Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 4
4 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Akureyrarvaka hófst í gær, föstudag,
en ekki á fimmtudag eins og ranglega
var sagt í Fréttablaðinu.
Rétt er að taka fram vegna fréttar í
Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag
um að tekið væri á biðlista fyrir
vorönn Hússtjórnarskólans, að ekki er
kominn biðlisti fyrir vorönn. Biðlistinn
er fyrir haustönn sem hafin er.
LEIÐRÉTTINGAR
ALÞINGI Frumvarp fjármálaráð-
herra um ríkisábyrgð lána vegna
Icesave-samninganna við Breta
og Hollendinga var samþykkt á
Alþingi í gær með atkvæðum þing-
manna stjórnarflokkanna.
Stjórnarandstæðingar voru
ýmist á móti eða sátu hjá. Einn
var fjarstaddur. Þingmenn
Framsóknar flokksins, níu að tölu,
greiddu atkvæði gegn frumvarp-
inu. Það gerðu líka Þráinn Bertels-
son, þingmaður utan flokka, þing-
konur Borgarahreyfingarinnar,
þær Birgitta Jónsdóttir og Mar-
grét Tryggvadóttir og tveir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, Árni
Johnsen og Birgir Ármannsson.
Aðrir Sjálfstæðisflokksþing-
menn sátu hjá, sem og Þór Saari,
Borgarahreyfingunni.
Sjá lfstæðismenn greiddu
almennt atkvæði með þeim breyt-
ingatillögum sem meirihluti fjár-
laganefndar gerði við frumvarp-
ið. Með því lýstu þeir stuðningi við
breytingarnar – enda áttu þeir þátt
í þeim – en á hinn bóginn vísuðu
þeir ábyrgð á málinu í heild á ríkis-
stjórnina og sátu því hjá við loka-
afgreiðsluna.
Ráðherrar og stjórnarþingmenn
kölluðu alla tíð eftir breiðri pólit-
ískri samstöðu um málið enda
töldu þeir það styrkja málstað
Íslendinga. Með hjásetu þorra
sjálfstæðis manna og andstöðu eða
hjásetu Borgarahreyfingarþing-
manna urðu þær vonir að engu.
Næst á dagskrá ríkisstjórnar-
innar er að kynna Bretum og Hol-
lendingum nýju lögin með form-
legum hætti og sannfæra þá um að
skynsamlegt sé að fallast á fyrir-
vara þingsins.
bjorn@frettabladid.is / sjá síðu 14
Von stjórnarliða um
breiða samstöðu brást
Icesave-málið var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna. Stjórnvöld taka
upp viðræður við Breta og Hollendinga um framhaldið. Þingi var frestað í gær.
NIÐURSTAÐAN LJÓS Margvísleg svipbrigði mátti sjá á andlitum þingmanna eftir
Icesave-atkvæðagreiðsluna. Þingi hefur verið frestað til 1. október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UTANRÍKISMÁL Breskir og hollensk-
ir fjölmiðlar bregðast af varfærni
við samþykkt Alþingis á ríkis-
ábyrgð vegna Icesave-samnings-
ins. Því er fagnað að Íslendingar
hafi samþykkt að greiða skuldina,
en bent er á þá óvissu sem fylgi
skilyrðum Alþingis.
Í breskum fjölmiðlum er vitn-
að í yfirlýsingu breska fjármála-
ráðuneytisins, þar sem segir:
„Eins og búast má við mun Bret-
land skoða vandlega öll skilyrði
sem sett eru á lánið og ganga
úr skugga um að þau séu sann-
gjörn.“
Talsmaður ráðuneytisins
segir þó að samþykki Alþingis
sé „mikilvægt og jákvætt skref
fram á við“.
Talsmaður hollenska fjár-
málaráðuneytisins segir einnig
að samþykki Alþingis sé „mjög
jákvætt“, en hollensk stjórnvöld
ætli nú að ræða skilyrðin við
íslensk stjórnvöld.
Bæði breskir og hollenskir fjöl-
miðlar vitna í orð Jóhönnu Sig-
urðardóttur um að ríkis ábyrgð
Icesave samningsins sé „stærsta
fjármálaskuldbinding sem
íslenska ríkið hefur nokkru sinni
tekið á sig“.
„Ísland lætur undan“ er fyrir-
sögn viðskiptafréttamiðilsins
Forbes, þar sem segir að með
samþykkt ríkisábyrgðarinnar sé
niðurstaða komin í margra mán-
aða deilur á Íslandi. - gb
Bresk og hollensk stjórnvöld fagna Icesave-ábyrgð Alþingis:
Næst er að skoða skilyrðin
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
29°
19°
22°
15°
15°
20°
21°
20°
17°
18°
28°
22°
27°
33°
15°
22°
33°
18°
10
8
8
8
8
10
11
12
16
13
6
8
10
8
10
5
6
8
10
4
8
8
Á MORGUN
8-15 norðvestan og vestan
til, annars 5-8 m/s.
