar var
þegar búið að kveikja ljós. Hann
opnaði hurðina með írafári og
hrópaði: „Það er strandað skip
á grynningunum“.
Fólkið á strandfógeta-heimil-
inu var í óðaönn að reyta ný-
slátraðar jólagæsir, því jólin
voru að nálgast. En nú kom ann-
að til að hugsa um. Hálf-reyttar
gæsirnar voru lagðar til hliðar
og raðað á bekk í ölhitunar-klef-
anum með höfuðin hangandi nið-
ur að gólfi. Sængur og sængur-
ver voru tekin fram og búið um
öll rúm. Bjuggust menn fastlega
við að strandmanna væri von.
Úti í hlöðunni voru mörg pör af
klossum og stígvélum til taks.
Ungi strandfógetinn tók hest
sinn og reið í skyndingi norður
eftir þar sem hið strandaða skip
var. Lágskýjað var og úrhellis
rigning. Með dagsbirtunni dreifð-
ist þokan. Kom þá í ljós að eim-
skip var strandað á yztu grynn-
ingunum. Brotsjóir gengu yfir
það á klettunum og brothljóð
heyrðust. Gaulið í eimpípunni lét
í eyrum manna inni á bökkunum
eins og kvein í særðu dýri. Fólk
frá næstu björgunarstöð kom
fljótlega á vettvang, og tvöföld
eldflaug var send út yfir skipið,
en enginn tók við henni. Enginn
maður var sjáanlegur á skipinu
eða í reiðanum.
Á bökkunum við sjóinn safn-
aðist saman fólk í hundraðatali.
Strandbúarnir höfðu flýtt sér á
staðinn. Hjá Niels Peesen höfðu
margir leitað skjóls í rigning-
unni, vætan rann úr klæðum
þeirra svo að flæddi um öll gólf.
Konan varð að setja börnin, tvær
litlar stúlkur, upp á borðin. Fólk-
ið var alvarlegt og spurninguna,
var þetta „dautt“ skip, þ. e. yfir-
gefið, mátti lesa úr andlitum
þess.
Nokkru fyrir hádegið rak
skipskistu á land á reka strand-
varðarins. Þagar hún var opnuð
reyndist hún innihalda fallega
smámuni frá suðurlöndum, með-
al annars brúðar-blæju ásamt
nokkrum bréfum frá Jakobínu
Jakobsen, frá Flöen í Noregi, til
Ole Olesen stýrimanns. Brúðar-
blæjan var henni ætluð. Ætluðu
þau að ganga í hjónaband, er
skipið kæmi heim til Bergen, sem
var heimahöfn þess. Af bréfun-
um mátti einnig ráða að þetta
stóra skip kom frá Svartahafinu,
með hveitifarm til heimalandsins
en það auðnaðist því ekki. Á leið
sinni yfir Norðursjóinn villtist
það af leið í þokunni þessa
dimmu desembernótt. Ömurleg
örlög fleygðu því inn á grynn-
ingarnar undir þessum háu bökk-
um. Þessi sjómannskista var það
eina sem barst til strandvarðar-
hússins frá þessu skipi, sem
gamli ,,skyggni“ strandfógetinn
Peer Olesen hafði séð strandað
á rifinu.
Frá öllum kirkjuturnum á
vesturströndinni barst ómurinn
þegar jólin voru hringd inn á
aðfangadagskvöldið. Þá stóð
stóra skipið fast á grynningunum
mannlaust og yfirgefið. Á jóla-
dags morgun, þegar eftirlits-
menn hinum megin við Jammers-
bugten gengu á reka, lá þar
bjargbátur sjórekinn. Þar á fjör-
unum fundust og suðrænir ávext-
ir og auk þess kampavínsflöskur,
og stóðu gylltir stútarnir á þeim
upp úr marhálminum. Uppi við
sandbakkann lá sjómaður, sem
brimið hafði fleygt á land, og
nálega grafinn í sjávarfroðunni.
Hann var ennþá lifandi, var bor-
inn heim og hjúkrað, lifnaði
hann við og gat sagt frá þessum
sorgaratburði. Hann hét Niels
Knudsen og var sá eini sem af
komst. Þegar skipið stóð fast á
grynningunum, hafði skipshöfn-
in yfirgefið skipið á tveimur
bjargbátum. Sjö menn fóru í
annan bátinn en 16 í hinn. Bátn-
um með sjömenningana hvolfdi
strax, eftir að þeir yfirgáfu skip-
ið, og drukknuðu 4 þeirra, þar á
meðal Ole Olesen stýrimaður,
hinir björguðust yfir í hinn bát-
inn, og urðu þá 19 manns í hon-
um. Rak þá nú norður með
ströndinni svo nærri, að þeir
gátu talið gluggana í Hansthólm-
vitanum. Norðvestur af Jammer-
bugtinni hvolfdi bátnum, og
drukknuðu þá nokkrir af báts-
verjum. Hinum tókst að koma
bátnum aftur á réttan kjöl. Bátn-
um hvolfdi nokkrum sinnum, og
í hvert sinn tók hafið sína fóm.
Síðasta skiftið sem bátnum
hvolfdi voru aðeins þrír eftir,
sem komust á kjöl. Niels Knud-
sen mundi nú ekki lengra, hafði
ekki hugmynd um, hvernig hon-
um hafði skolað á land. Tuttugu
og tveir menn höfðu farist. f
Noregi urðu 16 sj ómannskonur
ekkjur þann dag. Jóladagana rak
líkin inn á sandfjörur Jammer-
bugtarinnar, og gufuskipið lið-
aðist í sundur á grynningunum
við ströndina. Gult hveitið, farm-
ur skipsins, rak á land og mynd-
uðust af miklar hrannir á fjör-
unum. „Jú,- skipið kom, það sá
ég fyrir“, sagði skyggni strand-
fógetinn Peer Olesen -“ en menn-
irnir, komu ekki. Sjórinn tók þá.
Guð veri sálum þeirra líknsam-
ur“. Hann labbaði út í hlöðu og
tók til handargagns klossana og
stígvélin, sem hann hafði sett þar
fram, og kom þeim á vísan stað.
öll líkin, sem fundust á fjör-
unum við Jammerbugtina, voru
lögð í fjöldagröf í Vestre Thorup
kirkjugarði, - og ef þú, kæri les-
andi einhvern tíma ættir leið um
þessa sveit, þá spurðu um þessa
VIKINGUE
163