Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 9
ur árið 1971 (skráðir 422) og nam útflutningur það ár 11.018 tunnum. Um 2.000 tunnur eru til í land- inu hjá niðurlagningarverksmiðj- unum, sem þær munu nota til kavíarframleiðslu. Langmest var framleitt á Norðurlandi eða um 72%. Langflestir framleiðend- urnir salta í 1—10 tunnur í mjög Iélegum húsakynnum, í sumum tilfellum í gömlum kofum. Hrein- læti og vöruvöndun er því einnig hér, víða mjög ábótavant. Eftir- lit með þessari framleiðslu var engin, fyrr en á s.l. ári, að Fisk- mati ríkisins var falið það. Mikið vantar á að þetta eftirlit sé nægi- lega strangt. Koma þarf upp aðstöðu í góð- um saltfiskverkunarhúsum eða frystihúsum fyrir þessa söltun, þannig að 1—2 grásleppuhrogna- söltunarstöðvar séu í hverju byggðarlagi, þar sem grásleppan er veidd. Kæligeymslur vantar alveg undir söltuð grásleppu- hrogn hjá þessum fi’amleiðend- um. Skreiðarframleiðsla Þessi framleiðsla hefur stór- minnkað eftir að aðalmarkaður- inn, Nígería, lokaðist. Italía, sem hefur verið næst stærsti kaupandi skreiðar, kaupir aðeins 1. flokks skreið, og af henni hefur frekar lítið verið framleitt undanfarið. Skreiðarframleiðendur fá engin afurðalán í dag, og hefur það valdið þeim miklum erfiðleikum. Aðal skreiðarframleiðslan skap- aðist á þeim tímum, þegar miklir toppar voru á aflamagni vetrar- vertíðarinnar. Fjöldi skreiðar- framleiðenda 1970 var 158. And- virði skreiðar 1970 var 2,4% af heildarútflutningi sjávarafurða. Mjöl- og lýsisframleiðsla Þessari grein fiskiðnaðar okk- ar hefur hrakað mikið á undan- förnum 3 árum. Aðalblómaskeið- ið var á árunum 1961—1967, þeg- ar mest veiddist af síldinni, og voru þá fjölmargar síldarmjöls- verksmiðjur byggðar, aðallega á Norður- og Austurlandi. Aukn- VlKINGUR ingin aðallega í byggingum, vél- um og tækjum á árunum 1962— 1967 voru vegna þessarar upp- byggingar síldarmj ölsiðnaðarins. Þegar síldveiðar fóru að minnka á árinu 1968, fóru fljótlega að gera vart við sig miklir fjárhags- erfiðleikar hjá síldarverksmiðj- unum,- þar sem margar þeirra voru nýbyggðar og mikl'ar skuld- ir hvíldu á þeim. Loðnan hjálpar frekar lítið, þar sem veiðitíminn er yfirleitt aðeins 2—2!/2 mánuð- ur. Af þessum sökum standa nokkrar síldarverksmiðjur lok- aðar í dag, og mikið fjármagn, sem liggur í þeim nýtist lítið. Fjöldi fiskimjölsverksmiðja árið 1970 var 62. Andvirði mjöls og lýsis var 1970 um 13,9% af heild- arútflutningi sjávarafurða. Niðursuðu- og niðurlagningariðnaður Þessi iðngrein er ennþá mjög skammt á veg komin og hefur raunverulega aldrei náð fótfestu hér á landi. Útflutningur á niður- soðnum og niðurlögðum fiskaf- urðum var þó örlítið byrjaður 1940—41, og 1948 var útflutning- urinn um 950 tonn, en 1969 náði hann hámarki eða 1450 tonnum. Á undanförnum 10 árum hefur sáralítil breyting orðið á útflutn- ingi þessara fiskafurða, og gefa 2 eftirtaldar tölur góða yfirsýn yfir þessa hægfara þróun. Meðal- tal framleiðsluverðmæta er reikn- að í % af heildarútflutningi sjávarafurða á umræddum tíma- bilum. ' Tímabil 1961—1965 0,6% 1966—1970 1,3% Til gamans má geta þess að samkvæmt heimildum frá FAO fóru 1969 um 9,2% af heimsafl- anum til niðursuðu og niðurlagn- ingar en hér á landi um 0,4%. Vinnsluvirði per kg. af afla vex mest við framleiðslu niðursoð- inna og niðurlagðra fiskafurða miðað við aðrar vinnslugreinar sjávarútvegsins. Flestar verk- smiðjurnar eru sæmilega búnar tækjum. Fjöldi niðursuðu- og nið- urlagningarverksmiðja var árið 1971 samtals 22, en raunverulega voru aðeins 12 verksmiðjur í út- flutningi. Þróun fiskvinnslustöðva á komandi árum. Þróun hinna ýmsu greina fisk- vinnslu, svo og hlutfallið á milli þeirra, er að sjálfsögðu háð mörg- um atriðum, eins og lauslega hef- ur verið vikið að hér að framan. Meginverkefni fiskvinnslustöðv- anna er að auka sem mest verð- mæti sjávaraflans. Með hliðsjón af þróun aflamála er greinilegt, að vinnsla á þorski mun verða þungamiðja fiskvinnslunnar. Horfur annarra bolfisktegunda (t. d. ýsu, ufsa, karfa, löngu, steinbíts og flatfisktegunda) eru óvissar. Veiðar á skelfiski og krabbategundum hafa aukizt mikið undanfarin ár, og er því ekki ósennilegt, að það geti hald- ið áfram. Nokkrar fisktegundir eru vannýttar af okkur Islend- ingum t. d. kolmunni, skelfiskur og grálúða. Spærling og sandsíli mætti vinna til bræðslu. Ef miðað er við þróun undan- farinna ára, mun framleiðslan á frystum, ísuðum og söltuðum af- urðum aukast. Framleiðsla hertra afurða dregst saman, svo mundi einnig verða um mjöl- og lýsis- framleiðslu. Vinnsluvirði per kg. hinna einstöku greina er töluvert mismunandi. Stöðug endurskoð- un á aðhlynningu hinna ýmsu greina verður að eiga sér stað með hliðsjón af langtímasjónar- miðum í markaðsmálum, íslenzk- um efnahagsmálum og vægi hinna ýmsu atvinnugreina. Stefnumörkun í íslenzkum fisk- iðnaðarmálum t. d. er snertir vinnslustig afurðanna og aðlögun að erlendum markaðssvæðum (tollamál m. a.) mun hafa afger- andi áhrif á þróun hinna einstöku greina sjávarútvegsins. Þó að fiskiðnaðurinn hafi þróast í nú- verandi ástand á nokkuð eðlileg- an og óþvingaðan hátt, er ekki víst, að „spilareglurnar“, sem gilt hafa í kapphlaupinu um aflann séu nothæfar í framtíðinni. Breytingar og endurbætur þær, 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.