Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Síða 8
Próun fiskvinnslustöðva eftir Pál Pétursson Ég ætla hér að ræða um þróun fiskvinnslustöðva og mun ég skipta þessari grein minni í tvo aðalkafla: 1. Þróun f iskvinnslustöðva á und- anförnum árum. 2. Þróun þeirra á komandi árum. 1 þessari stuttu grein mun ég aðeins geta spjallað um aðalatrið- in. Eg vil í upphafi máls míns benda á það, að ég er aðeins sér- fræðingur í niðursuðu- og niður- lagningu sjávarafurða, og hef því orðið að fá upplýsingar frá viðkomandi aðilum um aðrar greinar fiskiðnaðarins. Mér varð ljóst, hve sáralitlar upplýsingar liggja fyrir hjá hinum ýmsu sölu- samtökum, er varðar fjármuna- eign í verksmiðjubyggingum, vél- um og öðrum tækjum. Það er einnig erfitt að fá fram skoðanir ýmissa forystumanna í fiskiðn- aði okkar um þróun komandi ára. Það vakti þá áhuga hjá mér, að reyna að gera mér einhverja grein fyrir heildarmyndinni í fiskiðnaðinum, sérstaklega fisk- vinnslustöðvunum, í dag og á komandi árum. Mér finnst hin ýmsu sölusamtök sjávarafurða starblína um of á sína eigin fram- leiðslu og eigi því erfitt með að skilja uppbyggingarþörf annarra greina fiskiðnaðarins. Ég mun nú ræða um þróun fiskvinnslustöðva hér á landi á undanförnum árum.. Fjöldi fiskvinnslustöðva í flest- um greinum hefur lítið breytzt á undanförnum 10 árum, nema þá í saltsíldariðnaði og mjöl- og lýsis- framleiðslu. Eitt er sameiginlegt með mjög mörgum fiskvinnslustöðvum hér, en það er að salerni, kaffistofur og búningsherbergi eru langt fyr- ir neðan þær lágmarkskröfur, er varða hreinlæti, sem slíkum fyrir- tækjum eru settar í flestummark- aðslöndum okkar. Hraðfrystiiðnaöurinn Hraðfrystar fiskafurðir hafa aukizt jafnt og þétt á síðustu ár- um, þannig að þær eru komnar í 1. sæti í heildarútflutningi sjáv- arafurða bæði er varðar magn, en það var 33,5% árið 1970 og andvirði, sem var 52,2%. Fjöldi hraðfrystihúsa hefur lítið aukizt á s.l. 10 árum, en 1960 voru alls 88 hraðfrystihús á landinu og 1971 voru þau orðin 101 talsins. Stækkun frystihúsa er víða þannig framkvæmd hér á landi, að smá viðbyggingum er bætt við eftir þörfum hvers tíma, en ekki gerð byggingarplön fram í tím- ann. Þessar viðbyggingar hafa svo oft alls ekki passað inn í vinnslulínuna, sem fyrir hendi var, og er hún því víða marg- brotin og vinnuhagræðing því oft sáralítil. Nýjungar í sambandi við um- búðir og nýjar framleiðsluteg- undir hafa verið fáar. Fiskmót- tökur í flestum hraðfrystihús- unum eru þannig, að þær eru of litlar og auk þess ekkert kæli- kerfi í þeim. Flest hraðfrystihús- in eru sæmilega búin vélum, er varða flökun og hraðfrystingu. Ég vil hér bæta við, lesendum til fróðleiks, fjölda rækju og hörpudiskvinnslustöðva, sem sumar eru beint tenedar frysti- húsum: Rækjuvinnslustöðvar 1970 voru alls 40 og hörpudisk- vinnslustöðvar 1970 voru alls 17. SaltfiskverJcun Nýbyggingar eru töluverðar á hverju ári, en aðallega er þó aukningin, vegna stækkunar á þeim saltfiskverkunarstöðvum, sem fyrir hendi eru. 1968 voru þær 212 og 1971 eru þær taldar vera um 250 talsins. 30—40% af öllum saltfiski er framleiddur í frystihúsunum. Vinnslukerfi flestra stöðvanna er allfullkomið og víða eru flatningsvélar, en gaffallyftara og kæligeymslur fyrir fullverkaða saltfiskinn vantar algjörlega, sérstaklega er þetta tilfinnanlegt yfir sumar- mánuðina. Þurrfiskframleiðslan hefur aukizt verulega hin síðustu ár, t. d. 1966 var hún 7% af árs- framleiðslunni, en 1971 um 27% Saltsíldariðnaður Fjöldi síldarsöltunarstöðva var 1960 um 76 talsins, 1965 voru þær 108 og 1970 um 74. Fjármunaeign í síldarsöltunar- stöðvum í dag á Norður- og Aust- urlandi er sáralítil, þar sem mjög lítið og sumstaðar alls ekkert hefur verið saltað þar á síðustu árum, og flestar eru undir berum himni og lítið við haldið eða alls ekkert. Aðalsíldarsöltunarstöðv- arnar eru nú á Suðvesturlandi og í Vestmannaeyjum. Þær eru flest- ar undir þaki, þar sem síldveiðar til söltunar byrja nú á síðari ár- um 15. sept. og eru jafnvel fram í miðjan janúar. Hús þau, sem notuð eru undir síldarsöltunina, eru stundum saltfiskverkunarhús og frystihús, sem rýma til á þess- um tíma fyrir síldarsöltuninni, en þess á milli er allt viðkomandi henni sett í geymslur. Tækniþró- un í saltsíldariðnaðinum hefur verið sáralítil og í mörgum síld- arsöltunarstöðvum er hreinlæti og vöruvöndun mjög ábótavant. Kæligeymslur vantar nær alls staðar undir fullunnu síldartunn- urnar og víða eru þær geymdar undir berum himni. Grásleppuhrognaframleiðsla Samkvæmt heimildum Fisk- mats ríkisins voru virkir um 300 grásleppuhrognaframleiðend- VlKINGUR 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.