Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 66
38 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Ný bók með fimmtíu mismundi vett-
lingamynstrum eftir Ágústu Jónsdótt-
ur, líffræðing og rekstrarhagfræð-
ing, er væntanleg í búðir innan fárra
vikna.
„Ég hef sjálf alltaf verið handköld
og þurft á vettlingum að halda frá því
ég var barn á Ísafirði,“ segir Ágústa.
„Amma prjónaði mikið og ég hef lengi
haft auga fyrir eigulegum vettlingum.
Í fyrra fór ég að prjóna þá í jólagjafir
því ég vil að allir njóti hlýrra handa
en fann þá engar uppskriftir. Vissi að
það kom út bók með slíkum mynstrum
fyrir mörgum árum, rosalega falleg
en hún er bara ófáanleg og ekki einu
sinni til á bókasafni. Svo ég fór að búa
til mínar eigin uppskriftir. Það var
gaman og gekk vel. Þá sagði maðurinn
minn: „Af hverju gefur þú ekki bara
út bók?“ Þannig kom hugmyndin. Því
ekki að gefa út bók? Og ég fór á fullt að
teikna og prjóna.“
Ágústa segist ekki geta eignað sér öll
mynstrin en hún raði þeim upp á sinn
hátt og velji saman litina. „Ég er með
eina hefðbundna rósavettlinga sem ég
gerði eftir öðrum. Þeir eru með átta-
blaðarósinni og mér fannst ekki hægt
að gefa út íslenska vettlingabók án
þess að hafa þá með,“ útskýrir hún.
Vettlingarnir eru allir símynstraðir og
úr kambgarni. „Ég vildi nota íslenskt
garn og kambgarnið er mjúkt og hlýtt,“
útskýrir Ágústa. „Það er til önnur bók
yfir lopavettlinga en þessir eru litrík-
ari og prjónið fínna.“
Hún viðurkennir að vettlingar úr
kambgarni henti ekki í hörkufrosti,
nema hafa aðra utan yfir. „Þessir
notast meira við aðrar
aðstæður, þegar
farið er út að labba,
skroppið niður í
bæ, út að keyra og
svona. En þó að
garnið sé fínt þá
er það úr hreinni
ull og svo er það
víðast tvöfalt og
þrefalt vegna
mynstranna og
það gerir prjón-
ið þykkra.“
Flestir vett-
linganna í bók-
inni eru í milli-
stærð sem
passar á konur
og unglinga
en líka nokkrir
á herra og börn. „Börn týna auðveld-
lega vettlingum en auðvelt er að prjóna
nöfnin þeirra í þá og sýnishorn af því
kemur fram í bókinni,“ tekur Áslaug
fram en prjónaði hún alla vettlingana
sjálf? „Ekki alveg alla. Móðir mín á
nokkra en svo bauð ég henni á skauta í
febrúar og það kom mér í koll því hún
handleggsbrotnaði og gat ekki prjónað
meira þann veturinn en ég fékk hjálp
frá vinkonu minni.“
Ágústa segir gaman hversu mikill
prjónaáhuginn sé hjá þjóð-
inni. „Margir eru eins
og ég að taka upp þráð-
inn aftur eftir langt
hlé og aðrir eru að
prjóna sínar fyrstu
lykkjur. Þeim hent-
ar vel svona bók.
Vettlingar eru létt-
ir á prjónum og það
er hægt að ljúka
við þá á skömm-
um tíma. Maður
er svona eitt til tvö
kvöld með hvern ef
maður situr svo-
lítið vel við. Því er
minni tilhugsun að
byrja á þeim en
heilli peysu. Það
er líka skemmti-
legt að prjóna sokka,
bara verst hvað þeir endast illa.“
Það er bókaforlagið Salka sem gefur
Vettlingabókina út. Ágústa segir verið
að leggja lokahönd á umbrot. „Bókin
kemur út í næsta mánuði,“ segir
hún. „Við erum að tala um miðjan
september.“ gun@frettabladid.is
ÁGÚSTA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR: ER HÖFUNDUR NÝRRAR VETTLINGABÓKAR
Vill að allir njóti hlýrra handa
MÆÐGUR Margrét Sól Aðalsteinsdóttir og Ágústa með álitlegan stafla af útprjónuðum vettlingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
MERKISATBURÐIR
1862 Akureyri fær kaupstaðar-
réttindi í annað sinn.
