Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 74
46 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Eftir smávangaveltur um hvaða
tískuæði gripi Íslendinga í vetur tók
ég næstum hopp af gleði þegar sann-
leikurinn rann upp fyrir mér. Haust-
ið og veturinn 2009 verður rokkabillí-
veturinn mikli. Ótrúlegt en satt, og
óháð almennum tískubylgjum erlend-
is, hafa landar minir tekið við sér og
gripið á lofti tískuna sem hefur snigl-
ast meðfram jaðrinum síðustu fimm-
tíu ár. Allt í einu eru að spretta upp
tvist-kvöld, rokkabillíkvöld og meira
að segja rokkabillíbúðir í höfuðborg-
inni! Hvílík helber snilld. Ég varð
að vísu fyrir vægum vonbrigðum
á rokkabillíkvöldi á bar um daginn
þegar plötusnúðar spiluðu aðallega
Elvis og Buddy Holly en fyrir mér er
slíkt bara klassískt rokk. Rokkabillí
er að vísu tónlist sem fyrst kom fram
á sjónarsviðið á sjötta áratugnum en
hún var svo endur vakin undir lok átt-
unda og byrjun níunda áratugarins
þegar Alan Vega og Stray Cats meðal
annars byrjuðu að spila hana. Slíkt
kallaðist „Rockabilly revival“ og er enn í fullum gangi.
Nú, en fyrst rokkabillí- og tvistkvöld virðast ætla að verða gífur-
lega vinsæl á næstu mánuðum er eins gott að vera með lúkkið nokkurn
veginn á hreinu. Klassíska rokkabillídressið fyrir stúlkur er auðvit-
að víðu pilsin, rauður varalitur og hár í háu tagli. Fallegir „pin-up“-
kjólar, köflóttar þröngar kúrekaskyrtur og blóm í hárið virka líka.
Töffaralegra rokkabillí er þó klárlega að fara í svartan mótorhjóla-
leðurjakka,gallabuxur, támjóa skó og jafnvel svala túperaða hár-
greiðslu við rauðar varir og svört Ray Ban-gleraugu. Svo er bara að
skella laginu Jukebox Babe á fóninn og vera alltaf hress.
Tvist, rokk og ról
ROKKABILLÍ PIN-UP Bernie Dexter var
pottþétt alltaf hress. JEAN-PAUL GAULTIER HEIÐRAR STJÖRNUR HVÍTA TJALDSINS
HIN GULLNU ÁR HOLLY-
WOOD-STJARNANNA
Franski snillingurinn Jean-Paul Gaultier sótti innblástur til frægra
kvikmyndastjarna fyrr á tímum þegar hann skapaði glæsilega línu
fyrir haust og vetur 2009. Stjörnur eins og Brigitte Bardot og Mar-
lene Dietrich voru honum ofarlega í huga og tókst honum að endur-
skapa glys og glamúr þann sem einkenndi kynbombur fyrri áratuga.
Fatnaður inn einkenndist af síðum aðsniðnum kjólum, glæsilegum
kápum og gylltum áherslum. Einnig voru hárgreiðslur og förðun ein-
staklega vel útfærð en slíkum stíl má ná með því að nota Carmen-rúll-
ur og rauðan varalit. - amb
GALA
Síður
svartur
kjóll með
klauf með
hvítri
chiffon-slá
yfir.
KVENLEGT
Dásamlega
vel sniðinn
svartur
kjóll.
GYLLTUR GLAMÚR
Stuttur kjóll við
gráar sokkabuxur og
loðfeld.
TÖFF Grár
stuttur
samfest-
ingur við
sokkabux-
ur.
GLÆSILEGT Svört
kapa með hvítri
bryddingu við
víðar flauelsbuxur.
SILFUR
Sexý sam-
festingur
úr skínandi
silfurefni.
DRAMATÍSKT
Kjóll og legg-
ings úr málmi
sem minna á
kvikmynda-
búning.
> TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR
Nýr KronKron-diskur Mixdiskur númer þrjú í Smirnoff/
KronKron-röðinni kemur út í dag en að þessu sinni er
stefnan tekin á tónlist frá New York. Það eru plötusnúð-
arnir B-Ruff og Gísli Galdur sem standa fyrir herlegheit-
unum en í tilefni alls þessa er partí í KronKron í kvöld
sem síðar færist yfir á Prikið.
Frankenstein er kominn í kilju!
Sígild saga sem allir kannast við en
fáir þekkja – menntamaðurinn skapar
skrímsli en afneitar síðan listaverki
sínu með hryllilegum afleiðingum.
Húðlínuna frá Bobbi Brown
sem er einföld og einstak-
lega árangursrík. Fæst í
Smáralind og Kringlunni.
Nýja
maskarann
frá Helenu
Rubinstein
sem gerir
augun
virkilega
kisulóru-
leg.
Æðislegt sólarpúð-
ur með glimmeri
til að viðhalda
frískleika
sumarsins frá
Mac.