Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 72
29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Þegar kom að því að Einar
Falur Ingólfsson, ljós-
myndari og blaðamaður,
fór að velja tíu bestu ljós-
myndara Íslands lenti hann
fljótt í vanda. Og á endan-
um urðu þeir þrettán. Til-
tækið kom upp í samstarfi
Einars við Hannes Sigurðs-
son, safnstjóra Listasafns
Akureyrar.
Á Akureyrarvöku í dag kl.
15 verður sýningin „Úrvalið:
íslenskar ljósmyndir 1866-2009“
opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Einar Falur hefur valið verk eftir
þrettán kollega sína á sýninguna,
og skrifar jafnframt um þá, sem
og rökin fyrir vali sínu, í texta
sem birtist í vandaðri sýningar-
skrá. Er þetta í fyrsta sinn sem
tilraun er gerð til þess að gefa
markvisst yfirlit á einni sýningu
yfir sögu skapandi ljósmyndunar
hér á landi, frá upphafi til dags-
ins í dag.
Á sýningunni eru verk níu
látinna ljósmyndara og fjögurra
sem enn starfa. Sýningarstjórinn
setti sér þau mörk að velja ekki
verk ljósmyndara sem fæddir eru
eftir 1960 og einungis fólk sem
gerði ljósmyndun að ævistarfi og
starfaði því við fagið um langt
skeið. Verk ellefu karlmanna og
tveggja kvenna eru á sýningunni,
en fram á síðustu áratugi heyrði
það til undantekninga að konur
störfuðu markvisst við ljósmynd-
un lengur en í örfá ár.
Ljósmyndararnir eru: Sigfús
Eymundsson, Nicoline Waywadt,
Magnús Ólafsson, Pétur Brynj-
ólfsson, Sigríður Zoëga, Jón
Kaldal, Ólafur Magnússon,
Vigfús Sigurgeirsson, Ólafur
K. Magnússon, Guðmundur
Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjóns-
son, Ragnar Axelsson og Páll
Stefánsson.
Sigfús Eymundsson (1837–1911)
kom heim til Íslands árið 1866
eftir að hafa lokið ljósmyndanámi
í Noregi. „Sagt hefur verið að
heimkoma Sigfúsar marki þátta-
skil. Hann var fyrsti íslenski
ljósmyndarinn sem náði að gera
ljósmyndun að lífsstarfi – og
var frábær ljósmyndari, einn sá
allra merkilegasti sem hér hefur
starfað, til þessa dags,“ skrifar
Einar Falur í sýningarskrá.
„Hvað gerir ljósmynd góða?“
spyr hann. „Eða áhrifamikla?
Hvaða ljósmyndari er góður og
hver síðri? Þar koma margir
þættir inn. Fagurfræðilegt mat,
sem er huglægt og persónu-
legt, skiptir líklega mestu þegar
myndverk eru metin út frá form-
rænum eigindum sínum. Og
vissulega þarf að setja sköpun-
arverkin í sögulegt samhengi.
Hugsa um stefnur og strauma í
tímanum, hugmyndafræði í list-
um yfirleitt og afstöðu listamann-
anna – ljósmyndaranna. Það þarf
einnig að skoða heildarverkið.
Hvað liggur eftir ljósmyndar-
ana? Náðu þeir, og jafnvel fyrir
tilviljun, nokkrum góðum mynd-
um, en voru annars bara þokka-
legir iðnaðarmenn? Eða lögðu
þeir mikinn metnað í sköpunina,
stefndu að því að skapa einstæð
myndverk? Það eru slíkir gripir
sem við viljum sjá, myndir sem
láta okkur staldra við og benda:
svona var þetta og enginn gat
sýnt það betur.“
Í vali sínu á ljósmyndurum
og myndum þeirra beinir Einar
Falur einkum sjónum að mannin-
um, mannlífi og hinu manngerða
í umhverfinu. Hann segir að ekki
sé þó hægt að líta fram hjá því
að hér hefur ætíð búið fátt fólk
í stóru og margbrotnu landi, og
náttúru- og landslagsljósmynd-
un hefur skipað stærri sess hér
en víðast hvar. „Ljósmyndavélin
gerir það sama á Íslandi og ann-
arsstaðar. Þetta er aðeins skrán-
ingartæki. Það eru afstaða og
sýn ljósmyndarans á heiminn
sem skipta öllu máli.“
Val á sýningu sem þessa er
erfitt, ekki síst í ljósi þess að
söfn sumra þessara ljósmynd-
ara eru enn ekki að fullu könn-
uð: þannig hafa myndir Kaldals
aðrar en hin þekktu portrett hans
ekki verið kannaðar að gagni.
