Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 34
34 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
S
tjórnvöld standa nú í
ströngu við að undirbúa
enn meiri niðurskurð í
sínum ráðuneytum og
undirstofnunum en
þegar hefur verið ráð-
ist í vegna vinnu við fjárlög næsta
árs, sem kynnt verða í haust.
Mikið mæðir á hverjum og einum,
en talsverður styr hefur staðið
um ýmis mál sem falla undir yfir-
stjórn Rögnu Árnadóttur, dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Undir Rögnu fellur embætti sér-
staks saksóknara vegna banka-
hrunsins sem tekst á við risavaxið
verkefni. Hún ber einnig ábyrgð á
lögregluembættum þar sem gríð-
arleg óánægja ríkir ef marka má
tíðar frásagnir lögreglumanna.
Landhelgisgæslan getur ekki
lengur haldið úti nægilega mörg-
um áhöfnum á þyrlur sínar til að
komast alltaf í langflug, og svona
mætti lengi telja.
Réttlætiskennd fullnægt
Búast má við holskeflu dómsmála
tengdum bankahruninu, sér í lagi
ef stjórnvöld fara líka að höfða
skaðabótamál gegn gerendum í
hruninu. Þarf að styrkja dómstól-
ana til að takast á við þetta aukna
álag, til dæmis með því að fjölga
dómurum?
Ég tel að dómarar þurfi að vera
vakandi fyrir því að afla sér þeirr-
ar sérþekkingar sem þarf til að
fást við efnahagsbrotamál. Það er
undir dómstólunum komið hvernig
þeir leysa það, og ég held að menn
séu meðvitaðir um að það séu mörg
mál á leiðinni. Áform um að koma
upp millidómstólsstigi hafa farið
í salt í bili þar sem það eru ekki
til peningar til að ráðast í slíkar
skipulagsbreytingar.
Það verður að koma í ljós hvort
fjölga þurfi dómurum. Dómstóla-
ráð hefur lagt til að héraðsdóm-
stólar landsins verði sameinaðir í
einn, og frumvarp sem felur í sér
þær breytingar hefur verið samið.
Það á reyndar eftir að dreifa því
í þinginu, en það er svo undir
Alþingi komið hvort sú breyting
verði gerð. Þessi breyting yrði
þá gerð til að koma í veg fyrir að
fækka þurfi dómurum í komandi
niðurskurði. Þeir líta svo á að það
megi að minnsta kosti ekki fækka
dómurum, og ég er alveg sammála
því.
Það sem liggur fyrir, og gildir
um stofnanir ráðuneytisins
almennt, er að við búum við þröng-
an fjárhag. Það eru allir kraft-
ar nýttir til hins ýtrasta og allir
reyna að gera sitt besta. Auðvitað
er það ekki svo að lægri fjárveit-
ingar leiði til betri þjónustu, en ég
hef tekið þann pól í hæðina að það
verði að reyna að sjá hver þörfin
er, hvað hlutirnir kosta. Á niður-
skurðartímum verða menn svo að
vera raunsæir með þær afleiðing-
ar sem niðurskurðurinn hefur.
Þú segir að dómsmálum sé
þröngt sniðinn stakkur vegna efna-
hagsástandsins. Telur þú að bágur
fjárhagur geti haft áhrif á rann-
sókn og saksókn mála sem upp
koma tengt bankahruninu?
Nei, það er sérstakur mála-
flokkur sem undir þessum mjög
svo óvenjulegum aðstæðum hefur
fengið nýtt embætti. Í rauninni er
það eitt af algerum forgangsatrið-
um hjá ríkisstjórninni að það sé
vel staðið að þessari rannsókn.
Reyndur hæstaréttarlögmaður
telur ólíklegt að þeir sem kunni
að verða sakfelldir í einhverj-
um málum tengdum bankahrun-
inu þurfi að sitja meira en nokkra
mánuði bak við lás og slá. Er refsi-
ramminn í efnahagsbrotamálum
nægilega víður til þess að refs-
ingar þeirra sem mögulega verða
sakfelldir fyrir brot í aðdraganda
hrunsins muni ekki virka eins og
blaut tuska í andlit almennings?
