Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 2
2 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 LÖGREGLUMÁL Lögreglan er ekki hætt að gefa pókermótum gaum þrátt fyrir að Ríkissaksóknari hafi fyrr á þessu ári fellt niður mál á hendur umsjónarmanni eins slíks móts. Þá komst Ríkissaksóknari að því að ákæra í málinu væri ekki líkleg til sakfell- ingar. Pókersam- band Íslands ætlar dagana 12. og 13. sept- ember að halda Íslandsmeistara- mót í póker í samstarfi við veðmálastofuna Betsson. Áætlað er að verðlaunaféð á mótinu verði á sjöundu milljón króna. Lögreglan stöðvaði fyrir ríflega tveimur árum 150 manna póker- mót þar sem heildarverðlaunafé nam um 600 þúsund krónum. Málið var í rannsókn og ákærumeðferð um langt skeið, þar til það var loks fellt niður snemma á þessu ári. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að sú ákvörðun Ríkissaksóknara þýði ekki að lögreglan sé hætt afskipt- um af fjárhættuspili á borð við pókermót. „Það voru ákveðnar forsendur sem lágu að baki því að saksókn- ari taldi sakfellingu ekki líklega í þessu tiltekna máli,“ segir Geir Jón. „Við munum að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með þess- um mótum og síðan er hvert mál skoðað fyrir sig með tilliti til þess hvort lög hafi verið brotin,“ segir hann. Bæði er ólöglegt að þriðji aðili hagnist á fjárhættuspilum og að hvetja til fjárhættuspila. Mót sem þessi virðast því vera á gráu svæði. Vefsíðan Pokerstars.com stend- ur einnig fyrir móti í Reykjavík á næstunni. Þar verða engin pen- ingaverðlaun, en þeir sem vinna sér rétt til þátttöku á mótinu í net- spili leika þar um laust sæti á móti vefsíðunnar erlendis, þar sem sigur- launin eru tugir milljóna. Könnun dómsmálaráðuneytisins frá því í fyrra sýndi að fjöldi þeirra Íslendinga sem spilað hafði póker fyrir peninga hafði þá tvöfaldast á þremur árum. Á sama tíma hafði fjöldi þeirra sem spilaði póker á netinu fjórfaldast. Pókerklúbbar eru starfræktir víða í borginni þar sem menn spila fyrir háar upphæðir – jafnvel millj- ónir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa tugir Íslendinga það að sinni einu atvinnu að spila póker dægrin langt, aðallega á netinu. Tekjur þessara manna geta numið milljónum á mánuði. stigur@frettabladid.is Lögregla fylgist enn með pókermótum Lögregla hefur ekki lagt blessun sína yfir pókermót skilyrðislaust þótt eitt slíkt mál hafi verið fellt niður hjá Ríkissaksóknara. Íslandsmót í póker stendur fyrir dyrum og hleypur verðlaunaféð á milljónum. Við fylgjumst með, segir lögregla. VIÐ PÓKERBORÐ Íslenskum pókerspilurum fjölgar ört. Til eru þeir sem gera fátt annað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GEIR JÓN ÞÓRISSON „Við munum að sjálf- sögðu halda áfram að fylgjast með þessum mótum og síðan er hvert mál skoðað fyrir sig.“ GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Hlín, er þetta ekki bara eitt- hvert leikrit hjá ykkur? „Jú, og við erum illa leikin.“ Hlín Agnarsdóttir er meðal þeirra umsækjenda um stöðu þjóðleikhússtjóra sem andmæla hæfnismati Þjóðleikhús- ráðs. BANDARÍKIN Lát Michaels Jackson hefur verið úrskurðað manndráp. Réttarlæknir í Los Angeles greindi frá þessu í gærkvöldi. Mikið magn af lyfjum var í líkama Jacksons þegar hann lést. Dánarorsökin var deyfiáhrif af völdum propofols, sem er kröftugt deyfilyf. Fimm önnur lyf voru í líkama hans. Fyrrverandi læknir söngvarans, Conrad Murray, hefur verið yfirheyrð- ur vegna málsins en hann hefur þó ekki verið skil- greindur sem sakborningur. Hann hefur sagt lög- reglu að hann hafi gefið Jackson lyfið propofol sem hluta af meðferð við svefnleysi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur af því að Jackson væri að verða háður lyfinu og verið að reyna að minnka skammt- ana. Lögfræðingur Murrays gagnrýndi yfirvöld í Los Angeles fyrir að birta ekki krufningarskýrslu hans í heild sinni. Hann segir að skjólstæðingur sinn hafi alltaf verið sannsögull, en hann hefur ávallt neitað sök í málinu. Til stendur að jarðsetja Jackson 3. september næstkomandi. Áður hafði verið áformað að jarðsetja hann í dag, á 51. afmælisdegi hans. - þeb Réttarlæknir í Kaliforníu greinir frá niðurstöðum krufningar: Dauði Jacksons var manndráp LÆKNIR JACKSONS Conrad Murray hefur verið yfirheyrður vegna málsins. EFNAHAGSHRUNIÐ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefði ekki átt að skipa nefnd til að kanna möguleika ríkisins á því að höfða skaðabótamál á hendur þeim