Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 57
Úthlutun veiðiheimilda 1993—1994 HELMINGUR KVOTANS í HÖNDUM 40 FYRIRTÆKJA Áætla má að verðmæti heildarkvótans sé um 53 milljarðar króna, þar af eru 17 milljarðar eyrnamerktir 15 fyrirtækjum og 6 milljarðar liggja hjá hinum þremur stærstu. FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR Veiðiheimildum fyrir tímabilið 1993 til 1994 hefur verið úthlutað. Til skiptanna komu í heild 365.527 tonn þorskígilda, þar af rúm 263 þúsund tonn þíg. af botnfiskafla. Miðað við úthlutun haustið 1988 eða fyrir fimm árum er samdrátturinn allverulegur. Sé einungis litið til botnfisks hefur kvótinn í þorskígild- um talið dregist saman úr 415 þús. tonnum í 263 þús. tonn. Samdrátt- urinn er 152 þús. tonn eða 36,7 prós- ent. Skoðun Sjómannablaðsins Víkings leiðir í ljós, að miðað við áætlað gangverð á varanlegum kvóta ein- stakra tegunda nemur verðmæti út- hlutaðs heildarkvóta um 53 mil- ljörðum króna. Það samsvarar um 200 þúsund krónum á hvern einasta landsmann; árleg en minnkandi gjöf þjóðarinnar af sameiginlegri auðlind til „sægreifanna“ svoköll- uðu. Þótt kvótinn hafi dregist mikið saman hefur verðmæti hans lítið breyst síðustu árin, því minna fram- boði hefur fylgt meiri eftirspurn og verðlag á kvóta hefur hækkað. 2 prósent allra skráðra skipa með 20 prósent kvótans Þrjú kvótahæstu fyrirtæki lands- ins, Grandi, Samherji og Utgerðar- félag Akureyringa, eiga samtals 10,56% af öllum kvóta og þar af 12,9% af öllum botnfiskskvóta. Af botnfiski eiga þau sem sé nær átt- unda hvern „þorsk". Sömu þrjú út- gerðarfyrirtæki hafa fengið kvóta- verðnræti upp á nálægt 6.065 rnill- jónir 6,1 milljarð. Þar af liggja um 1.740 milljónir í þorskinum og um 1.900 milljónir í karfa, rniðað við gangverð einstakra tegunda. Skoðun blaðsins leiðir í ljós, að þrjá- tíu kvótahæstu skipin, í þorskígild- um talið, eiga nær 20% af öllum út- hlutuðum kvóta eða fimmta hvern fisk. Öll skip, sem undir kvótaskipti korna, tneð eða án kvóta, eru 1.360 talsins og eiga rúm 2% þeirra því 20% heildarkvótans. Þá kemur í ljós, að fímmtán kvótahæstu útgerðirnar eiga kvóta, sem áætla má nær 17 milljarða króna virði. Þessi fimmtán útgerðarfyrirtæki eiga um leið nær- fellt þriðjung af verðmæti alls kvót- ans. Þau tíu útgerðarfyrirtæki sem eiga mestan botnfiskskvóta eiga 27,1% af honum öllum eða vel ríf- lega íjórðung. Þau tuttugu útgerð- arfyrirtæki sem eigamestan botn- fiskskvótann eiga 40,3%. Helming- ur alls heildarkvóta er í höndum fjörutíu fyrirtækja. Þorskurinn enn verðmætastur en karfmn sækir á Sem fyrr segir er áætlað virði karf- ans hjá þremur kvótahæstu fyrir- tækjunum hærra en virði þorsksins og segir það ákveðna sögu um breyttar áherslur á síðustu árum. Þorskurinn er þó enn verðmætasta tegundin okkar. Hann er að hugs- anlegu verðgildi kvótasölu um 18,7 milljarðar króna eða um 35% af verðmæti allra tegunda. Karfinn er hins vegar að verða æ verðmeiri og er kominn í a.m.k. um 7 ntilljarða, eða 13%. Þá er rniðað við gangverð 80 krónur kílóið, sent vel kann að hækka á næstunni. Þar á eftir koma í réttri röð ýsa, grálúða, loðna og ufsi. Síldin er aðeins um 2% verðmætis heildarkvótans. Allt tal um verðmæti byggist á teygjanlegu mati á gangverði þor- skígilda. A viðmælendum blaðsins mátti skilja að sitthvað væri stuðull á bak við þorskígildi og gangverð ein- stakra tegunda hverju sinni. Til að mynda er reiknistuðullinn fyrir ýsu til þorskígildis talinn of hár nú og verðgildi karfans vanmetið. Gang- verð á einstökum tegundum getur tekið miklum breytingum frá lokum veiðitímabils þar lil nokkuð er liðið á nýtt tímabil. Þtjú umdæmi með þriðjung kvótans Það þarf ekki að fjölyrða um hin miklu og neikvæðu áhrif sem gífur- legur aflasamdráttur og kvótaskerð- ing hafa haft á þjóðarbúið. Sum fyrirtæki hafa brugðist hart við með kvótakaupum, með sameiningu og 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.