Refsingar fyrir auðgunarbrot
geta verið nokkuð þungar, en svo
er það alltaf spurning hvað menn
verða sakfelldir fyrir á endan-
um. Hvort það fullnægir réttlæt-
iskennd almennings er alltaf stór
spurning. Refsingar hafa verið að
þyngjast í kynferðisbrotamálum,
en slíkar breytingar er ekki hægt
að gera eftir á. Ég er ekkert viss
um að endilega sé hægt að setja
samasemmerki á milli þeirrar
refsingar sem menn gætu feng-
ið og þess sem almenningur telur
að sé réttlát refsing. Það er alltaf
álitamál.
Erfitt að sækja meiri peninga
Landhelgisgæslan hefur undan-
farið verið í fjársvelti, þyrluvaktir
eru of fáar til að hægt sé að senda
þyrlu langt á haf út hvenær sem
er. Hvaða lausnir sérðu fyrir þér á
vanda gæslunnar?
Það er augljóst að fimm þyrlu-
vaktir gera ekki sama gagn og sex
þyrluvaktir. Það þarf að kanna
hvort hægt er að nota þær fjár-
veitingar sem til staðar eru öðru-
vísi, hvernig forgangsröðunin
er. Hjá Landhelgisgæslunni hafa
menn mætt niðurskurðarkröfum
með skynsamlegum hætti, og flug-
rekstrardeildin liðið einna minnst
fyrir minnkandi fjárframlög.
Ég hef áhyggjur af þeirri stöðu,
ég get ekki neitað því. Við verð-
um að tryggja öryggi sjófarenda.
Þetta er eitt af þessum viðfangs-
efnum sem þarf að takast á við nú
þegar aðstæður í ríkisrekstrin-
um eru þannig að það er erfitt að
sækja meiri peninga.
Má ekki reikna með því að for-
stjóri Landhelgisgæslunnar hafi
nú þegar farið vandlega yfir aðrar
hagræðingarleiðir?
Með núverandi rekstrarfyrir-
komulagi er ljóst að það eru ekki
til meiri peningar í fjárveitingu
fyrir Landhelgisgæsluna til að
halda úti sex þyrluvöktum. Spurn-
ingin er sú hvort það sé hægt að
ná einhverri hagræðingu, og þar
tel ég skynsamlegt að líta á þetta í
stærra samhengi. Til dæmis í sam-
hengi við aðra starfsemi ríkisins á
hafinu, og í fluginu. Spurningin er
hvort hægt sé að finna leiðir til að
nýta mannskap og tækjakost betur
milli stofnana, sem ekki endilega
heyra undir sömu ráðuneytin. Ég
tel skynsamlegt að skoða það.
Hvað með möguleikann á sam-
einingu Landhelgisgæslunnar og
Varnarmálastofnunar, sem oft
hefur verið nefndur undanfarið?
Það er einn möguleikinn. Ef
menn sjá einhverja hagræðingu í
samþættingu starfsemi hjá þeim
stofnunum þá er það eitthvað sem
verður að skoða. Það er ekki full-
reynt með það, umræðan um að
ná fram hagræðingu hefur aðeins
verið að byrja á röngum enda, á
því hvort það eigi að leggja ein-
hverja stofnun niður eða sam-
eina. Það verður fyrst og síðast að
skoða hvað vinnst með því að sam-
eina stofnanir. Það er engin vinna
í gangi eins og er milli utanríkis-
ráðuneytis og dómsmálaráðuneyt-
isins, en ég á alveg eins von á því
að vinna fari í gang á næstunni, í
tengslum við vinnu við fjárlögin.
Eiga skilið heiðursmerki
Óánægja hefur kraumað lengi
innan lögreglunnar. Hver telur
þú að sé rót vandans hjá lögregl-
unni?
Rót vandans er margþætt, og ég
verð að játa að þegar þessi umræða
hófst í sumar var ég ekki meðvit-
uð um alla þá þætti. Ég gerði mér
ekki grein fyrir því að óánægjan
innan lögreglunnar snerist um
eitthvað annað og meira en fjár-
veitingar. Auðvitað eru þær stór
hluti vandans, en það kemur fleira
til. Til dæmis skipulagsbreyting-
ar innan einstakra embætta í kjöl-
far sameiningar lögregluembætta
árið 2007.
En einnig hafa orðið ákveðn-
ar breytingar í samfélaginu,
sem veldur því að lögreglumenn
þurfa meira að velta eigin öryggi
fyrir sér. Það er vegna ákveð-
inna atburða í búsáhaldabylting-
unni, þegar lögreglan stóð vaktina
fyrir framan stofnanir ríkisins, og
stóð sig með mikilli prýði. Þarna
myndaðist ástand sem ýmsir áttu
ekki von á að gæti myndast hér á
landi.
Svo er auðvitað ákveðin und-
iralda í gangi í samfélaginu.
Skemmdarverk eru framin á eign-
um fólks, innbrotum fjölgar. Þetta
og fleira kallar á aukna viðveru
lögreglu. Það er eðlilegt að lög-
reglumenn séu þeirrar skoðunar
að þeir séu of fáir. Ég er þeirrar
skoðunar að þeim megi að minnsta
kosti ekki fækka meira en orðið er
úti á götunum, það gengur ekki
upp. Þess vegna verður að reyna
að finna aðferðir til að skipuleggja
lögreglu þannig að það mæti þeirri
þörf sem fyrir hendi er.
Þú hefur talað fyrir því að lög-
regluembætti landsins verði sam-
einuð, ertu sannfærð um að það sé
rétta leiðin?
Það er hugmynd sem mér þykir
skynsamleg, og er að láta athuga
betur. Það verður að ráðast í
ákveðna útreikninga, og ég er að
vonast til þess að fá einhverjar nið-
urstöður í september. Það er auð-
vitað ljóst að tíminn er ekki mikill.
Svo er líka erfitt að ráðast í breyt-
ingar sem manni finnst fagleg rök
fyrir, en jafnframt gera það með
niðurskurðargleraugun á nefinu.
En það er til mikils að vinna, og
ég hef trú á þessari leið. Ég geri
mér hins vegar vel grein fyrir því
að þetta er mjög róttæk breyt-
ing, svo við verðum að sjá hvernig
þetta fer.
Hvað með sýslumannsembætt-
in, stendur til að fækka þeim?
Sýslumannsembættin eru svo
annað mál sem við höfum líka
verið að skoða. Þau eru sum hver
svo lítil að það er vafamál að þau
geti tekið á sig þann niðurskurð
sem þarf til án nokkurra breyt-
inga. Ég tel að fækka þurfi emb-
ættunum og þau jafnframt stækk-
uð, en vera jafnframt með útibú til
að viðhalda þjónustu við almenn-
ing. Ég geri mér grein fyrir því að
sýslumannsembættin gegna mikil-
vægu hlutverki, ekki síst á lands-
byggðinni. Þetta er vinna sem við
þurfum að ráðast í. Það eru ótal
verkefni í ráðuneytinu þessa dag-
ana, og ekki hægt að ráðast í þau
öll í einu.
Undanfarið hafa reglulega borist
fréttir af því að lögreglumenn hafi
ekki komist til að sinna nauðsyn-
legum verkefnum. Til dæmis hefur
komið fram að í það minnsta þrem-
ur tilfellum hafi húsráðandi vakn-
aði með innbrotsþjóf inni í íbúð
sinni en ekki getað fengið aðstoð
lögreglu þar sem lögreglumenn
voru í öðrum verkefnum. Hvernig
bregst þú við þessu, er það ásætt-
anlegt fyrir landsmenn að vita til
þess að lögreglumenn hafa varla
tíma til að sinna störfum sínum
sökum manneklu?
Ég vil ekki tjá mig um einstök
tilvik, en almennt séð á lögregl-
an að vera þannig búin að hún geti
sinnt þeim útköllum sem hún á,
lögum samkvæmt, að sinna. Það er
auðvitað mjög slæmt ef mannfæð
verður til þess að lögreglan geti
ekki gætt öryggis borgara þessa
lands. Það er mikilvægt, ekki síst
nú á dögum þegar óróleiki og ólga
er í samfélaginu, og aukinn fjöldi
afbrota.
