Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 30
30 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR E ins og með flestallar kreppur og þunglyndi – og þá vísa ég í bæði reynslu skjólstæð- inga minna og mína eigin – þá er eitthvað sem orsakar þær: hugsanagangur, fyrri athafnir, fyrri reynsla eða hvaðeina annað,“ útskýrir Lisa M. Cataldo þegar hún er beðin um að veita Íslendingum góð ráð á erfið- um tímum. „Það sem er gagnlegt að gera er að reyna að skilja: Hvað þarf ég að læra á þessu? Hvað er verið að gefa mér í þessu? Hver er gjöfin? Ég stend föstum fótum í þeirri trú að kreppur og þung- lyndi komi til af því að það er eitt- hvað mikilvægt sem við höfum van- rækt og að það sé því eitthvað sem er að sækja að okkur með þessum einkennum. Kreppan er því eins konar fyrirlestur til okkar um það sem við þurfum að læra næst. Mér verður því hugsað til jógasögunnar þegar jógameistarinn sagði: Þegar þú ert glaður, hugsaðu þá um það sem gerir þig dapran og þegar þú ert hryggur, hugsaðu þá um það sem gerir þig glaðan. Á uppgangs- tímum skulum við hugsa kreppu og í kreppu skulum við hugsa uppgang. Íslenskri þjóð vil ég því segja: Allt sem gerist mun líða hjá og ekki vara að eilífu. Sérhvert verkefni felur í sér lærdóm.“ Vildi gera eitthvað markvert við lífið Lisa er fædd og uppalin í Woost- er í Massachusetts-ríki Banda- ríkjanna. „Ég var mikill bókaorm- ur sem krakki og allt frá því að ég lærði að lesa fimm ára gömul þá hef ég verið lesandi allt milli him- ins og jarðar. Ég ólst upp í stórri fjölskyldu sem enn er mjög náin. Faðir minn er úr ítalskri innflytj- endafjölskyldu og móðir mín er úr írskri innflytjendafjölskyldu frá Nýja-Englandi. Ég gekk í kaþólsk- an barnaskóla og þar lærði ég það sem ég kann um mikilvægi félags- legs réttlætis. Allt þetta gerði mig líka áhugasama um trúarlegar spurningar. Ég lagði stund á jóga og hindúisma og hef réttindi sem jógakennari.“ Að loknu MBA-námi frá Columbia-háskóla í New York starfaði Lisa um árabil á sviði fast- eignafjárfestinga í viðskiptaheimi New York-borgar. „Þó að ég hefði að mörgu leyti kunnað vel við mig í starfi þá ákvað ég engu að síður að snúa við blaðinu eftir um tíu ára starf. Ég fór yfir til Union Theol- ogical Seminary og þar lauk ég M.Div.-prófi og síðan Ph.D.-prófi í geðlæknis- og trúarbragðafræðum, og algerlega nýr og magnaður heim- ur opnaðist fyrir mér. Eins mikið og ég hafði gaman af vinnu minni á Wall Street þá fannst mér á ein- hvern hátt að þetta væri ekki sér- lega merkileg störf sem við vorum að vinna.“ Lisa segist hafa viljað gera eitthvað merkingarbærara við lífið en það sem peningar gátu veitt henni. „Ég hafði líka verið, líkt og svo margir í New York, í sálgrein- ingarmeðferð og það merkilega og persónulega ferli fór að setja hlut- ina í samhengi. Þetta stuðlaði að því að ég myndi jafnvel leyfa mér að kalla andlega vakningu mína. En andleg vakning í mínum huga er að vakna upp við það að það er meiri og dýpri merking með lífi manns en maður er að fást við og að vinna með veraldlegan auð gefur ekki það sem andleg auðlegð getur gefið. Og svo kom að því að ég gat ekki gert annað en kýlt á það.“ Lisa starf- ar nú sem aðstoðarprófessor í sál- gæslu og kennimannlegri guðfræði við Graduate School of Religion and Religious Education við Fordham- háskóla í New York. „Ég held fjölda fyrirlestra um sál- og guðfræðileg efni, meðal annars á ráðstefnum American Association of Religious Studies (AAR) og víðar. Þá er ég líka sjálfstætt starfandi sálgreinir í New York og legg mig fram um að hjálpa New York-búum að komast til sjálfs sín, einum í einu,“ segir hún og brosir. Að hjálpa fólki í leit að trúarlegum skilningi Sálgæslufræði er hluti af því sem stundum er kallað hagnýt guð- fræði. En hvernig getur guðfræði verið hagnýt? „Hvernig getur hún ekki verið hagnýt?“ segir Lisa og hlær. „Hvaða augum sem við lítum á guðfræðina, á hugsunina um guð eða um trúarlega upplifun, þá hlýt- ur allt þetta að hafa eitthvað með nytsemi eða gagnsemi að gera. Ef guðfræðin er ekki gagnleg þá væri hún aðeins vitsmunaleg æfing en ekki eitthvað sem hefur umbreyt- andi áhrif til góðs. Hagnýt guð- fræði felst í því að beita guðfræð- inni og snýst um hvernig við lifum í raun og veru. En ef guðfræðin snertir ekki við okkur, þá er það ekki raunveruleg guðfræði.“ Lisa segir að hún líti ekki beint á sjálfa sig sem guðfræðing. „Ég lít á sjálfa mig sem konu sem skilur að það skiptir máli að taka tillit til mann- eskjunnar sem heildar; til hugans, líkamans, tilfinninganna, andans, þrárinnar, reiðinnar og alls annars sem bærist í okkur. Það er því ekki hægt að kljúfa guðfræðina frá sál- fræðinni og það er ekkert til sem heitir ótúlkuð reynsla. Allir sem starfa á kirkjulegum vettvangi eru í eins konar meðferðarsam- hengi og þurfa að vera starfi sínu vaxnir. Tengslin við líf líkamans er sérstaklega mikilvægt hvað þetta varðar. Ráðandi öfl innan kirkj- unnar litu lengi vel fram hjá þessu og héldu á lofti hugmyndum um að við þyrftum að komast úr sambandi við líkamann og í nánari tengsl við „andann“. Þessi miðlæga hug- mynd í vestrænni hefð leiðir okkur í ógöngur.” En hvað með hlutverk eða köllun guðfræðinganna? „Sannast sagna þá veit ég það ekki alveg. Kannski að vera túlkendur, velta vöngum, og að finna leiðir til að hjálpa fólki í leit þess að trúarlegum skilningi. Ég tel að innst inni séu allir áhugasam- ir um skilning af þessu tagi og að guðfræðin gerir þetta með tvennum hætti: hún getur annaðhvort byrjað með hugmyndina um Guð og skoðað hvernig þessi hugmynd spilar sig út á sviði mannlegra athafna eða á hinn veginn getur hún byrjað á að skoða reynslu okkar af því að vera til og skoða hvaða afleiðingar sú reynsla hefur. Öll guðfræði tekur annan hvorn pólinn. En munum líka að það er í reynd ómögulegt að stunda guð- fræði án tengingar við persónulega reynslu okkar og ástundun.“ Menntun í viðskiptasiðfræði bráð- nauðsynleg Oft er því haldið fram að það þurfi að skipta um stíl í viðskiptafræði- menntum samtímans. Hvernig væri hægt að gera hlutina öðruvísi? „Ég veit ekki nákvæmlega hvað er að gerast í viðskiptaskólunum núna, en þegar ég fór síðast í teiti til heiðurs útskrifuðum nemend- um við Columbia-viðskiptaskólann árið 1996 þá sagði forseta skólans að þeir hefðu fellt niður viðskiptasið- fræðinámskeiðið. Námskeiðið sem reyndar hét Conception and Founda- tion of Businesses hafði ekki fall- ið í nægjanlega góðan jarðveg hjá nemendum og þeim fannst það ekki gagnlegt. Það er vandamál ef við- skiptaskólarnir eru aðeins að mæta eftirspurn og veigra sér við að láta nemendur hugsa í raun og reynd um samhengi athafna sinna.