Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 70
42 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
kl. 21 í Batteríinu
Hafnarstræti 1.
Rándýr eftir breska leikskáldið
Simon Bowen í leikstjórn Heiðars
Sumarliðasonar. Verkið fjallar um
átta manneskjur í mismunandi þrep-
um góðærisstigans, sem eiga þó
allar sameiginlegt að vilja meira.
Meiri peninga, meiri virðingu, meiri
ást. En einhvers staðar mun þó
bólan springa og allt hlýtur að enda
með ósköpum. Á dagskrá artFart.
> Ekki missa af
Sýningunni um tvær af okkar
mikilvirkustu myndlistar-
konum um miðja síðustu
öld, þær Nínu Tryggvadóttur
og Louisu Matthíasdóttur
á Kjarvalsstöðum. Henni
lýkur á sunnudag. Feikilega
góð aðsókn hefur verið að
sýningunni en ásamt verkum
Nínu og Louisu er þar að
finna verk eftir samtímamenn
þeirra í New York. Sýningar-
stjóri er Hrafnhildur Schram.
Myndir af látnum börnum eru daglegur við-
burður í vestrænum fjölmiðlum. Hungur, stríð,
og slys tortíma þeim langt fyrir aldur fram. Nú
stendur yfir í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við
ASSITEJ, samtök barnaleikhúsa, námskeið þar
sem tekist er á við hvernig leikhúsið megni
að ræða dauðann við börnin okkar. Verkefni
leikhúslistafólksins verður að kanna hvernig
leikhúsið getur á áhrifaríkan og „lifandi“ hátt
tekist á við þetta erfiða viðfangsefni. Leikstjórar,
leikarar og leikskáld frá Finnlandi, Spáni, Svíþjóð
og Íslandi sem eiga það sameiginlegt að trúa á
uppeldislegan og listrænan mátt leikhússins til
að takast á við jafnvel allra erfiðustu viðfangs-
efni. Allt þekkt fólk í sínu landi af störfum sínum
í barnaleikhúsi. Alþjóðleg vinnusmiðju á vegum
ASSITEJ í Venesúela í fyrra um tabú í leikhúsi
var hvatinn að vinnusmiðjunni í Þjóðleikhúsinu
nú. Íslensku þátttakendurnir eru reynsluboltar
úr íslensku barna- og unglingaleikhúsi. Fimm og
tíu ára börn frá Grunnskóla Hjallastefnunnar og
Vesturbæjarskóla verða þátttakendur í verkefn-
inu og gegna hlutverki rýnihópa og álitsgjafa.
Börnin og dauðinn mætast
LEIKLIST Börn á námskeiði um dauðann
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kvikmyndin The Amazing Truth
About Queen Raquela hefur hlot-
ið tilnefningu í ár til Kvikmynda-
verðlauna Norðurlandaráðs. Leik-
stjóri og handritshöfundur er Ólafur
Jóhannesson, meðhöfundur er Stef-
an Schaefer og framleiðendur eru
þeir Ólafur og Stefan ásamt Helga
Sverrissyni og Arleen Cuevas. Alls
eru fimm myndir tilnefndar, ein frá
hverju Norðurlandi, og eru sigur-
verðlaunin 350.000 danskar krónur
(um 8,7 milljónir íslenskra króna),
sem skiptast á milli leikstjóra, hand-
ritshöfunda og framleiðenda.
Sjón og varamaður hans, Sif
Gunnarsdóttir, sitja í dómnefnd-
inni: Þau segja í umsögn um mynd-
ina: „The Amazing Truth About
Queen Raquela er hrífandi og ögr-
andi kvikmynd sem segir sögu titil-
persónunnar, stelpustráks frá Fil-
ippseyjum. Á hógværan máta er
áhorfandanum boðið inn í veröld
Raquelu án fordóma, en þó ekki án
þeirrar forvitni sem lífshættir henn-
ar hljóta að vekja. Með því að má út
mörk heimildarmyndar og leikinn-
ar myndar hefur leikstjórinn, Ólaf-
ur de Fleur Jóhannesson, fundið leið
til þess að taka mannlega afstöðu til
harðneskjulegs raunveruleika sögu-
persónunnar um leið og hann nýtur
þess að vinna með alla frásagnar-
möguleika „góðrar sögu“. Hvort sem
Raquela er að selja sig á götunni eða
framan við vefmyndavélina til sið-
lauss fjölskylduföður/klámkóngs í
New York, eða sóla sig á ströndinni
og versla með vinkonunum, minnir
raunsæ og vonglöð afstaða Drottn-
ingarinnar til lífsins okkur á, að það
er ekki okkar að dæma hvort líf ann-
arra er þess virði að lifa því.“
Þær fjórar myndir sem eru að
auki tilnefndar eru:
Frá Danmörku, Andkristur
(Anti christ), leikstjóri og handrits-
höfundur Lars von Trier og fram-
leiðandi Meta Louise Foldager
(Zentropa).
Frá Finnlandi, Sána (Sauna), leik-
stjóri AJ Annila, handritshöfund-
ur Iiro Küttner, og framleiðendur
Tero Kaukomaa og Jesse Fryckman
(Solar films).
Frá Noregi, Norður (Nord), leik-
stjóri Rune Denstad Langlo, hand-
ritshöfundur Erlend Loe og fram-
leiðandi Sigve Endresen (Motlys).
Frá Svíþjóð, Ljósár (Ljusår), leik-
stjóri og handritshöfundur Mikael
Kristersson og framleiðandi Lisbet
Gabrielsson (Lisbet Gabrielsson
Film AB).
Græna ljósið sýnir allar mynd-
irnar fimm 11.-13. september í
Háskólabíói og þær verða sýndar
í öllum höfuðborgum Norðurland-
anna á næstu vikum. Almenningi
gefst þar með í fyrsta skipti tæki-
færi til að sjá allar þær myndir sem
hljóta tilnefningu í ár.
- pbb
Raquela tilnefnd
Þær eru ekki margar sinfóníu-
hljómsveitirnar sem starfa í land-
inu. Tvær þeirra eru skipaðar
atvinnumönnum, tvær áhugafólki,
önnur ungum hljóðfæraleikurum
og hin fullnuma tónlistarfólki sem
starfar sem áhugamenn. Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna var stofn-
uð 1990 og hefur starfað óslitið
síðan. Hljómsveitina skipa að jafn-
aði fjörutíu til sextíu manns. Hún
starfar frá september og fram í
maí ár hvert.
Nú er nýtt starfsár að hefjast í
þessum hóp. Á þriðjudagskvöldið
verður fyrsta æfing nýs starfsárs.
Hljómsveitin mun nú sem fyrr tak-
ast á við mörg helstu verk tónbók-
menntanna og halda minnst fimm
tónleika á starfsárinu.
Fyrstu tónleikar verða 18.
október og eru þeir framlag sveitar-
innar til Heimsgöngu í þágu frið-
ar og tilveru án ofbeldis. Þá verða
frumflutt tvö verk eftir Oliver
Kentish og kynntir tveir ungir og
upprennandi einleikarar, Baldvin
Oddsson og Magnús Pálsson. Einn-
ig verður flutt Sinfónía nr. 9 eftir
Dvorák, „Frá nýja heiminum“.
Á aðventunni gengur hljómsveit-
in til samstarfs við kór Neskirkju
og flytur Messías eftir Händel.
Eftir áramót verða þrennir tón-
leikar og leikin verk eftir Haydn,
Samuel Barber, Bach, Mozart,
Mendelssohn, Dvorák og Brahms,
meðal annarra. Einnig verður
leikinn konsert fyrir pákur eftir
átjándu aldar tónskáldið Georg
Druschetzky, og verður það í
fyrsta sinn sem þetta verk er flutt
hér á landi. Einleikari verður
Frank Aarnink.
