Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 24
24 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Í júní lagði Hjördís Svan Aðalheiðar- dóttir af stað með börnin sín fjögur og tvo ketti með flugi til Danmerkur. Þar hafði eiginmaður hennar, Kim Gram Laursen, beðið fjölskyldunn- ar í hálft ár. „Kim var að vinna í fjarvinnu sem tölvunarfræðingur hjá Kaupþingi en missti vinnuna þar í október. Þar sem við vorum búsett á Höfn voru möguleikarnir minni en í Reykjavík fyrir hann. Það kom því eiginlega ekki annað til greina fyrir hann en að fara út og leita að nýrri vinnu þar,“ segir Hjördís. Kim er danskur og átti því auðvelt með að finna sér vinnu í Danmörku. Hann var kominn með góða vinnu hjá leikfangaframleiðandanum Lego strax í janúar. Hjördís og Kim eiga fjögur börn, Sólon Svan, tólf ára; Emmu Sóldísi, fimm ára; Matildu Sóldísi, þriggja ára, og Míu Sóldísi, tveggja ára. Fjölskyldan býr nú í smábænum Egtved, sem er rétt fyrir utan Vejle á Jótlandi. „Við kunnum mjög vel við okkur hérna. Sólon er byrjaður í skólanum og eldri stelpurnar tvær eru byrjaður á leikskóla. Svo skúra ég í banka, eldsnemma á morgnana áður en allir vakna, og er svo heima með yngstu stelpuna. Ég stefni á að vera með hana heima til áramóta, þegar hún má byrja í leikskóla. Þá ætla ég að byrja í hjúkrunarfræði í Háskólanum í Vejle.“ Þrátt fyrir að fjölskyldunni gangi allt í haginn viðurkennir Hjördís að það sé nokkuð flókið púsluspil fyrir móður að láta öllum í svo stórri fjölskyldu líða vel í kjölfar flutning- anna. „Það er auðvitað erfitt að fara frá fjölskyldunni og rífa börnin upp með rótum, sérstaklega hann Sólon, af því hann er á viðkvæmum aldri. En við höfum svo sem prófað þetta áður því við bjuggum áður í Danmörku og í Englandi í eitt ár. En við fluttum hins vegar heim árið 2006, keyptum okkur hús á Höfn og sáum fyrir okkur að setjast þar að til frambúðar. En við náðum sem betur fer að selja það hús. Svo við getum talist heppin.“ Í sumarbyrjun fóru handboltamaðurinn Ólafur Haukur Gíslason og eiginkona hans, Margrét Rún Einarsdóttir, að skipuleggja flutninga til útlanda með syni sína tvo, Einar Benedikt og Gísla Baldur, tveggja ára og sex mánaða. Í byrjun ágúst voru þau flutt í Haugasund á vesturströnd Noregs og eru nú bæði komin með atvinnutilboð. Það stóð þó ekki endilega til að flytja frá Íslandi. „Við bjuggum úti í Sviss fyrir nokkrum árum síðan. Við fluttum svo heim fyrir þremur árum og ég skráði mig í BS-nám í viðskiptafræði. Þá stefndum við á að fara fljótlega aftur út en svo kom góðærið mikla og við tókum ákvörðun um að vera heima, enda gott að vera á Íslandi og nóg af tækifærum.“ Þegar hillti undir útskrift hjá Ólafi hafði landslagið hins vegar breyst. „Það leit ekki vel út með vinnu eftir námið, enda fóru örugglega 80 prósent sam- nemenda minna í áframahaldandi nám. Margrét Rún var í fæðingarorlofi. Hún hafði verið að vinna á auglýsingastofu en missti vinnuna í hópuppsögn, svo það leit ekki vel út hjá henni heldur. Maður var í sjokki í nokkra mánuði en svo heyrði ég af áhuga nokkurra erlendra liða á að fá mig til að spila. Mér bauðst líka að fara til Þýskalands, Svíþjóðar og Danmerkur. Á endanum valdi ég Haugasund, enda var hér mesta öryggið.“ Í samningi Ólafs var loforð um að redda bæði honum og Margréti Rún vinnu og við það var staðið. „Ég er búinn að fá vinnu í banka, þar sem ég á að byrja í lok september og Margrétar Rúnar bíður vinna á auglýsingastofu, þegar hún verður búin með fæðingar- orlofið.“ Enga kreppu er í Noregi að sjá, segir Ólafur. „Þeir hafa líka tapað peningum. En munurinn á þeim og okkur er að þeir hafa aðallega tapað peningum sem þeir áttu, ekki peningum sem þeir áttu ekki. Miðað við hvernig fólk lifir lífinu hér er ekki að sjá að kreppan bíti á það.“ Þau Ólafur Haukur og Margrét Rún sjá ekki fyrir sér að koma heim á næstu árum. „Okkur líður mjög vel hérna. Við fengum frábæra íbúð á góðum stað og Norðmenn eru gestrisnir í alla staði. Það var auðvitað heljarinnar ákvörðun og dálítið erfitt að fara frá ömmunum og öfunum. En það þýðir samt ekkert að setja það fyrir sig. Þetta er bara spennandi.“ Með miða aðra leið til útlanda Samanskroppin tækifæri og fyrirsjáanlegt at- vinnuleysi hefur ýtt fjölda fólks úr landi. En kreppan er ekki eina ástæða þess að margir hleypa heimdraganum um þessar mundir. Sumir eru til að mynda á leið í langþráð nám og halda sínu striki, hvað sem fárveikri krónu líður. Hólm- fríður Helga Sigurðardóttir hringdi nokkur milli- landasímtöl í Íslendinga sem höfðu það fínt á Íslandi í fyrra en freista nú gæfunnar í útlöndum. HJÖRDÍS OG FJÖLSKYLDA Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, eiginmaður hennar, Kim Gram Laursen, sonurinn Sólon og dæturnar Emma, Matilda og Mía áttu heima á Höfn í Hornafirði en búa nú í smábænum Egtved á Jótlandi. MYND/ÚR EINKASAFNI GÆFUNNAR FREISTAÐ Í ÚTLÖNDUM Fjölmargir Íslendingar eru á leiðinni út til náms eða starfs. „Nú er rétti tíminn til að mennta sig,“ segir Erla Tryggvadóttir, sem er um þessar mundir að hefja lokaárið í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við Copenhagen Business School. Fyrra árið tók hún við Háskólann í Reykjavík og mun útskrifast þaðan að árinu í CBS loknu. Fyrstu dagarnir við skólann lofa góðu. „Mér líst vel á CBS enda er þetta einn af þeim bestu í Evrópu, mjög nútímalegur og má segja framúrstefnulegur.“ Erla var verkefnastjóri hjá Straumi fjárfestingarbanka á samskipta- og markaðssviði. Starfshlutfall hennar var minnkað í haust og svo missti hún vinnuna í vor. Þær breytingar áttu þó ekki beinan þátt í þeirri ákvörðun hennar að fara út. „Það var hluti af náminu að fara út í skiptinám í eina önn. Ég hefði því alltaf farið, en núna eru áherslurnar aðrar en fyrir ári síðan. Ég verð hér í að minnsta kosti eitt ár og er að bræða með mér hvort ég eigi ekki bara að halda áfram í námi, jafnvel að skella mér í doktorsnám. Núna er rétti tíminn fyrir slíkar ákvarðanir, því á góðæristímum sleppir maður ekki tækifærunum í atvinnulífinu. Það er nauðsynlegt að horfa á jákvæðu hliðarnar. Nú hefur maður tækifæri á að upplifa skemmti- leg námsár erlendis,“ segir Erla. Rétti tíminn til að mennta sig FJÖGUR BÖRN OG TVEIR KETTIR „Við erum að fara í eins árs skipti- nám í japanska háskólanum ICU,“ segir Sveinn Eiríkur Ármannsson, sem er nýlentur í Japan ásamt unnustu sinni, Björk Ellertsdóttur. „Við erum búin að læra japönsku í Háskóla Íslands í tvö ár og ætlum bæði tvö að halda því áfram.“ Ástandið á Íslandi átti ekki beinan þátt í þeirri ákvörðun Sveins Eiríks og Bjarkar að drífa sig til Japans. „Við vorum búin að stefna að þessu í meira en tvö ár. En við erum mjög fegin núna að hafa ekki farið í fyrra, þegar þetta hefði allt saman komið í bakið á okkur.“ Að skiptináminu loknu þurfa Sveinn Eiríkur og Björk að koma aftur til Íslands og skrifa BA-ritgerð sína við HÍ. Að því loknu vonast þau eftir að komast aftur út í frekara nám. „Auðvitað fer það þó eftir ýmsu, meðal annars því hvernig gengur að venjast Japan og ástandinu heima. Það er svo alls óvíst hvort maður sest að í Japan til fram- búðar. Ástandið þarna heima á þó örugglega eftir að spila meira og meira inn í það hvar við ákveðum að setjast að þegar fram í sækir. Þá sér- staklega hvort maður fær einhverja góða vinnu á Íslandi að öllu námi loknu en líka bara stemningunni.“ Sveinn Eiríkur segir það hreint ekki hafa verið erfiða ákvörðun að fara frá Íslandi. „Við vorum búin að vera að hugsa um þetta í nokkurn tíma, en við heimsóttum Japan fyrst árið 2006. Við höfðum smá áhyggjur af því að það yrði kannski ómögulegt þegar kreppan skall á en þá vorum við í miðju umsókn- arferli í japönsku skólana. Þetta er auðvitað dýrara núna, út af genginu, en það þýðir bara að við komum til með að skulda LÍN aðeins meira. Annars erum við eiginlega bara fegin að sleppa úr ástandinu heima - og enn fegnari að sleppa við stöðuga fjölmiðlaum- fjöllun um kreppuna, Icesave og fylgikvilla sem við vorum orðin langþreytt á. Það er lítil hætta á öðru en að þetta verði skemmtilegt ævintýri held ég og lítið til að sakna, annað en fjöl- skylda og vinir, sem eru reyndar margir hverjir að fara í nám hér og þar í heimin- um hvort eð er.“ Lítið til að sakna í Japan M YN D /Ú R EIN K A SA FN I ERLA TRYGGVADÓTTIR Erla var að hefja seinna ár meistaranáms síns í alþjóðavið- skiptum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS. SVEINN EIRÍKUR ÁRMANNSSON Sveinn og unnusta hans, Björk Ellertsdóttir, leggja nú stund á japönskunám í Japan. MYND/ÚR EINKASAFNI HAMINGJUSÖM Í HAUGASUNDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.