Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 53 Kínverjinn Ni Bing, sem hefur mikið látið að sér kveða í tón- leikahaldi og klúbbasenunni í Kína, hefur bæst í hóp þeirra sem halda fyrirlestur á ráðstefn- unni You Are In Control sem fer fram í Reykjavík í september. Ni Bing, sem er eigandi fyrirtækis- ins Lychee Productions, er einn- ig plötusnúður og blaðamaður. Hann er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands enda búinn að vera aðdáandi Bjarkar, Sigur Rósar og Gus Gus lengi. Hann hyggst dvelja á Íslandi í fjóra daga eftir að ráðstefnunni lýkur til þess að vinna að blaðagrein um íslenska tónlist og menningu. Kínverji með fyrirlestur SKIPULEGGJENDUR Anna Hildur Hildi- brandsdóttir og Kamilla Ingibergsdóttir eru skipuleggjendur You Are In Control. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýtt myndband hljómsveitarinn- ar Gus Gus við lagið Add This Song verður frumflutt hjá bresku útgáfunni af Myspace á mánu- daginn. Eftir það fer myndbandið í sýningar víða um netið, þar á meðal á Youtube, Daily Motion, Muzu, Babelgum, Current TV, Vimeo og Virb. Einnig verður það sýnt á innlendum síðum og á sjónvarpsstöðvum bæði hér heima og erlendis. Add This Song er fyrsta smáskífulagið af plötunni 24/7 sem kemur út 14. septemb- er. Tvö ár eru liðin síðan síð- asta plata Gus Gus, Forever, kom út við góðar undir- tektir. Nýtt mynd- band GusGus frumsýnt Dómar um nýjustu plötu múm, Sing Along to Songs You Don’t Know, hafa verið að birtast í erlendum fjölmiðlum að undan- förnu. Bestu dómana fær hún í breska tímaritinu Mojo, eða fimm stjörnur, en The Guardian gefur henni hins vegar þrjár stjörnur og tímaritið Q aðeins tvær af fimm mögulegum. Tónlistarsíðan Drowned in Sound gefur henni 7 af 10 mögu- legum. „Platan var tekin upp þegar efnahagskreppan á Íslandi skall á. Þrátt fyrir að textarnir gætu átt erfitt með að standa undir 18% vöxtunum vonaðist sveitin eftir því að óánægja landsmanna myndi veita henni innblástur,“ segir gagnrýnandinn. „Það hefur margborgað sig hjá múm að hafa víkkað út sjóndeildarhring sinn með því að bæta fleiri hljóðfærum í sarpinn. Bestu augnablikin á Sing Along … bjóða upp á fjölskrúðugra landslag en nokkru sinni fyrr.“ Musicomh.com gefur plötunni fjóra í einkunn af fimm möguleg- um. „Ef þið hafið ekki kynnst við- kvæmum og yndislegum hljómi sveitarinnar er rétta stundin runn- in upp.“ Hér í Fréttablaðinu fékk hún fjórar stjörnur af fimm mögu- legum og var sögð besta íslenska plata ársins hingað til. Múm er lögð af stað í umfangs- mikla tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku til að fylgja plötunni eftir. Sveitin spilaði í Bretlandi fyrir skömmu en fram undan eru tónleikar í Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Ferðin til Norður-Ameríku hefst 21. október og stendur yfir til 7. nóvember. Þar verður spilað í New York, Toronto, Seattle, Los Angeles og á fleiri góðum stöðum. Fjölskrúðug og yndisleg múm MÚM Hljómsveitin múm hefur fengið góða dóma fyrir sína nýjustu plötu. Plata með endurgerðum lögum suðurríkjarokkaranna í Kings of Leon er í bígerð. Á meðal þeirra sem ætla að spreyta sig á lögum sveitarinnar eru Lykke Li og Kenna. Hugmyndin að plöt- unni varð til eftir að trommar- inn Nathan Followill frétti að Justin Timberlake og Pharrell hefðu gert óopinberar útgáfur af lögum sveitarinnar. „Það er ótrúlegt að heyra lögin sín spil- uð af svona skapandi tónlistar- mönnum,“ sagði hann. Ný tónleikamynd með Kings of Leon er einnig væntanleg. Hún var tekin upp í O2-höllinni í London í júlí síðast- liðnum. „Okkur fannst tilvalið að taka myndina upp þarna þar sem áhorfendurnir hafa verið svo ótrúlegir í svo langan tíma.“ Sveitin er einnig að semja ný lög og segir Followill að sum þeirra hljómi eins og Radiohead og önnur eins og Thin Lizzy eða The Band. Kings endurgerð KINGS OF LEON Plata með endurgerð- um laga Kings of Leon er í bígerð. GUS GUS Nýtt myndband við lagið Add This Song verður frumflutt á mánudaginn. Stebbi Steph er ánægður með útkomuna. Stóri vinningurinn: Nöfn allra þátttakenda fara í pott og þann 30. október verður dregið um glæsilega vinninga. Fimm heppnir safnarar fara í 100.000 kr. verslunarferð í Kringlunni. *Á meðan birgðir endast. F í t o n / S Í A f i 0 2 9 2 9 9 Sígild hönnun Kanna og fimm áhöld Skálasett Rosti-kannan var hönnuð af Erik Lehmann árið 1970 í stíl við hina frægu Margrethe- skál frá Rosti. Hér er hún með fimm fallegum eldhúsáhöldum. Pyrex framleiðir gæða matarílát úr gleri. Þessar þrjár frábæru skálar þola bakaraofna, örbylgjuofna, uppþvottavélar og frost. Stærðir: 0,5 ltr., 1 ltr. og 2 ltr. www.knorr.is Svona gerir þú: Safnaðu 10 strikamerkjum af KNORR vörum í söfnunarumslagið. Merktu þér umslagið, sendu eða komdu með það til Ásbjörns Ólafssonar ehf. og tilgreindu hvora gjöfina þú velur*. Safnaðu Knorr strikamerkjum! Fyrir hvert innsent umslag ge fur Ásbjörn Ól afsson ehf . eina matvö ru til Mæðrastyr ksnefndar. Þú færð söfnunar-umslagið sent heim eða í næsta stórmarkaði! Veldu á milli tveggja gjafa fyrir 10 Knorr strikamerki: Strikamerkjaleikur Knorr gæti sent þig í 100.000 kr. verslunarferð í Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.