Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 36
2 matur
BANANASTANGIR Á GRENSÁS
Júlía Margrét Alexandersdóttir
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig
Gísladóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður
Gíslason Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Kolbrún Björt
Sigfúsdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir Ljósmyndir:
Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
VERSLUN SÆLKERANS
Ég get stundum ekki beðið eftir að verða gömul kona þar sem ég hét sjálfri mér fyrir löngu að þegar ég yrði gömul ætlaði ég að borða konfektmola í öll mál. Kjaga feit með konfektkassa upp í
rúm á hverjum morgni, leggjast á beddann og stynja af ánægju þegar
ég styngi þeim upp í mig – allan daginn.
Sætindi eru sem sagt mín veika hlið. Bland í poka dugar mér í
kvöldmat, ég vil helst hafa hnetusmjörs-M&M með camembert og
súkkulaði smjör á franskbrauð þykir mér ein stórkostlegasta uppfinn-
ing síðari tíma. Svo ekki sé minnst á sírópið mitt sem ég helli ofan á
osta samlokur.
Frá því ég man eftir mér hefur líf mitt snúist um að finna allar
mögulegar og ómögulegar leiðir til að verða mér úti um sælgæti. Þeim
mun minni áhuga hafði ég á mat og fúlsaði við öllu nema það héti þá í
mesta lagi brauð með osti. Ég var jafnklók í að redda mér sælgæti eins
og ég var í því að koma matnum óséð í ruslið.
Á þeim tímum sem ég ólst upp var venjan enn sú, heppilega fyrir
heilsu mína eflaust, að börn fengu bara sælgæti til hátíðabrigða. Dag-
arnir fóru því í að redda sér nammi með einhverjum aðferðum og eitt
sinn man ég eftir strokleðri sem lyktaði svo dásamlega að ég reyndi að
éta það.
Maður lét sér duga margt. Þannig æfði ég ballett á þessum árum í
Skúlagötu og það fleytti mér langt að teyga að mér ilminn sem barst
úr Nóa-Siríus-verksmiðjunni sem þá var í næsta húsi. Við mældum
líka göturnar í leit að aurum sem við gátum keypt kúlur fyrir og eitt
sinn sagði ég einfaldri nágrannastúlku í næsta húsi að ef hún myndi
grafa karamelluna sína í sandinn myndi vaxa þar karamellutré. Tréð
óx aldrei og karamellan hvarf upp í munninn á
mér um kvöldið.
Margt dásamlega gott er í minningunni frá
þessum tíma. Gulur breikpinni, Double dip,
eilífðarkúlur og drakúla. Maður var líka fljót-
ur að sigta út þá nágranna sem voru nýkomnir
frá útlöndum og var að gaufast fyrir utan húsið
hjá þeim þar sem kallað var á mann og manni
boðið Twist. Pabbi var orðinn útsmognari en
ég og faldi sælgætið það vel þegar hann kom
frá útlöndum að enn þann dag finnst jafn-
vel fílakaramellupoki frá 1985 inni í
veggjum (hann faldi þetta eins og um
væri að ræða gull á stríðstímum).
Bananastangir frá Góu slógu
þó allt sem gott var út. Ég lærði þar
hins vegar ágæta lexíu í hvernig
hægt er að komast yfir einhverja
fíkn – á sama hátt og alkinn þarf að
skafa botninn til að leita sér hjálpar
tók ég of stóran skammt af banana-
stöngum og gleymdi þeim um tíma.
Peningunum sem ég hafði safnað fyrir
hamstri heilan vetur, stakk ég í poka og tók tíuna
frá Árbæ niður á Grensásveg. Í sjoppunni þar sem
strætisvagnarnir stoppuðu voru nefnilega bestu ban-
anastangir landsins og fyrir hamsturspeningana alla lét
ég konuna telja bananastangir ofan í stóran poka. Það tók
mig nokkra daga að klára þær.
