Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 78
50 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Ný tegund af PlayStation 3-tölv- unni kemur út 1. september. Harði diskurinn hefur verið stækkaður úr 80 GB yfir í 120 GB og öll innri hönnun vélarinnar hefur verið tekin í gegn, sem skil- ar sér í léttara og minna umfangi. Miðað við fyrstu útgáfu PlayStat- ion 3-tölvunnar er þessi um það bil 35 prósentum minni og léttari og þar að auki eyðir hún þrjátíu prósentum minna rafmagni. Síðan PS3-tölvan kom út í mars 2007 hafa verið framleiddir fyrir hana rúmlega eitt þúsund leikir og fer sú tala hækkandi með hverjum mánuðinum. Á meðal væntan- legra titla eru Gran Turismo 5, God of War 3 og EyePet. Ný tegund af PlayStation 3 Leikarinn Mickey Rourke kenn- ir sjálfum sér um að hafa verið fjarri sviðsljósinu í rúman ára- tug. „Það er betra að vinna ekki heldur en að vinna og vera á sama tíma öllum gleymdur. Ég var núll og nix í tólf til þrettán ár. Manni líður hryllilega og er ekki lengur við stjórnvölinn,“ sagði Rourke, sem átti frábæra endurkomu í myndinni The Wrestler. Hann segir að hnefa- leikaiðkun sín hafi hjálpað sér að koma undir sig fótunum á nýjan leik. „Íþróttirnar komu mér í rétt hugarástand og fengu mig til að halda áfram og gefast ekki upp. Mér fannst ballið ekki vera búið.“ Hnefaleikar hjálpuðu til Raunveruleikastjarnan Kourtn- ey Kardashian, sem á von á sínu fyrsta barni í desember, segist kvíða því einna mest að þurfa að skipta um bleiur. „Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann skipt um bleiu áður. Ætli ég hafi ekki einhvern tímann hjálpað til með yngri systkini mín, en ég man það ekki. Ég var orðin sextán ára þegar yngstu systur mínar fæddust og hafði um annað að hugsa þá,“ segir stúlkan í við- tali við sjónvarpsstöðina E!. Hún þarf þó ekki að óttast því að að hennar sögn þá er systir hennar, Khloé Kardashian, mjög lagin við börn. „Khloé kann þetta allt. Hún kann að halda á börnum og leika við þau og börn eru mjög hænd að henni. Ég aftur á móti verð mjög stressuð í kringum börn, mér finnst þau svo brothætt.“ Kvíðir bleiu- skiptingum KOURTNEY KARDASHIAN Mjög stressuð í kringum börn. NORDICPHOTOS/GETTY MICKEY ROURKE Leikarinn kennir sjálfum sér um að hafa verið fjarri sviðs- ljósinu í áratug. „Það er skrítið að þetta skuli ekki vera komið fyrr miðað við vinsæld- irnar á þessu leiklistarlistarformi,“ segir Ívar Helgason, söngvari, leik- ari og dansari. Ívar mun sjá um nýja söngleikjadeild innan Söngskólans í Reykjavík í haust í fyrsta sinn og verða áheyrnarprufur haldnar 2. september. „Þegar ég kom heim fyrir tveim- ur árum, eftir að hafa búið úti í sex ár og unnið við söngleiki í Austur- ríki, Þýskalandi, Sviss og Ítalíu, var ég búinn að plana að opna Söng- leikjaskóla Íslands í Hafnafirði. Ég var búinn að vera að vinna að því í samvinnu við Flensborgarskólann, en út af aðstæðum í dag var það bara komið í frystinn. Ég dreif mig í söngkennaranám í Söngskólanum í Reykjavík því ég vildi vera með kennararéttindi og í sumar talaði svo Dagrún Hjartardóttir við mig fyrir hönd Garðars Cortes því þau sáu sér tækifæri til að bæta við námsframboð skólans,“ útskýrir Ívar. Söngleikjadeildin miðast við framhaldsskólaaldur. „Við erum náttúrlega bara að koma þessu af stað, en við stefnum á að þetta verði fjögurra ára nám með við- tækum efnistökum. Það eru engin skilyrði um fyrra nám eða reynslu, en við biðjum fólk að undirbúa eitt til tvö lög til flutnings í áheyrnar- prufunum og svo verðum við með smá hreyfingar þar sem allir dansa saman.“ Áhugasamir geta skráð sig í gegnum heimasíðuna songskolinn. is. - ag Stofnar nýja söngleikjadeild SÖNGUR, DANS OG LEIKLIST Ívar mun sjá um söngleikjadeildina í Söngskól- anum, en ásamt honum hafa Kjartan Valdemarsson tónlistarstjóri, Sibylle Köll danshöfundur og Dagrún Hjartardóttir umsjón með söngkennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Næsta plata söngkonunnar Avril Lavigne, sem kemur út í nóvem- ber, verður nokkuð öðruvísi en hennar síðustu verk. Lavigne leitaði inn á við til að finna rétta hljóminn, hrátt rokk verður í fyrir rúmi, knúið áfram af kassa- gítarspili. Beint framhald af smá- skífulagi hennar Girlfriend frá árinu 2004 er ekki inni í mynd- inni. „Þessi plata snýst um lífið sjálft,“ sagði Lavigne í viðtali við Rolling Stone. „Það er auð- velt fyrir mig að semja popplag sem fjallar um að lemja stráka en að syngja á hreinskilinn hátt um eitthvað sem ég hef sjálf lent í, er allt annað mál.“ Hreinskilin á nýrri plötu Nýtt í Skífunni! Laugavegi · Kringlunni www.skifan.is Tónlist DVD Ný Playstation 3 • Minni • Léttari • Stærra geymslurými • Lægra verð • 120GB harður diskur • Spilar Blu-ray mestu mögulegu mynd- og hljóðgæði • PS3 kerfisuppfærsla 3.00 Batman Arkham Asylum Kemur þriðjudag inn 1. septem ber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.