“ Lisa segir þetta einnig hafa verið lýsandi fyrir það sem var að gerast á þess- um tíma þar sem viðskiptafræði- menntun snerist einungis um pen- inga. „Í kjölfarið varð allt að einum graut – menntun ruglaðist saman við græðgi – og síðast fóru sögur að berast um hrikalega sjálftöku, spillingu og skeytingarleysi gagn- vart hagsmunum annarra af hendi þeirra sem tileinkað höfðu sér æðri menntun á sviði hagvísinda. Og auðvitað fer slíkt ekki verst með þá ríkustu því þeir komast yfir- leitt upp með hvaðeina, heldur er það fátækt fólk sem mest finnur til. Skilaboð mín til bæði guðfræðinga og viðskiptafræðinga og sérstak- lega til þeirra sem sinna menntun fólks í viðskipta- og athafnalífi: Þú getur ekki klofið hlutina í sundur; þú getur ekki skorið viðskiptalíf þitt frá tilfinningu þinni og gildis- mati. Og það eru skilaboð mín til viðskiptaskólanna: Að kljúfa við- skiptalífið frá spurningum um gild- ismat, réttlæti og mannlegar tilfinn- ingar allra – og þá meina ég allra – þeirra hagsmunaaðila sem málið varða mun alltaf leiða til vanda og er ekki sjálfbært.“ Kreppan er fyrirlestur til okkar um það sem við þurfum að læra Dr. Lisa M. Cataldo er lektor í sálgæslufræðum við Fordham-háskólann í New York. Hún er stödd á Íslandi ásamt dr. Ann Bel- ford Uanov en hún er einn virtasti kennimaður heims á sviði trúarlífssálarfræða og Jungian-sálfræði. Þær munu halda námskeið í Skálholtsskóla næstu helgi um mannlegt vitundarlíf í sálgæslu. Dr. Haukur Ingi Jónasson, prófessor í sálfræði, ræddi við Lisu um hagnýta guðfræði og hvað Íslendingar gætu lært af kreppunni. LISA M. CATALDO „Hagnýt guðfræði felst í því að beita guðfræðinni og snýst um hvernig við lifum í raun og veru. En ef guðfræðin snertir ekki við okkur, þá er það ekki raunveruleg guðfræði.“ Andleg vakning í mínum huga er að vakna upp við það að það er meiri og dýpri merking með lífi manns en maður er að fást við og að vinna með veraldlegan auð gefur ekki það sem andleg auðlegð getur gefið. Hinn 6. september mun dr. Ann Belford Uanov halda fyrirlestur í Neskirkju. Nám- skeið verður i Skálholtsskóla 7.-8. september um mannlegt vitundarlíf í sálgæslu, sálgrein- ingu og í meðferðarvinnu undir leiðsögn Ann Uanov og dr. Lisu Cataldo en einnig munu Yrsa Þórðardóttir, prestur og sálgrein- ir, og dr. Haukur Ingi Jónasson, prestur, sálgreinir og lektor í stjórnunarfræðum við Háskóla Íslands, koma að námskeiðinu. Nánari upplýsingar eru á www.skalholt.is Mannlegt vitunarlíf á erfiðum tímum LEIT AÐ SKILNINGI „Ég lít á sjálfa mig sem konu sem skilur að það skiptir máli að taka tillit til manneskjunnar sem heildar; til hugans, líkamans, tilfinninganna, andans, þrárinnar, reiðinnar og alls annars sem bærist í okkur,“ segir dr. Lisa M. Cataldo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.