Bændamarkaður Frú Laugu var opnaður
á Laugalæk 6 í byrjun ágúst og er þar að
finna vörur sem koma beint frá bændum.
„Núna erum við með mikið af grænmeti.
Við erum líka með kæli- og frystivörur, egg,
kjöt og fisk,“ segir Arnar Bjarnason, sem
rekur verslunina ásamt konu sinni Rakel
Halldórsdóttur. „Svo slæðist hér inn önnur
vara eins og sápur frá bændum á Lóni og
gærur frá Löngumýri.“
Arnar segir að Frú Lauga sé komin til að
vera. „Þetta er ekki bara haustopnun,“ segir
Arnar og bætir við að áherslurnar muni
breytast eftir árstíðum. Frú Lauga er opin
fjóra daga vikunnar frá miðvikudegi til og
með laugardegi. „Við erum að afla okkur
aðfanga hina dagana. Það fer mikil vinna
í það því þetta er þannig vara. Við höldum
líka markaðshugmyndinni gangandi með
takmörkuðum afgreiðslutíma en það er ekki
útilokað að hann breytist.“
Rétturinn er frá Grikklandi, við erum með grískt jógúrt og grískan fetaost en samt
er íslenskt hráefni undirstaðan í
honum, sem er lundinn, nautak-
innin, radísur og fleira. Við notum
jógúrtið til að gera þetta aðeins skemmtilegra.
Við erum eiginlega bara með íslenskt hráefni
í réttunum okkar en svo notum við brögð og
krydd frá öllum heimsálfum,“ segir Vigdís Ylfa
Hreinsdóttir, kokkur á Fiskfélaginu í gamla
Zimsen-húsinu við Grófartorg. Hún og Gústav
Axel Gunnlaugsson töfruðu fram þennan lunda-
rétt, en þau eru yfir matreiðslunni á staðnum.
Vigdís segir íslenskt hráefni henta vel í
„fusion“ og það koma skemmtilega á óvart. „Við
erum með mikið af ferskum íslenskum fiski,
til dæmis ferska skötu, sem kemur gestunum
yfirleitt á óvart. Núna fer fólk að fatta hvað við
eigum rosalega gott hráefni. Það er gaman að
nota bara íslenskt og fá svo smá hjálp frá ein-
hverju öðru landi.“ - kbs
Tilvalið til tilrauna
Íslenskt hráefni hentar vel til tilrauna og má blanda við það matarhefðum annarra
landa. Yfirkokkar Fiskfélagsins deila lundauppskrift staðarins með lesendum.
ÍSLENSKUR LUNDI FISKFÉLAGSINS, FRÁ DRANGEY
Forréttur, uppskrift fyrir 4
Frú Lauga
Tilrauna-
eldhús
Rétturinn er litríkur og fagur.
Gústav Axel Gunnlaugsson og Vigdís
Ylfa Hreinsdóttir eru yfir matreiðslunni
á Fiskfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Grískur réttur með
íslenskum lunda.
A Aðalréttur Til hátíðabrigða
Annað kjöt
en fuglakjöt
M Meðlæti
Grænmeti
Hvunndags
Fiskur
LUNDINN
4 stk. lundabringur
1 stk. rauður chili
1 stk. hvítlauksrif
50 ml olía
Skerið chili-ið smátt ásamt
hvítlauk og blandið við olí-
una. Látið lundabringurnar
liggja í leginum yfir nótt eða
24 klst. Takið upp úr marin-
eringunni og steikið lund-
ann á heitri pönnu á báðum
hliðum í nokkrar sekúndur
eða brúnið lundann. Krydd-
ið með salti og pipar.
NAUTAKINNIN
1 nautakinn
3 l vatn
1 stk. laukur
1 stk. hvítlaukur
1 stk. gulrót
olía, salt og pipar
Nautakinnin er soðin
í vatninu ásamt grænmet-
inu í 6 klst.
Kælið og rífið niður, olíu,
salti og pipar bætt út í.