Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 10
10 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR ÞRÖNG Á ÞINGI Í JERÚSALEM Mús- limar fjölmenntu til bænahalds við moskuna helgu í Jerúsalem við mosk- una Al Aksa. Hinn helgi föstumánuður ramadan hófst fyrir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2010. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • menntamála - grunnskólar/leikskólar • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir. Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögnum, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur, merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2009. Styrkir Reykjavíkurborgar Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is www.reykjavik.is/styrkir HOLLAND, AP Þrír dómarar við héraðsdóm í Utrecht í Hollandi kváðu í gær upp þann úrskurð að barnaverndaryfirvöld fengju tímabundið forræði yfir Lauru Dekker, þrettán ára stúlku sem hugðist sigla einsömul í kringum jörðina. Dómararnir sögðu þessi áform djörf og áhættusöm, en vildu þó ekki svipta foreldra hennar alfar- ið forræðinu. Stúlkan mun áfram búa hjá föður sínum, en foreldr- arnir mega ekki taka stórar ákvarðanir fyrir hana, eins og til dæmis hvort leyfa eigi henni að sigla ein umhverfis jörðina. „Ég myndi ekki fara ef bátur- inn minn væri ekki fararhæfur, þannig að ekkert hefur breyst, nema að þetta tekur svolítið lengri tíma,“ sagði Laura Dekk- er og lét sér fátt um úrskurðinn finnast. Dómstóllinn tilnefndi barna- sálfræðing í hálft ár til að meta það hve hæf hún væri til að tak- ast á við þær áhættur sem biðu og hugsanlegan skaða sem hún yrði fyrir ein síns liðs þetta ung í tveggja ára ferð. Daginn áður en dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn lauk sautj- án ára breskur drengur, Mike Perham, við siglingu umhverf- is jörðina einn síns liðs. Hann sló þar með það met, sem Laura vonast til að slá innan fárra ára, að verða yngst til að vinna þetta afrek. - gb Foreldrar þrettán ára stúlku sviptir forræði: Staðráðin í að sigla ein í kringum jörðina LAURA DEKKER Lætur úrskurðinn ekkert á sig fá. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGSMÁL Fiskeldi HB Granda í Berufirði fékk nýlega 27 þúsund þorskseiði frá Stofnfiski sem komið hefur verið fyrir í eldis- kvíum í firðinum. Þetta er annar seiðaskammturinn í sumar því í júnímánuði voru sett út 23 þúsund seiði. Fyrir voru í eldi um tíu þús- und þorskar þannig að alls eru nú í stöðinni um sextíu þúsund fisk- ar, að því er fram kemur á vef HB Granda. Þorski var síðast slátrað á vegum HB Granda í lok síðasta árs en fiskurinn, sem nú er í eldis- kvíunum, verður væntanlega ekki kominn í sláturstærð fyrr en í lok næsta árs. - shá Þorskeldi HB Granda: Hafa sett út 50 þús- und seiði í Berufirði ÞORSKELDI Tíu þúsund þorskar voru fyrir í kvíum í Berufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Athafnamaðurinn Magnús Þorsteinsson, kenndur við Samson, Landsbankann og Eimskip, er ekki lengur ræðismaður Íslands í Pétursborg í Rússlandi. Magnús var skipaður kjör- ræðismaður þar árið 2004, en í framhaldi af gjaldþroti hans í sumar var farið að skoða stöðu hans í utanríkisráðuneytinu. Nú er leitað að hentugum eftirmanni hans. Samkvæmt heimasíðu ráðuneytis- ins gegndi hann enn stöðunni í gær, en það mun hafa misfarist að upp- færa síðuna. Ekki fengust upplýs- ingar í ráðuneytinu um hvenær Magnús lét af störfum ræðis- manns. Þar var staðfest að tiltekin skil- yrði þyrfti að uppfylla til að menn gætu verið ræðismenn. Eftir að Magnús varð gjaldþrota hefði hann ekki uppfyllt þau skilyrði. Samkvæmt skilgreiningu á kjör- ræðismanni, á sömu heimasíðu, er þess „krafist, að um vel metna menn sé að ræða sem eru fjárhags- lega sjálfstæðir, og talið er æskilegt að þeir séu nægilega efnaðir til að geta haldið uppi viðunandi risnu“. Gjaldþrota menn koma því vart til greina í slík trúnaðarstörf. Sá sem varð fyrir svörum í ráðuneytinu gat ekki svarað því hvort aldrei hefði verið rætt um stöðu Magnúsar, og forvera hans í starfi, Björgólfs Thor Björgólfs- sonar, í ljósi fyrri hluta skilgrein- ingarinnar: „vel metnir menn“. En sem kunnugt er hafa erlend stór- blöð oftar en einu sinni brigslað þeim um samstarf við rússnesk glæpasamtök. Enginn svaraði símanum sem utanríkisráðuneytið gefur upp fyrir ræðismann Íslands í Pétursborg í gær. - kóþ Leitað að nýjum ræðismanni í Pétursborg í stað Magnúsar Þorsteinssonar: Ræðismaður tekur poka sinn MAGNÚS ÞORSTEINSSON Þáver- andi utanríkisráðherra skipaði Magnús ræðismann í Péturs- borg, en áður gegndi stöðunni félagi hans, Björgólfur Thor Björgólfsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.