1910 Fyrsti keisaraskurður á
Íslandi, þar sem bæði
móðir og barn lifa, er
framkvæmdur í Reykjavík.
1944 Á Ísafjarðardjúpi veiðist
300 kílógramma túnfisk-
ur.
1945 Hafin er bygging húss fyrir
Þjóðminjasafn Íslands við
Hringbraut í Reykjavík.
1948 Baldur Möller verður
skákmeistari Norður-
landa, fyrstur Íslendinga.
1971 Kirkjan á Breiðabólstað á
Skógarströnd brennur til
kaldra kola og kviknar í bíl
sóknarprestsins.
2005 Fellibylurinn Katrín fer yfir
suðurströnd Bandaríkj-
anna, 1.600 manns láta
lífið.
MICHAEL JACKSON POPPTÓNLISTAR-
MAÐUR VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG
ÁRIÐ 1958.
„Ef þú kemur inn í þennan heim
vitandi að þú ert elskaður og
ferð úr þessum heimi með sömu
fullvissu í hjarta er hægt að ráða
við allt sem gerist þar á milli.“
Michael Jackson var söngvari, leik-
ari, dansari og lagahöfundur. Hann
var barn að aldri þegar hann hóf
feril sinn með fjölskylduhljóm-
sveitinni Jackson 5 en varð síðan
sóló listamaður og stundum kallað-
ur konungur poppsins.
Kynning á tækjum og búnaði
Hjálparsveitar skáta í Kópa-
vogi verður í Vetrargarðinum
í Smáralind í dag frá klukk-
an 12 til 16. Viðburðurinn er
einn af mörgum sem sveit-
in heldur í tilefni af fjörutíu
ára afmæli sínu á þessu ári,
að sögn formannsins Írisar
Marelsdóttur. Hoppkastali og
klifurveggur verða í garðin-
um líka svo börnin sem koma
í heimsókn ættu að geta feng-
ið útrás fyrir hreyfiþörfina.
Hávaðaseggur nágranni
verður á staðnum og aðrar
óvæntar uppákomur á heila
tímanum.
Óhætt er að fullyrða að
skátarnir í Kópavogi haldi
úti einni öflugustu hjálp-
arsveit landsins og eflaust
hafa margir gaman af að líta
á græjurnar þeirra. „Fyrir
utan leitir og aðra aðstoð við
samborgarana er alltaf eitt-
hvað um að vera hjá okkur í
sveitinni, ekki síst á afmæl-
isárinu,“ segir Íris Marels-
dóttir. - gun
Skátar kynna
björgunarbúnað
SKÁTAR Báturinn verður eflaust til sýnis ásamt bílum og sleðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
MOSAIK
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför
Guðmundar Karls Jónssonar
Strikinu 4, Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameins-
deildar 11e, Landspítala.
Rannveig Björnsdóttir
Jón Örn Guðmundsson
Björn Þór Guðmundsson
Kvikmyndin Svo á
jörðu sem á himni
eftir Kristínu Jóhann-
esdóttur var frum-
sýnd þennan dag
árið 1992. Mynd-
in fjallar meðal ann-
ars um strand franska
rannsóknarskips-
ins Pourquoi pas?
við Mýrar árið 1936.
Lítil stúlka sem heit-
ir Hrefna blandar
saman fortíð og fram-
tíð með ímyndunarafli
sínu og reynir að hafa
áhrif á atburðarásina.
Því fléttast inn í myndina skörungskonan Straumfjarðar-
Halla sem var uppi á 14. öld og þótti þá forn í skapi og
fjölkunnug. Meðal þess sem hún kunni fyrir sér var að
vinna járn úr mýrar-
rauða í smiðju
sinni.
Svo á jörðu
sem á himni var
að miklum hluta
tekin upp við Höfn
í Hornafirði. Horn-
firskir áhugaleik-
arar komu þar við
sögu og félagar í
Karlakórnum Jökli
voru í hlutverki
hinna látnu skip-
brotsmanna í fjör-
unni. Í myndinni
léku einnig lands-
frægir leikarar, meðal annars Álfrún Örnólfsdóttir, þá tíu
ára, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helgi Skúlason, Jón Sigur-
björnsson, Sigríður Hagalín og Guðrún Gísladóttir.
ÞETTA GERÐIST: 29. ÁGÚST 1992
Svo á jörðu sem á himni frumsýnd