Má í því sambandi nefna mynd-
ir hans frá Héraðsskólanum á
Laugarvatni á þriðja áratugnum
sem eru ólíkar því sem hann er
kunnastur fyrir. Ekki eru því öll
kurl komin til grafar í íslenskri
ljósmyndasögu.
Ljósmyndirnar á sýningunni
í Listasafninu á Akureyri eru í
eigu Ljósmyndasafns Íslands,
Ljósmyndasafns Reykjavíkur,
Morgunblaðsins og ljósmynd-
aranna. Sýningin er gerð í sér-
stöku samstarfi við bókaútgáf-
una Sögur ehf. og Þjóðminjasafn
Íslands. Sýningin stendur til 18.
október. Listasafnið á Akureyri
er opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 12-17. Ókeypis aðgangur
er í boði Akureyrarbæjar.
pbb@frettabladid.is
Þau þrettán bestu saman
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 29. ágúst 2009
➜ Tónleikar
22.00 Hljómsveit Ingu Eydal flytur
gömul Akureyrarlög á Græna hattinum
við Hafnarstræti á Akureyri. Aðgangur
er ókeypis.
22.00 Hrund Ósk Árnadóttir, Gulli
Briem, Kjartan Valdimars og Pálmi
Gunn. flytja rólega og blúsaða tónlist á
1. árs afmæli veitingastaðarins Krydd-
legin hjörtu við Skúlagötu.
➜ Töðugjöld
Í Viðey verður fagnað
Töðugjöldum með
fjölbreyttri dagskrá.
Grænmetismarkað-
ur, víðavangsleikur,
dansleikur o.fl.
Nánari upplýsingar og
dagskrá á
www.reykjavik.is.
➜ Artfart
21.00 Leikverkið Rándýr í leikstjórn
Heiðars Sumarliðasonar verður flutt í
Leikhúsbatteríinu við Hafnarstræti 1.
Sýningin er hluti af artFart háðinni sem
nú stendur yfir. Nánari upplýsingar á
www. artfart.is.
➜ Landbúnaðarsýning
Hátt í 50 fyrirtæki verða með sýningar-
bása á Landbúnaðarsýningu sem fram
fer í Reiðhöllinni við Vindás í Borganesi
um helgina. Nánari upplýsingar og dag-
skrá á http://reidholl.123.is.
➜ Opið hús
Heilsudrekinn og Wu-Shu félag Reykja-
víkur verða með opið hús að Skeifunni
3J milli kl. 9 og 16. Frí ráðgjöf í kín-
verskri heilsumeðferð, Tai Chu og Kung-
Fu, kínverskt heilsu te o.fl.
➜ Síðustu Forvöð
Sýningunni „Frá Unuhúsi til áttunda
strætis“ á Kjarvalsstöðum við Flóka-
götu, lýkur á sunnudag. Verk Nínu
Tryggvadóttur og Louisu Matthíasardótt-
ur ásamt verkum eftir samtímamenn
þeirra í New York. Opið kl. 10-17.
Skartgripasýningu útskriftanema í gull-
smíði sem stendur yfir í Suðurgötuhús-
inu í Árbæjarsafni, lýkur á sunnudag.
Opið lau. og sun. kl. 10-17.
➜ Dansleikir
Már & Nielsen og Dj Combó af gamla
skólanum á Jacobsen við Austurstræti 9.
Hljómsveitin Á móti sól verður á Play-
ers við Bæjarlind í Kópavogi.
Papar og Egó verða í íþróttahúsinu
Varmá í Mosfellsbæ.
➜ Leiðsögn
Dóra Árnadóttir verð-
ur með leiðsögn um
sýninguna „mín sýn“ í
Listasal Iðu við Lækjar-
götu 2, milli kl. 12-15.
Sýningin er opin alla
daga kl. 9-22.
➜ Fjölskylduhátíð
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar laugardag og
sunnudag. Nánari upplýsingar og dag-
skrá á www.mosfellsbaer.is.
Akureyrarvaka á Akureyri: tónleikar,
sirkus, ópera, sýningar og margt fleira.