sem kunna að hafa valdið almenningi tjóni í aðdrag- anda bankahrunsins. Hann hefði betur nýtt þær stofnanir sem eru fyrir hendi, svo sem ríkislögmann eða Landsdóm, til að höfða mál gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Að stofna nýjar stofnanir virðist vera pólitísk friðþæging. Svo sagði Eva Joly, ráðgjafi sér- staks saksóknara í rannsókn á bankahruninu, í fréttum Stöðvar tvö í gær. Eva er þó ánægð með hversu fljótt gekk að semja lög um þrjá saksóknara til aðstoðar sérstök- um saksóknara vegna banka- hrunsins. Einnig er hún sátt við að sérstakur ríkissaksóknari verði settur vegna bankahruns- ins, fyrst Valtýr Sigurðsson vildi ekki láta af embætti. - kóþ Nefnd fjögurra ráðuneyta um möguleikana á skaðabótamáli: Eva skammar Steingrím Joð EVA JOLY Vekur athygli á Landsdómi, sem færi með mál, ef Alþingi ákvæði einhvern tímann að höfða gegn ráðherr- um. Hann var stofnaður 1905, en aldrei kallaður saman. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í gær út nýja reglugerð, sem heimilar að hlutfall makríls sem meðafla megi vera allt að tuttug prósent af heildarafla hvers skips úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir tímabilið 9. júlí til 30. september. Heimilt er að flytja meðaflaheimild á milli skipa. Eldri reglugerð, sem ráðu- neytið gaf út í júlí, kvað á um að hlutfall makríls í aflanum mætti vera tólf prósent. Sú reglugerð var sett í kjölfar mikillar makrílveiði þar sem heildarafl- inn var orðinn um 100 þúsund tonn. Vaðandi makríll hefur verið víða í íslensku lögsögunni í sumar og í mun meira mæli en áður eru dæmi eru um. Vegna gildandi takmarkana á makríl- veiðunum hafa skip að veiðum á norsk-íslenskri síld að undan- förnu átt í erfiðleikum með að stunda þær veiðar vegna makrílgengdar. - shá Makrílveiðar: Hlutfall makríls í afla hækkað EVRÓPUMÁL Ísland á fram undan nýtt þorskastríð, sem að þessu sinni verður háð í fundarsöl- um í Brussel en ekki á hafi úti, segir í grein í skoska dagblaðinu The Inverness Courier. Skoskir sjómenn og útgerðarmenn, sem lengi hafa haft horn í síðu fisk- veiðistefnu ESB, ætla að fylgjast grannt með því hvernig Íslend- ingum reiðir af í aðildarviðræð- um við ESB um sjávarútvegsmál. Struan Stevenson, þingmaður Skoska íhaldsflokksins, segir í blaðinu að gefi ESB Íslandi eitt- hvað eftir frá sameiginlegu fisk- veiðistefnunni muni Skotar krefj- ast sambærilegra tilslakana fyrir sinn sjávarútveg. Skosk yfirvöld hafa ítrekað sagt að eðlilegra sé að stjórn fiskveiða sé í þeirra höndum. - shá Skotar horfa til Íslands: Nýtt þorskastríð háð í Brussel LÖGREGLUMÁL Þrír voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á mótum Reykjavíkurvegar og Álftanesvegar í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gær. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll og rúta skullu saman. Klippa þurfti tvo út úr bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild með áverka. Sá þriðji var fluttur til skoðunar, en enginn var talinn mikið slasaður þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Loka þurfti Reykjavíkurvegi í nokkurn tíma vegna slyssins og sköpuðust einhverjar umferðar- tafir vegna þess. - þeb Árekstur í Hafnarfirði: Flytja þurfti þrjá á slysadeild LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Blöndu- ósi fann á þriðja hundrað kanna- bisplöntur við húsleit á sveitabæ í nágrenni bæjarins á fimmtudags- kvöld. Einn maður var á bænum þegar lögregla mætti á staðinn. Maðurinn var að vökva plönt- urnar og viðurkenndi hann aðild sína. Lögreglan hefur haft bæinn til rannsóknar um nokkurt skeið, og notið aðstoðar af höfuðborgar- svæðinu og frá Akureyri. Rækt- unin var mjög fullkomin og að mestu leyti sjálfvirk, svo ekki þurfti að koma á bæinn nema á nokkurra daga fresti. - þeb Lögreglan á Blönduósi: Mikil kannabis- rækt á sveitabæ VIÐSKIPTI Sigurjón Árnason, fyrr- verandi forstjóri Landsbankans, telur að ekki hafi verið ríkis- ábyrgð á Ice save- reikningum Landsbankans með þeim hætti sem nú hefur verið sam- þykkt. Alþingi sam- þykkti í dag ríkis ábyrð vegna Icesave- reikninga Landsbankans, en deilt hefur verið um það hvort laga- leg ábyrgð hvíli á íslenska ríkinu vegna reikninganna. Sigurjón, annar fyrrverandi forstjóra Landsbankans, fór fyrir bankanum þegar Icesave-reikn- ingarnir voru settir á stofn og fram að hruni. - sm Sigurjón um Icesave: Það var engin ríkisábyrgð SIGURJÓN ÁRNASON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.