Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 10

Fréttablaðið - 29.08.2009, Page 10
10 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR ÞRÖNG Á ÞINGI Í JERÚSALEM Mús- limar fjölmenntu til bænahalds við moskuna helgu í Jerúsalem við mosk- una Al Aksa. Hinn helgi föstumánuður ramadan hófst fyrir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2010. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • menntamála - grunnskólar/leikskólar • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir. Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögnum, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur, merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2009. Styrkir Reykjavíkurborgar Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is www.reykjavik.is/styrkir HOLLAND, AP Þrír dómarar við héraðsdóm í Utrecht í Hollandi kváðu í gær upp þann úrskurð að barnaverndaryfirvöld fengju tímabundið forræði yfir Lauru Dekker, þrettán ára stúlku sem hugðist sigla einsömul í kringum jörðina. Dómararnir sögðu þessi áform djörf og áhættusöm, en vildu þó ekki svipta foreldra hennar alfar- ið forræðinu. Stúlkan mun áfram búa hjá föður sínum, en foreldr- arnir mega ekki taka stórar ákvarðanir fyrir hana, eins og til dæmis hvort leyfa eigi henni að sigla ein umhverfis jörðina. „Ég myndi ekki fara ef bátur- inn minn væri ekki fararhæfur, þannig að ekkert hefur breyst, nema að þetta tekur svolítið lengri tíma,“ sagði Laura Dekk- er og lét sér fátt um úrskurðinn finnast. Dómstóllinn tilnefndi barna- sálfræðing í hálft ár til að meta það hve hæf hún væri til að tak- ast á við þær áhættur sem biðu og hugsanlegan skaða sem hún yrði fyrir ein síns liðs þetta ung í tveggja ára ferð. Daginn áður en dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn lauk sautj- án ára breskur drengur, Mike Perham, við siglingu umhverf- is jörðina einn síns liðs. Hann sló þar með það met, sem Laura vonast til að slá innan fárra ára, að verða yngst til að vinna þetta afrek. - gb Foreldrar þrettán ára stúlku sviptir forræði: Staðráðin í að sigla ein í kringum jörðina LAURA DEKKER Lætur úrskurðinn ekkert á sig fá. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGSMÁL Fiskeldi HB Granda í Berufirði fékk nýlega 27 þúsund þorskseiði frá Stofnfiski sem komið hefur verið fyrir í eldis- kvíum í firðinum. Þetta er annar seiðaskammturinn í sumar því í júnímánuði voru sett út 23 þúsund seiði. Fyrir voru í eldi um tíu þús- und þorskar þannig að alls eru nú í stöðinni um sextíu þúsund fisk- ar, að því er fram kemur á vef HB Granda. Þorski var síðast slátrað á vegum HB Granda í lok síðasta árs en fiskurinn, sem nú er í eldis- kvíunum, verður væntanlega ekki kominn í sláturstærð fyrr en í lok næsta árs. - shá Þorskeldi HB Granda: Hafa sett út 50 þús- und seiði í Berufirði ÞORSKELDI Tíu þúsund þorskar voru fyrir í kvíum í Berufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Athafnamaðurinn Magnús Þorsteinsson, kenndur við Samson, Landsbankann og Eimskip, er ekki lengur ræðismaður Íslands í Pétursborg í Rússlandi. Magnús var skipaður kjör- ræðismaður þar árið 2004, en í framhaldi af gjaldþroti hans í sumar var farið að skoða stöðu hans í utanríkisráðuneytinu. Nú er leitað að hentugum eftirmanni hans. Samkvæmt heimasíðu ráðuneytis- ins gegndi hann enn stöðunni í gær, en það mun hafa misfarist að upp- færa síðuna. Ekki fengust upplýs- ingar í ráðuneytinu um hvenær Magnús lét af störfum ræðis- manns. Þar var staðfest að tiltekin skil- yrði þyrfti að uppfylla til að menn gætu verið ræðismenn. Eftir að Magnús varð gjaldþrota hefði hann ekki uppfyllt þau skilyrði. Samkvæmt skilgreiningu á kjör- ræðismanni, á sömu heimasíðu, er þess „krafist, að um vel metna menn sé að ræða sem eru fjárhags- lega sjálfstæðir, og talið er æskilegt að þeir séu nægilega efnaðir til að geta haldið uppi viðunandi risnu“. Gjaldþrota menn koma því vart til greina í slík trúnaðarstörf. Sá sem varð fyrir svörum í ráðuneytinu gat ekki svarað því hvort aldrei hefði verið rætt um stöðu Magnúsar, og forvera hans í starfi, Björgólfs Thor Björgólfs- sonar, í ljósi fyrri hluta skilgrein- ingarinnar: „vel metnir menn“. En sem kunnugt er hafa erlend stór- blöð oftar en einu sinni brigslað þeim um samstarf við rússnesk glæpasamtök. Enginn svaraði símanum sem utanríkisráðuneytið gefur upp fyrir ræðismann Íslands í Pétursborg í gær. - kóþ Leitað að nýjum ræðismanni í Pétursborg í stað Magnúsar Þorsteinssonar: Ræðismaður tekur poka sinn MAGNÚS ÞORSTEINSSON Þáver- andi utanríkisráðherra skipaði Magnús ræðismann í Péturs- borg, en áður gegndi stöðunni félagi hans, Björgólfur Thor Björgólfsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.