MÁNUDAGUR
8-13 m/s.
13
6
8
9
12 10 10
6
8
8
BJART SYÐRA
Framan af degi verður
fremur stíf norðan átt,
8-13 m/s, hvassast
norðvestan og vestan
til. Lægir víðast smám
saman í dag en bætir
heldur í vind austast á
landinu með kvöldinu.
Þurrt sunnan og vestan
til með nokkuð björtu
veðri á sunnanverðu
landinu. Norðanlands
verður rigning lengst
af í dag en norðan til
á Vestfjörðum og á
austanverðu landinu
verður úrkomulítið.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
DARLING OG BROWN Fjármála- og
forsætisráðherra Bretlands þurfa nú að
skoða fyrirvara Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞÝSKALAND, AP Verona Becker,
fyrrverandi liðsmaður í Rauðu
herdeildinni, hryðjuverka-
samtökum vinstri róttæklinga
jafnan kenndum við Baader og
Meinhof, var handtekin í Þýska-
landi á fimmtudag, tuttugu
árum eftir að forseti landsins
náðaði hana.
Fundist hafa nýjar sannanir,
byggðar á greiningu erfðaefn-
is, sem tengja hana við mannrán
og manndráp sem átti sér stað
7. apríl 1977. Samtökin rændu
þá saksóknaranum Siegfried
Buback, og fóru leikar þannig að
Buback var myrtur.
Becker var handtekin stuttu
eftir morðið, en ekki voru nægar
sannanir gegn henni þá. Hún
hlaut hins vegar dóm þá fyrir
aðrar sakir. - gb
Liðskona RAF-samtakanna:
Handtekin á ný
í Þýskalandi
VERENA BECKER Náðuð fyrir tuttugu
árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNSÝSLA Valnefnd hefur lagt
til að séra Jóna Kristín Þorvalds-
dóttir, bæjar-
stjóri í Grinda-
vík, verði
skipuð sóknar-
prestur í Kol-
freyjustaðar-
prestakalli.
Jóna Kristín
hefur verið
bæjarstjóri
í Grindavík
frá því í júlí í
fyrra. Hún mun sinna starfinu
áfram næstu mánuði.
Þrír umsækjendur voru um
embættið en einn þeirra dró
umsókn sína til baka.
Biskup Íslands skipar í emb-
ættið til fimm ára að fenginni
umsögn valnefndar. Níu manns
úr prestakallinu voru í valnefnd-
inni ásamt prófasti Austfjarða-
prófastdæmis. - þeb
Kolfreyjustaðarprestakall:
Bæjarstjóri verði
sóknarprestur
JÓNA KRISTÍN
ÞORVALDSDÓTTIR
SJÁVARÚTVEGUR Kvótakerfi með
framseljanlegum aflaheimildum
er lykillinn að árangursríkri fisk-
veiðistjórnun, segir Gordon R.
Munro, hagfræðiprófessor við
háskólann í Bresku Kolumbíu.
Við upptöku þess fyrirkomulags
við stjórnun fiskveiða fyrir
rúmum áratug urðu alger
umskipti til hins betra í útgerð
í Bresku Kolumbíu í Kanada.
Sjávar útvegur í fylkinu var þá
nánast kominn í þrot. Frá þessu
er sagt á heimasíðu LÍÚ.
Þessa skoðun setti Munro fram
á ráðstefnu um skilvirka fiskveiði-
stjórnun sem hófst í Reykjavík
í gær. Ráðstefnan er haldin af
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
fyrir hönd sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytisins. - shá
Sjávarútvegsmál í Kanada:
Forðuðu hruni
með kvótakerfi
SJÁVARÚTVEGSMÁL Mjög rólegt
var yfir veiðum erlendra skipa í
íslenskri lögsögu í júlímánuði. Tvö
færeysk skip voru á línuveiðum
og var heildaraflinn rúmlega 102
tonn. Þorskaflinn var aðeins rúm-
lega fjögur tonn. Enn fremur til-
kynntu færeysk skip um 170 tonna
síldarafla úr lögsögunni.
Botnfiskafli færeyskra skipa í
lögsögunni fyrstu sjö mánuði árs-
ins er kominn upp í 1.697 tonn,
sem er nokkuð minni afli en á
sama tíma í fyrra þegar hann var
2.296 tonn. Færeysk skip hafa nú
nýtt tæplega 33 prósent af þeim
aflaheimildum sem þau hafa til
ráðstöfunar í botnfiski. - shá
Veiði á Íslandsmiðum:
Lítil veiði
erlendra skipa
GENGIÐ 28.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
233,4429
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,46 126,06
204,75 205,75
180,02 181,02
24,181 24,323
20,864 20,986
17,72 17,824
1,3354 1,3432
196,09 197,25
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR