Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 12
12 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
STJÓRNSÝSLA Ellefu sóttu um stöð-
ur þriggja sérstakra saksóknara
sem ætlað er að starfa við hlið
Ólafs Þórs Haukssonar við rann-
sóknina á bankahruninu.
Umsækjendurnir eru:
1. Alda Hrönn Jóhannsdóttir,
aðallögfræðingur og staðgeng-
ill lögreglustjórans á Suður-
nesjum.
2. Arnþrúður Þórarinsdóttir,
aðstoðarsaksóknari hjá lög-
reglustjóranum á höfuðborgar-
svæðinu.
3. Björn Þorvaldsson, saksóknari
hjá ríkissaksóknara.
4. Eyjólfur Ármannsson, sak-
sóknarfulltrúi hjá efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra.
5. Guðfinna Jóhanna Guðmunds-
dóttir héraðsdómslögmaður.
6. Guðmundur Kristjánsson
hæstaréttarlögmaður.
7. Hólmsteinn Gauti Sigurðs-
son, lögfræðingur yfirstjórn-
ar LRH og aðstoðarsaksóknari
embættis sérstaks saksóknara.
8. Hulda María Stefánsdóttir,
fulltrúi ríkissaksóknara.
9. Jón Magnússon, hæstaréttar-
lögmaður og fyrrverandi
alþingismaður.
10. Kristín Björg Pétursdóttir hér-
aðsdómslögmaður.
11. Ragnheiður Jónsdóttir lög-
fræðingur.
Saksóknurum fjölgar:
Ellefu sóttu um
stöðurnar þrjár
ELDUR Í GILI Skógareldur blossaði
upp í gili rétt fyrir utan Los Angeles
í vikunni, þar sem veður hefur verið
þurrt og kyrrt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL „Þetta er hið furðu-
legasta mál,“ segir Tinna Þor-
valdsdóttir, sumarbústaðar eigandi
í Grímsnesi, um dularfullan
þjófnað á gluggum og hurðum úr
bústaðnum. Svo virðist sem ein-
hver hafi fengið fagmenn til að
fjarlægja úr húsinu tvær hurðir og
þrjá glugga, bæði gler og karma,
og flytja á brott með sér. Tjón-
ið nemur hundruðum þúsunda
króna.
Tinna og maðurinn hennar tóku
bústaðinn nýverið upp í söluverð
á íbúð sinni og hugðust reyna
að selja hann sem fyrst. Hann
var þá fokheldur og hafði staðið
auður svo mánuðum skipti. Þegar
hugsan legir kaupendur fóru að
skoða bústaðinn í vikunni kom-
ust þeir að því bústaðurinn var
alls ekki fokheldur – í hann vant-
aði allar útihurðir og þrjá glugga
þar að auki.
Tinna og maður hennar hafa
haft samband við alla sem eitt-
hvað kynnu að vita um málið –
fyrrverandi eigendur, iðnaðar-
menn, þann sem flutti húsið inn
og fasteignasala – án árangurs.
„Ýmislegt dettur manni í hug, en
ekki að einhver taki bara bústað-
inn í burtu í bitum,“ segir Tinna.
Augljóst sé að fagmenn hafi verið
að verki. Allur frágangur sé góður
og gluggarnir hafi greinilega ekki
verið rifnir úr með offorsi. Þá séu
sumar einingarnar sem hurfu
gríðarstórar og margra manna
tak, til dæmis sé svalahurðin 320
sinnum 220 sentimetrar. Mikið
farartæki hafi þurft til að koma
varningnum af vettvangi.
Hjónin hafa kært hvarfið til lög-
reglu. Tinna biðlar til þeirra sem
kunna að vita um afdrif húshlut-
anna að gefa sig fram og segist
jafnvel tilbúin til að borga fund-
arlaun. stigur@frettabladid.is
Stálu gluggum og
hurðum úr bústað
Bíræfnir þjófar stálu þremur gluggum og tveimur hurðum úr fokheldum sumar-
bústað í Grímsnesi. Talið er að tjónið nemi hundruðum þúsunda króna.
FYRIR Inn um þennan glugga má sjá svalahurðuna sem hvarf,
og glugga á móti, sem einnig var tekinn.
EFTIR Þar sem svalahurðin var áður er nú ekkert nema plast-
dúkur.
SUMARBÚSTAÐURINN Eigendurnir hafa kært þjófnaðinn til lögeglu.
ASKUR ANDVAR I ANDVAR I
Andar vel. Vindheldur og vatnsfráhrindandi. Handþrjónuð húfa úr 100% Merino ull. Handþrjónuð derhúfa úr 100% Merino ull.
jakki húfa derhúfa
Verð: 3.900 kr. Verð: 4.800 kr.Verð: 13.500 kr.
ALÞINGI Forræði yfir Seðlabanka
Íslands flyst úr forsætisráðuneyt-
inu í viðskiptaráðuneytið hinn 1.
september. Öðlast ráðuneytið um
leið heitið efnahags- og viðskipta-
ráðuneyti. Við það tækifæri flytj-
ast þangað öll verkefni stjórnar-
ráðsins á sviði efnahagsmála sem
nú eru vistuð í öðrum ráðuneyt-
um.
Lög um tilfærslu verkefna innan
stjórnarráðsins voru eitt af loka-
verkefnum sumarþingsins sem
lauk í gær.
Með þeim breytast heiti fjögurra
ráðuneyta. Áður er getið um efna-
hags- og viðskiptaráðuneytið en
jafnframt verða til dómsmála- og
mannréttindaráðuneyti, mennta-
og menningarmálaráðuneyti og
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneyti.
Undir dómsmála- og mann-
réttindaráðuneytið færast fram-
kvæmd sveitarstjórnarkosninga
og neytendamála og Fasteignaskrá
ríkis ins. Hagræði og samræming
er ástæða tilfærslunnar.
Málefni nokkurra hlutafélaga í
eigu ríkisins færast í fjármálaráðu-
neytið, þar á meðal Ríkisútvarpsins.
Þá færast nokkur menningar-
verkefni úr forsætisráðuneytinu í
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið, til dæmis Þjóðmenningar-
húsið og Gljúfrasteinn. - bþs
Ráðuneyti fá ný heiti með tilflutningi verkefna og áherslubreytingum í störfum:
Seðlabankinn undir viðskiptaráðherra
RÁÐHERRAR Verkefni flytjast á milli ráðuneyta á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA