Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 22
22 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Þ
að er hvolpur á spani
á gólfinu og skær-
ir litir eru í sterkri
mótsögn við grátt
bárujárnið, Skugga-
hverfið og rigningar-
himin yfir borginni.
Það eru rétt tvær vinnuvikur í
frumsýningu á verki Brynhildar.
Hún fer sjálf með hlutverk Fridu,
konu sem hefur lengi heillað hvern
þann sem kynnist þjáningarfullu
lífshlaupi hennar og litskrúðugu
lífi, sem er ekki aðeins þekkt í
gegnum málverk hennar, heldur
líka ævisögur, skáldsögur sprottn-
ar af jarðvist hennar og kvikmynd
fyrir fáum árum sem leikhúskon-
an og kvikmyndaskáldið Julia
Taymor leikstýrði með Sölmu
Hayek í titilhlutverkinu.
Hvað er það sem heillar konur
svo af ævi Fridu, ekki eina sem ég
þekki, heldur margar: konur detta
í Fríðu.
Tíðahringur
„Aðdáun á Fridu Kahlo hófst hjá
mér þegar ég var krakki og sá
svona litskrúðugar myndir, en
fyrir alvöru 2005 þegar ég sá
stóru yfirlitssýninguna í Tate
Modern sem var þá í London,“
segir Brynhildur. Lundúnasýn-
ingin var stærsta yfirlitssýning
sem til þessa hafði þá verið dregin
saman, en fram að því hafði ekki
annað eins yfirlit birst um verk
hennar. „Það var sú sýning sem
vakti áhuga minn. Þá fór maður að
pæla hvað hún fer í gegnum marga
strauma og stefnur og breytist, fer
frá næfum mannamyndum yfir í
þetta mikla súrrealíska mynd-
mál.“ Brynhildur segist ekki vita
hvað reki konur svona mikið í
myndheim Fridu: „Það er líklega
einhver tíðahringur sem ræður
því, einhver sjávarföll.“
Við undirbúning verksins fóru
Brynhildur og Atli til Mexíkó í
fyrra: „það var 11. september í
fyrra og frumsýningin er 11. sept-
ember núna. Ég vona að það viti
á gott. Þetta var svona rokk og
ról dagur. Við vorum eina fólkið
sem flaug frá JFK þennan dag, sjö
árum eftir turnana á fimmtíu pró-
senta afslætti.“
Bláa húsið
Þau dvöldu í Mexíkó í fjórar vikur:
„Við leigðum okkur íbúð á góðum
stað og fengum aðstoð frá heima-
fólki. Við kynntumst þar vel starfs-
fólkinu í Bláa húsinu sem er húsið
hennar og safn, fengum greiðan
aðgang að ýmsu. Þarna er kona sem
heitir Elín Emilson sem er búin að
búa þarna alla sína tíð og hún bjó
einu sinni við hliðina á Christinu
Kahlo, en Frida var ömmu systir
hennar. Þessi manneskja hefur
haldið nafninu hennar, Hún er
ljósmyndari en líka sýningar stjóri
– kúrator – fyrir myndir Fridu og
Diego manns hennar og í gegnum
þessa íslensku konu komumst við
í kynni við Christinu og það opn-
aði fyrir okkur dyr. Hún gat sagt
okkur ýmislegt verandi í fjölskyld-
unni og margfróð um feril Fridu
og verk hennar.“
Nýr heimur
Dvölin í Mexikó breytti miklu:
„Það sem ég er að reyna að skoða
í þessu verki er að skoða Fríðu
og Diego, án hvor annars eru þau
ekki til, það eru indíánaræturnar
sem ég fékk betri skilning á með
því að vera þarna, hitta þetta fólk,
borða þennan mat og sjá indíán-
ana, bara með því að rölta um. Og
allt í einu skildi ég Diego Rivera
sem ég hafði ekki gert. Ég skildi
ekki Diego fyrr en ég sá myndirn-
ar og stærð þeirra, sá hvað hann
er dóminerandi í þessari borg.
Hann er alls staðar, hann er utan
á leikhúsum, alls staðar. Hann er
að segja þessari ólæsu þjóð sögu
sína í myndum sem þekja heilu
veggina. Húsið hans með forn-
gripasafninu en hann var manísk-
ur safnari á forngripi, þar er þessi
mikilfengleiki sem maður skilur
þá. Mér fannst sem ég kæmist
í tengsl við hvað þessi indíána-
heimur er fyrir þeim. Ferðin var
algjörlega ómissandi.“
Hann og hún – tungl og sól
það er algengt í firnamörgum frá-
sögnum af sambandi þessara lista-
manna að Diego er málaður í nei-
kvæðu ljósi meðan henni er lýst á
samúðarfullan hátt. „Það er mjög
auðvelt að gera það: hana góða og
hann vondan,“ segir Brynhildur.
„Það verður að vera jafnt í vogar-
skálunum svo hlutirnir virki: þau
sem jin og jang, sól og tungl. Það
er búið að skrifa hundrað bækur
um Fridu Kahlo, fullt af fólki
búið að gera hana að sínu yrkis-
efni. Það er nánast alltaf svoleið-
is að hann er sá vondi og hún er
góð. Allt ýtir í þessa átt, en mér
finnst það ekki svoleiðis. Fyrst
þegar ég fór að lesa allt sem ég
komst yfir spurði ég mig: hvað
vil ég segja nýtt eða vil ég bara
fara í einhvern kjól? Mér finnst ég
finna í gegnum myndirnar hvað
hún er að segja, fyrst og fremst
í indíána-mýtólogíunni sem mér
finnst spennandi: í hennar heimi
er kanína í tunglinu en ekki karl í
tunglinu, hvað er það? Þar er allt-
af þessi asteka-pýramídi, þessi
blóðfórnarkúltúr sem hún sam-
samar sig við.
Blóðfórnardagur
Frida lendir í slysi á tilteknum
degi og með því að fara í asteka-
sólina, örlagatímatalið, þá velur
hún sér afmælisdag. Hún lýgur til
um fæðingardag, bæði til að vera
tengd mexíkósku byltingunni en
líka til að tengjast réttum guði.
Samkvæmt þeim guði varð slysið
á miklum örlagadegi, degi kanín-
unnar í tunglinu. Það er blóðfórnar-
dagur þegar ungri stúlku var fórn-
að fyrir jörðina. Æðstipresturinn
fláði líkið og klæddist húðinni og
hún segir: það voru hennar örlög
en ég lendi í slysi og líkami minn
varð aldrei samur, það voru mín
örlög. Jörðin fékk blóðið mitt. Í
gegnum myndirnar fann ég þenn-
an heim indíána sem mér finnst
rosalega spennandi: blóðmóðirin –
Frida liggur á brjósti indíánakonu
sem var þvegið áður en hún var
lögð á brjóstið, meðan systir henn-
ar sem var innan við ári yngri
drakk mjólkina hennar mömmu.
Mömmu sem var af indíánaættum
en var ofsalegur púrítani, ofsa-
legur kaþólikki, samanbitin og
óhamingjusöm. Fríða segir: „Hún
var ólæs og óskrifandi en enginn
kunni betur að telja peninga en
hún mamma.“ Það eru svona hlut-
ir sem heilla mig.“
Fötluð uppreisnarkona
„Það er eins og hún sé að prjóna
sig og fatta hver örlög hennar eru,
í gegnum alla myndlistina. Í lokin
er hún komin út í kommúnismann,
hún var ekki aktífisti sem helgast
af því að hún komst ekki neitt, hún
var veik manneskja. Hún elskaði
í alvörunni Stalín, Lenín, Engels
og Marx. Leit á þá sem undirstöðu
hins nýja heims þar sem allir geta
haft það gott. Hún fyrirlítur ein-
ræðisherrann sem undirokar indí-
ánakúlturinn, hún upphefur hann.