Hinn handleggurinn á því máli
er öryggi lögreglumanna. Lög-
reglumenn óttast um öryggi sitt
sökum þess að oft er langt í aðstoð
frá öðrum lögreglumönnum, og
þeir eru sífellt oftar hafðir einir
á bílum. Reyndur lögreglumað-
ur orðaði það þannig í viðtali við
Fréttablaðið að það sé bara tíma-
spursmál hvenær lögreglumaður
verður drepinn í starfi. Skilur þú
þessi sjónarmið lögreglumann-
anna, og ef svo, hvað verður gert
til að breyta þessu?
Sameining embætta á dagskrá
SKYLDURÆKNI „Ég veit að lögreglumenn eru duglegt og skyldurækið fólk, og ég veit að það stendur ekki til að þeir fari að
bregðast skyldu sinni. Ég hef velt fyrir mér hvort fólk geri sér almennt grein fyrir því hvers konar álag var á lögreglumennina í
búsáhaldabyltingunni, þegar þeir stóðu vaktina,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ragna Árnadóttir hefur starfað í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu frá árinu 2002, og eins og hún orðar það
sjálf hefur hún gegnt flestum störfum innan ráðuneyt-
isins, fyrir utan að svara í síma. Oft er hins vegar talið
heppilegt að fá nýtt sjónarhorn á málaflokka með því
að fá ráðherra sem koma utan frá.
Ragna segir það ótvírætt kost fyrir sig að hafa
reynslu af störfum fyrir ráðuneytið áður en hún tók
við embætti ráðherra, enda hafi hún þannig öðlast
mikilvæga innsýn í málaflokka ráðuneytisins.
„Hlutverk embættismanns í ráðuneyti og hlutverk
ráðherra er mjög ólíkt. Maður finnur um leið og
maður sest í sæti ráðherra að þetta er ekki sambæri-
legt á neinn hátt. Ráðherra þarf að hugsa í töluvert
víðara samhengi en embættismaðurinn. Það fylgir því
stefnumótun að vera í þessu embætti.“
Ástandið í þjóðfélaginu er vægast sagt erfitt um
þessar mundir, og utan frá virðist starf Rögnu ganga
að miklu leyti út á að slökkva elda.
„Þetta er eitt stærsta verkefnið sem ég hef þurft að
vinna, ég hef aldrei verið í jafnkrefjandi starfi,“ segir
Ragna. „Ég átti reyndar ekki von á því að taka við starf-
inu til að byrja með, en þegar það hafði verið ákveðið
átti ég vissulega von á að þetta yrði erfitt. Það vill svo
heppilega til að mér hef mjög gaman af því að vinna,
svo ég tel það ekki eftir mér þó vinnudagarnir verði
langir. Mér finnst líka gott að geta gert samfélaginu
gagn á þennan hátt, og vona að ég sé að gera gagn.“
Staða Rögnu er talsvert önnur en flestra annarra
ráðherra í ríkisstjórninni. Bæði hún og Gylfi Magnús-
son viðskiptaráðherra eru ópólitískir ráðherrar, hafa
ekki gengið í gegnum kosningar, og eiga ekki sæti á
Alþingi.
„Mín staða sem utanflokka-
er öðruvísi en staða ráðherra
hluti af þingflokki. Þegar mál
dómsmálaráðuneytið koma u
takandi í þeim málum. Ég ver
vilja meirihluta þingsins, þega
leita ég auðvitað til stjórnarflo
einhverju leyti lýst sinni stefn
en þegar því sleppir þarf ég a
Ragna
„Umboð mitt sem ráðherra
RÁÐHERRADÓMURINN MESTA ÁSKORUNIN
Ef lögreglumenn líta svo á að það sé tímaspursmál
hvenær einhver þeirra lætur lífið í starfi þá bregður
manni auðvitað við það.
Það hafa ekki verið rólegir mánuðir sem Ragna
Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur átt frá því
að hún tók við embætti í kjölfar búsáhaldabylting-
arinnar. Brjánn Jónasson ræddi óánægju innan
lögreglunnar, fjárskort Landhelgisgæslunnar,
breytingar í dómsmálum og önnur mál sem krefj-
ast langra vinnudaga hjá ráðherranum sem aldrei
hefur gengið til liðs við stjórnmálaflokk.