Dagskrá og nánari upplýsingar á
www.visitakureyri.is
Mímir - vináttufélag Vesturbæjar
safnar fyrir fiskabúri sem
standa á í anddyri
Vesturbæjar laugar.
Í tilefni af því verður
fjölskylduhátið við og
lauginni milli kl. 14-
16. Fjölmargir lista-
menn koma fram og
boðið verður upp á
sælgæti og leiktæki fyrir börnin.
Sunnudagur 30. ágúst 2009
➜ Tónleikar
16.00 Einar Jóhannesson klarínettu-
leikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari flytja verk eftir W.A. Mozart,
Gerald Finzi og Áskel Másson á tón-
leikum í Gljúfrastein, húsi Skáldsins í
Mosfellsdal.
20.00 Á tónleikum á Kjarvalsstöðum
við Flókagötu munu koma fram fjórtán
hljóðfæraleikarar sem flytja verk Áskels
Mássonar.
➜ Artfart
21.00 Leikverkið
Rándýr í leikstjórn
Heiðars Sumarliða-
sonar verður flutt í
Leikhúsbatteríinu
við Hafnarstræti 1.
Sýningin er hluti af
artFart háðinni sem nú stendur yfir.
Nánari upplýsingar á www.artfart.is.
➜ Dansleikir
Danleikur Félags eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni verður haldinn að
Stangarhyl 4 kl. 20-23.30. Borgartríó
leikur fyrir dansi.
➜ Burstabær
Burstabærinn Krókur á Garðaholti í
Garðabæ verður opinn milli kl. 13 og
17. Í Króki má sjá húsakost alþýðufólks
á þessum landshluta á fyrri hluta 20.
aldar. Krókur er í nágrenni samkomu-
hússins í Garðaholti. Aðgangur er
ókeypis.
➜ Leiðsögn
14.00 Guðrún Ásmundsdóttir leik-
kona og Ólöf Arnalds söngkona verða
með fjölskylduleiðsögn um sýninguna
Rím sem nú stendur yfir í Ásmundar-
safni við Sigtúni. Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
LJÓSMYNDIR Ein mynda Sigfúsar Eymundssonar á sýningunni úr safni hans hjá Ljós-
myndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Hún er tekin í fjörunni í Reykjavík um 1875.
MYND ÞJÓÐMINJASAFN/SIGFÚS EYMUNDSSON
DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR
Í HALLGRÍMSKIRKJU
- auglýsir eftir áhugasömum kórdrengjum - Drengjakórinn 9-12
ára. Undirbúningsdeild 7-8 ára. Inntökupróf fara fram í
Hallgrímskirkju mánudaginn 31. ágúst frá kl. 17.00-19.00
Nánari uppl. www.drengjakor.is og s. 896-4914
Drengjakór Reykjavíkur með tónleika í Montserrat klaustrinu á Spáni, sumarið 2008
Sögur án orða
Ólöf Erla Einarsdóttir sýnir listrænt
endurskapaðar ljósmyndir.
Í fréttum var þetta helst
Halldór Baldursson sýnir skopmyndateikningar
frá árunum 2007-2009.
Landið í lit
Guðráður Jóhannsson sýnir málverk og teikningar.
Athugið að lokað er um helgar í ágúst.
2009
Vissir þú...
að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir
veislur, fundi, ráðstefnur og námskeið?
Einstaklega notalegt umhverfi og gott næði.
Kynnið ykkur þjónustuna á www.gerduberg.is
Fundarherbergi fyrir minni fundi, 8 -20 manns.
A-salur 80 -100 manns við borð eða 120 manns
í sæti. Upphækkanlegt svið og því tilvalinn fyrir
tónleikahald, leiksýningar, fyrirlestra og veislur.
B-salur 40 manns við borð, hentar vel fyrir
ýmiskonar námskeið.
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17
Leiðsögn fyrir hópa ı Netfang: gerduberg@reykjavik.is
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
Gallerý fiskur í Gerðubergi
Ljúffengur heitur matur í hádeginu alla virka daga,
hlaðborð, súpa og salat.
Veisluþjónusta, upplýsingar á www.galleryfiskur.is
S
ý
n
in
g
a
r
- Betri kjör á bankaþjónustu
- Húsaleiguábyrgð
- Framfærslulán
- Lán fyrir skólagjöldum o.fl.
Kaupþing námsmenn
- þegar námið
skiptir höfuðmáli
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
67
83
0
8/
09