Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Side 13
var Northumberland höfði 55 mílur suðaustur af okkur“. Hingað til hafði okkur tekizt samvinnan vel, þó að hann yfirleitt segði að spaði væri spaði og ekk- ert annað, og legði stundum áherzlu á það með nokkrum grófyrðum. Er hann gaf fyrirskipanir, hafði hann ávallt ávarpað mig kurteislega. En nú var inngróinn þrái hans vakinn, að ég skyldi þora að ía að því, að hann hefði rangt fyrir sér var meira en ég mátti jafnvel láta mér koma til hugar. Hann sneri sér að mér og blátt áfram öskraði. „Heldur þú að ég viti ekki um hvað ég er að tala? Næst ætlarðu að telja mér trú um, að ég viti ekki hvernig ég eigi að sigla mínu skipi! Eg fullyrði að „hún“ nær fyrir Northumberland-höfðann á þessum bóg, (and by. . . .she’s got to!)“. Ég sá nú að réttast væri að snúa þessu upp í gaman, og lát- ast samþykkja það sem hann sagði, en gera sam- tímis ráðstafanir til að tryggja öryggi skipsins. Eg sagði því blátt áfram, „Allt í lagi herra skip- stjóri, þér hafið að sjálfsögðu bezt vit á þessu, og þegar þér segið að við náum fyrir höfðann, er ekki meira um það að segja“. Ég sneri mér frá og lét sem ég væri við athugun á þilfarinu, en þeg- ar ég kom aftur upp á skutpallinn, var skipstjór- inn farinn niður. Klukkan 8 kom annar stýrimaður á vörð. Hann var ungur maður og var þetta fyrsta ferðin hans í þessari stöðu. Ég einsetti mér að segja sem minnst við hann að því er snerti Old Jock og á- stand hans, það gæti haft neikvæðar afleiðingar seinna meir. En áður en ég fór af verðinum og lét honum eftir stjórnina, sagði ég honum þó, að skipstjórinn hefði komið upp á þilfar, og þóttist hann vera viss um að við myndum ná fyrir North- umberland-höfðann. „Hafðu gát á öllu og horfðu vel framundan“. sagði ég. Það er jólahátíðin, og ég held að Old Jock hafi minnst jólanna í meira lagi. Það er óhugsandi að við náum fyrir North- umberland-höfða, en eftir mínum reikningi ættum við að sjá vitann á Martin-höfða um kl. 10“. Ég lagði fyrir annan stýrimann að hann skyldi ekki vekja skipstjórann, en í þess stað láta mig vita þegar hann sæi vitann, eða ef veðrið breyttist. Þegar ég var búinn að færa, inn í leiðarbókina og merkja stað skipsins á sjókortið, lagði ég mig en fór ekki úr fötum. Skipstjórinn svaf þá í her- bergi sínu og hraut mikið. Kortér yfir tíu kom drengur og vakti mig og sagði að viti væri sjáanlegur. Þegar ég kom upp, tókst mér að ákveða stað skipsins með miðunum og setja hann út á kortið. Veðrið var gott um kvöldið og þægilegur vindur, gékk skipið um 7,5 hnúta og stefndi á Rivoli-Bay. Ég sagði öðrum stýrimanni að við værum öruggir á þessari stefnu til kl. 12, nema að vindurinn ykist, en í síðasta lagi á miðnætti yrðum við að venda og beita frá landi aftur. Ég taldi að þá mundi eitthvað vera VlKINGUR farið að renna af skipstjóranum, og mundi hann fljótlega sjá að hér væri ekki um vitann á North- umberlands-höfða að ræða, ef hann sæi vitann sjálfur. Ég fyrirskipaði öðrum stýrimanni að vekja skipstjórann duglega ekki seinna en kl. 11,30 og fullvissa sig um að hann kæmi upp. Ég fór svo aftur niður og gleymdi fljótlega að um hættu gæti verið að ræða. Þegar ég var vakinn stuttu fyrir miðnætti til þess að taka vakt, taldi ég víst að fyrirskipun hefði verið gefin um að venda, en ekkert benti þó til að svo væri. Ég flýtti mér upp, og það fyrsta sem ég sá voru geislarnir frá vitanum. Vit- inn var nú svo nærri á hléborða að nú mátti engan tíma missa. Ég spurði annan stýrimann í flýti, hvort skipstjórinn hefði ekki komið upp. „Jú stýrimaður“, svaraði hann, „fyrir um það bil hálf- tíma“. „Hvað sagði hann um vitann?“ „Hann sagði að þetta væri allt í lagi, það væri engin þörf að venda, þetta væri vitinn á Northumberland- höfða“. „Hann hlýtur að vera genginn af vitinu“, hrópaði ég. „Við verðum komnir upp í klettana í Rivoli-Bay eftir tíu mínútur, ef við vendum ekki. Hlauptu frameftir og kallaðu alla menn á þilfar. Halið inn í aðalseglið og búið allt undir vendingu. Látið nú hendur standa fram úr ermum annars verðum við of seinir“. Ég hrópaði þessar fyrirskiþanir um leið og ég hljóp niður stigann, og að vörmu spori var ég í klefa Old Jock skipstjóra. Nú var enginn tími til að sýna viðhafnar háttvísi. Samtímis því að hrista hann og draga hann framúr og rétta hann upp, hrópaði ég: „Sjáðu nú til skipstjóri, ef þú vilt ekki missa skipið, verðurðu að venda“. Hann horfði á mig andartak, eins og hann tryði ekki hve undr- andi hann var, hvernig ég þyrði að meðhöndla

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.