Gunnar Kvaran sellóleikari mun
leika einleik með hljómsveitinni í
maí og Michael Clarke verður ein-
söngvari á tónleikum í mars. Aðal-
hljómsveitarstjóri sveitarinnar er
Oliver Kentish.
Æfingar eru eitt kvöld í hverri
viku, á þriðjudagskvöldum frá
hálfátta til tíu, og fara fram í Sel-
tjarnarneskirkju. Hljómsveitin
getur bætt við sig hljóðfæraleik-
urum, einkum í strengjadeildum.
Þeir sem áhuga hafa geta haft
samband við stjórnandann, Oliver
Kentish, eða einfaldlega mætt á
æfingu og athugað málið á þriðju-
dagskvöld. - pbb
Sinfónískir áhugamenn
TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
er að hefja æfingar og hana vantar
strengjaleikara. MYND/SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
KVIKMYNDIR Queen Raquela og Ólafur
Jóhannesson.
Í gær var ný samsýning
opnuð í Hafnarborg helguð
hafinu í myndlist. Sýningin
nýtur stuðnings Hafnar-
fjarðarhafnar sem nú fagn-
ar 100 ára afmæli sínu.
Lífróður – Föðurland vort hálft er
hafið, kalla sýningarstjórarnir safn-
ið en þar eru verk eftir tæplega
þrjátíu listamenn sem endurspegla
hafið á ýmsan hátt. Mörg verkanna
eru ný, sum hafa ekki áður verið
sýnd hérlendis en flest eru þau frá
síðustu tíu árum. Hér er á ferðinni
áhugaverður hópur listamanna á
ýmsum aldri og undrar ókunnugan
hversu margir listamenn af yngstu
kynslóðinni kjósa hafið sem efnivið.
Sýningarstjórar eru þau Dorothée
Kirch og Markús Þór Andrésson.
Í tengslum við sýninguna standa
Þjóðfræðistofa og Kvikmyndasafn
Íslands að málþingi og kvikmynda-
sýningum sem tengjast efninu.
Verður kvikmyndadagskráin sam-
sett af kvikmyndum sem tengjast
sjósókn og hafinu en þær verða í
Bæjarbíói: sjá www.kvikmynda-
safn.is. Kveikja sýningarinnar var
sú sjálfsmynd sem birtist í orðræðu
Íslendinga í kjölfar efnahagshruns-
ins síðastliðið haust þegar mynd-
líkingar sem tengdust hafinu urðu
áberandi. Gripið er til myndlíkinga
úr sjómannamáli þegar eitthvað
bjátar á og aðstæður verða óvæntar
og illskiljanlegar. Heiti sýningarinn-
ar, Lífróður, vísar orðrétt til hafs og
sjómennsku en nú á tímum er hug-
takið fyrst og fremst notað í yfir-
færðri merkingu í daglegu máli. Tit-
illinn Föðurland vort hálft er hafið
er sóttur í sálm Jóns Magnússonar
(1896-1944).
pbb@frettabladid.is
Föðurland vort hafið
MYNDLIST Áhöfn eftir Hrafnkel Sigurðs-
son er eitt verkanna á sýningu sem
helguð er hafinu í Hafnarborg.
MYND/HAFNARBORG/HRAFNKELL SIGURÐSSON
í Hafnarfjarðarleikhúsinu
miðasala á midi.is eða í síma: 555 2222
ég og vinir mínir
PBB, Fréttablaðið
“Ekki missa af þessari fegurð”
ÞES, Víðsjá
“Stunning, Powerful, Arousing”
CF, Grapevine
Tryggið ykkur miða í tíma, allt seldist upp í vor
5.sept kl.16 (English-LÓKAL Theater Festival)
10.sept kl.21 fimmtudagur
11.sept kl.21 föstudagur
18.sept kl.21 fimmtudagur
19.sept kl.21 föstudagur
Aðeins þessar sýningar!
Örfáar aukasýningar í september
9 grímutilnefningar
ro
sa
ro
sa
.o
rg