Hún tekur málstað allra minni-
hlutahópa, hún segist vera gyð-
ingur ef henni hentar það þegar
þau Diego eru gestir á fínu hót-
eli í Bandaríkjunum þar sem gyð-
ingum er bannaður aðgangur. Þar
stendur hún og segir – ég er gyð-
ingur – hvað viljið þið gera?“
Tvö hlutverk
Þetta er í annað sinn sem Bryn-
hildur smíðar leikverk um sterka
miðjupersónu sem hún leikur svo
sjálf, fyrst var það Brák sem enn
er í sýningum í Landnámssetrinu
í Borgarnesi og nú Frida. Hvern-
ig gengur henni að ganga frá stöðu
höfundar og verða túlkandi á litl-
um parti í stórri vél?
„Það er ekki hægt að líkja þessu
saman, skalinn er svo breyttur.
Stundum gengur það vel, stund-
um gengur það djöfullega. Stund-
um er ég alveg „on top“ en stund-
um er eins og ég sé inni í kúlu sem
er með fallegu lofti, en svo fer að
tínast úr loftinu og þá sé ég heim-
inn og verð svolítið hrædd, þegar
maður uppgötvar. Þetta er and-
styggileg ábyrgð í rauninni. Það er
þægilegt að vera partur af vélinni,
finna að maður er bara partur af
vélinni, það er einhver sem tekur
á móti og annar sem rekur á eftir.
Þetta er góð vél og frábært fólk.“
Hópurinn
Atli Rafn setur verkið á svið, Egill
Ólafsson semur tónlistina og er
það í annað sinn sem hann vinn-
ur tónlist við efni frá Suður-Amer-
íku, hann gerði tónlist við leik-
gerð Kjartans Ragnarssonar fyrir
nokkrum árum. Leikmynd gerir
Vytautas Narbutas, en Filippía
Elísdóttir búninga, Jóhann Bjarni
Pálmason lýsir furðuheim sýning-
arinnar. Tveir hljóðfæraleikarar
koma fram og níu leikarar skipta
sín á milli fjölda hlutverka en þau
Brynhildur og Ólafur Darri leika
Fridu og Diego.
Það kann síðan að koma Bryn-
hildi á óvart en fjórum klukku-
stundum eftir að hún frumsýnir
verk sitt um Fridu hinn 11. septem-
ber verður vestur í Syracuse
frumsýnd ópera um þau hjón eftir
tónskáldið Robert X. Rodriguez og
textahöfundana Hilary Blecher og
Migdaliu Cruz.
Brynhildur ætlar að halda
áfram að semja verk: „Mér finnst
að það sé rétt og vona bara að fólki
líki sem sér.“
„Jörðin fékk blóðið mitt“
Það er grár morgunn í Reykjavík og við lítið hús í Skuggahverfinu snarast síðhærður ljós maður fráneygður niður tröppur í fylgd
kattar: Atli Rafn Sigurðarson er á leið í vinnu, hann er að leikstýra verki eiginkonu sinnar, Brynhildar Guðjónsdóttur, sem
fjallar um líf mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Í anddyrinu stendur leikskáldið og býður til stofu með augljósri yfirlýsingu:
„Ég er vöknuð.“ Páll Baldvin Baldvinsson hitti Brynhildi snemma að morgni dags.
BRYNHILDUR AÐ TAKA SIG TIL FYRIR SÍÐUSTU TVÆR VIKURNAR FYRIR FRUMSÝNINGU „Ég vildi ekki bara fara í nýjan kjól og segja
eitthvað sem hefur verið sagt hundrað sinnum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Verkið lýsir lífsferli manneskju, en svo langaði mig að
fara inn í höfuðið á henni og skilja hana og sýna hvernig
hennar heimur var samansettur.