Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 3
Starfsemi er að hefjast að nýju
í Kvennaskólanum á Blönduósi
sem á sér nær hundrað ára merka
sögu. Þar hefur Textílsetur Íslands
hreiðrað um sig. Markmið þess er
að þeir sem áhuga hafa geti komið
saman við handíðir án þess að hafa
áhyggjur af amstri hversdagsins. Í
þeim anda verða þar fjölbreytt og
fróðleg námskeið dagana 24. til 27.
október. Ragnheiður Eiríksdóttir
mun halda fyrirlestra um prjón
og kenna prjóntækni með spenn-
andi útfærslum sem byggir á hug-
myndafræði Elizabeth Zimmerman
prjónagúrús. Edda Lilja sem er að
prjóna 52 húfur á 52 vikum verður
með hugmyndasmiðju í anda þessa
verkefnis og einnig verða nám-
skeið í hekli, bæði rússnesku og
venjulegu, sem og gimbi og spuna
á halasnældur. Um hálfs dags nám-
skeið er að ræða svo nemendur hafi
tækifæri til að fara á milli.
Allt þetta upplýsir Ásdís Birgis-
dóttir framkvæmdastjóri. Hún segir
þetta aðra námskeiðalotu setursins.
Sú fyrsta hafi verið í júní síðast-
liðnum. Þá hafi nemendur tálgað,
kniplað, baldýrað og prjónað. „Það
var setið í hverju horni við vinnu,
auk þess að skrafa um daginn og
veginn en ekki síst um sameigin-
legt áhugamál allra, handverkið,“
segir hún glaðlega. „Svo var bros-
að og dæst yfir dásamleika þess að
sitja í ró og næði í þessu sögulega
húsi sem ber með sér andblæ liðins
tíma.“ gun@frettabladid.is
Sumarhópurinn heimsótti Erlend Magnússon útskurðarmeistara og þessi mynd var
tekin við það tilefni.
Spunnið á halasnældu,
heklað og gimbað
Allir sem áhuga hafa á heimilisiðnaði og handverki eru velkomnir á haustnámskeið Textílseturs Íslands
á Blönduósi sem verða haldin í lok október. Áherslan verður einkum lögð á prjón, hekl, gimb og spuna.
Knipl er kúnst sem gaman er að kunna.Faldbúningapilsin eru fín.
Nemendur sumarnámskeiðsins spá og spekúlera. MYND/ÁSDÍS
HÚSSTJÓRNARSKÓLINN er með aðsetur í einu fallegasta húsi borgarinnar við Sól-
vallagötu 12, 101 Reykjavík. Námið í skólanum er ein önn sem hefst að hausti eða vori og
er metið til 24 eininga. Sjá www.husstjornarskolinn.is.
Undraheimur Þing-
valla er tveggja kvölda
námskeið sem Endur-
menntun Háskóla
Íslands heldur 8. og
10. september. Þar
verður fjallað um
söguna, jarðfræð-
ina, lífríki vatnsins og
heimsminjaskrána og
sérfræðingar þessara
fjögurra fræðasviða sjá
um kennsluna.
Þetta gæti verið snið-
ugt námskeið fyrir þá
sem vilja gera næstu
Þingvallaferð að nýrri
upplifun.
www.hi.is
Útsala
• Úlpur
• Kápur
• Jakkar
Glæsilegar
yfirhafnir.
50%
afsláttur
Kennt í Reykjavík 25. - 28. september
Uppl. í síma 496-0769 og 897-7469 • Margeir
Auður Ingibjörg Konráðsdóttir
Heilsukokkur heldur matreiðslu-
námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á
hollum og góðum mat.
Áhersla verður lögð á grænmeti og
hvernig má gera holla, gómsæta og
budduvæna rétti án mikillar fyrirhafnar.
Nánari upplýsingar
í síma 823-8000 og á
www.heilsukokkur.com
HOLLT OG
HAGKVÆMT
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki