Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 84
56 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Dóra Stefánsdóttir horfir fram á veginn með íslenska kvennalandsliðinu þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki alveg geng- ið upp á EM í Finnlandi. Hún er sannfærð um að stelpurnar okkar eigi eftir að ná enn lengra í fram- tíðinni og geti komist mun oftar inn á stórmót. „Þetta er bara byrjunin hjá okkur. Við erum búnar að sýna það að við eigum að vera hérna og núna þurfum við bara smá tíma til að bæta okkar leik og þá verð- ur þetta allt annað þegar við erum komnar á stórmót í annað sinn,“ segir Dóra. „Maður vonar bara að þetta sé bara byrjunin á einhverju ennþá stærra. Það er drullusvekkj- andi að ná ekki okkar markmiðum því við settum okkur það mark- mið að komast upp úr riðlinum. Það gengur ekki eftir og þá er maður andvaka yfir því. Það þýðir bara ekkert, svona er íþróttin og við þurfum bara að leggja ennþá meira á okkur,“ segir Dóra. Dóra ætlar að nýta svekkelsið eftir töpin á móti Frakklandi og Noregi til að ná upp meiri krafti fyrir leikinn á móti heims- og Evrópumeisturum Þýskalands á sunnudaginn. „Maður notar þessa orku sem maður hefur til þess að gera eitthvað gott í þeim leik í staðinn fyrir að eyða henni í pirring. Maður verður að reyna að sjá þetta sem frábæra reynslu og tækifæri til að fá góðan leik á móti frábæru liði. Það eru hörku- leikir eftir í HM á þessu ári þannig að þetta verður bara hluti af því að búa liðið undir þá,“ segir Dóra. Hún segir þær þýsku munu fá að finna fyrir því í leik sem þær hafi ekki mikla áhyggjur af enda búnar að tryggja sér sigurinn í riðlinum. „Það vill enginn mæta Íslandi og við ætlum að halda áfram að hafa það þannig,“ segir Dóra, sem er langt frá því að vera södd. „Við erum búnar að taka mörg skref fyrir kvennafótboltann á Íslandi og við erum alls ekki hætt- ar. Þetta er ungt lið en við erum með há markmið. Þetta mót fer í reynslubankann hjá okkur en þetta er bara rétt að byrja.“ - óój Dóra Stefánsdóttir segir að stelpurnar ætli að komast enn lengra í framtíðinni: Enginn vill mæta Íslandi og við viljum hafa það þannig FÓTBOLTI Ásta Árnadóttir hefur enn ekki fengið að spreyta sig á EM eftir að hafa verið fasta- maður í liðinu þegar það tryggði sér sætið á EM. Landsliðsþjálf- arinn hefur hrósað varamönnum liðsins fyrir gott hugarfar. „Það er mikilvægt að við séum allar jákvæðar og bíðum eftir kall- inu. Auðvitað vill maður spila og gera sitt inni á vellinum en maður reynir að gera sitt utan vallar meðan maður bíður eftir tækifærinu,“ segir Ásta. Inn- köstin hennar voru tekin fyrir á UEFA-síðunni fyrir keppnina en hafa enn ekki sést. „Það er aldrei að vita nema fólk á EM fái að sjá löngu innköstin mín. Þetta er ekki búið og ennþá einn leikur eftir. Vonandi fæ ég tækifæri til að sanna mig,“ segir Ásta. - óój Ásta Árnadóttir: Fæ vonandi tækifæri Reynir Björn Björnsson, læknir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er allt í öllu á æfingu daginn eftir leik að stilla púls- mæla, stjórna byrjunarliðinu á hlaupa- og teygjuæfingu og hugsa fyrir öðru sem hjálpar leikmönnum liðsins að ná úr sér leik gærkvöldsins á sem bestan hátt. „Ég stjórna endurheimtinni og þetta hefur alltaf verið mitt áhugamál. Ég er með þjálfaramenntun og er menntaður á þessu sviði. Við Siggi höfum verið að vinna mikið í þessari endurheimt saman og ég hef bara tekið það að mér að skokka með þeim,“ sagði Reynir og hann er á því að þetta skipti leikmenn miklu máli. „Það eru aðeins þrír sólarhringar á milli leikja og það má ekki vera minna. Í raun og veru er alveg á mörkunum að þú sért hundrað prósent tilbúinn í næsta leik, þrátt fyrir að þú gerir allt rétt, borðir rétt og hugsir eins vel um þig og þú getur,“ segir Reynir. Oft má sjá byrjunarliðsmennina horfa löngunaraugum á aðra leikmenn liðsins sem eru á fullu í fjörugum bolta- og skotæfingum. „Þær vilja helst vera í bolta en þær fá engan bolta. Þessar eiga bara að hugsa um að ná sér. Þær geta leikið sér pínulítið en það mega ekki vera nein átök. Þær eiga bara að vera í hvíld. Þeim finnst voðalega leiðinlegt að sjá hinar vera að gera eitthvað sem þeim finnst rosa- lega skemmtilegt. Þær segja alltaf við mig: nú koma skemmtilegu æfingarnar,“ segir Reynir. Þóra Björg Helgadóttir segir leikmenn finna mikinn mun á sér. „Það er fýla í gangi núna því við viljum allar vera með á æfingu en ég myndi segja að það væri mjög jákvæð fýla. Okkur líður betur í kroppnum. Þessi endurheimt hjá Sigga og Reyni er að skila sínu. Það er ógeðslega leiðin- legt að horfa á hinar leika sér á æfingu en mér finnst við vera sprækari í dag,“ segir Þóra. REYNIR BJÖRN BJÖRNSSON: LÆKNIR STELPNANNA SÉR UM BYRJUNARLIÐIÐ DAGINN EFTIR LEIK Þær vilja helst vera í bolta en þær fá engan bolta DÓRA STEFÁNSDÓTTIR Segir þetta aðeins byrjunina. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Ó. ÁSTA Á æfingu landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA FÓTBOLTI Stelpurnar okkar leika á morgun lokaleik sinn á Evrópu- mótinu í Finnlandi á móti heims- og Evrópumeisturum Þýskalands. Fram undan er hins vegar annað ævintýri þar sem stelpurnar reyna að komast fyrst allra íslenska knattspyrnulandsliða í úrslita- keppni heimsmeistaramóts. Það er hins vegar enn óvissa hvort þær þurfa að gera það án fyrirliða síns, Katrínar Jónsdóttur, sem er ekki búin að ákveða framtíð sína í boltanum. Íslenska kvennalandsliðið er framtíðarlið því flestir leikmenn liðsins eru enn ungir og enginn af reynsluboltunum er að hugsa um að hætta nema kannski fyrirliðinn. Katrín spilar gríðarlega stórt hlut- verk í liðinu innan sem utan vall- ar og það er því mikilvægt fyrir kvennalandsliðið að hún hjálpi lið- inu að stíga næsta skref. „Ég veit ekki hvernig þetta þró- ast. Núna langar mig ekki að hætta í fótbolta, því mér finnst þetta ennþá svo gaman,” segir Katrín. „Ég sest niður með þjálfurunum eftir tímabilið og við metum stöð- una. Ég þarf líka að ræða þetta við fjölskylduna því hún hefur eitt- hvað að segja í þessu líka,” segir Katrín. „Mér finnst ég ennþá hafa eitthvað að gefa mínum liðum, bæði mínu félagsliði á Íslandi og landsliðinu. Ég finn það alveg að eftir því sem maður verður eldri þarf maður að vera skynsamari í æfingunum. Það er ekkert ókeypis og maður þarf að hafa meira fyrir hlutunum en þegar maður var tví- tugur,“ sagði Katrín. Þeir eru örugglega margir sem eiga eftir að velta þessu upp á næstu mánuðum enda vilja allir sjá þennan mikla leiðtoga hjálpa landsliðinu að komast enn lengra. Ein af þeim er yngri systir Katr- ínar. „Systir mín sem er fjórtán ára sagði við mig áður en ég fór út til Finnlands: „Gerðu það, ekki hætta. Þú verður að ná hundrað leikjum.“ Ég er ekki alveg að pæla í því, maður er í þessu á meðan þetta er gaman og manni finnst að maður sé að gefa liðinu eitthvað. Mér finnst það núna,“ segir Katr- ín, sem ætti að eiga átta leiki eftir í hundraðasta leikinn spili hún alla leiki ársins. Félagar Katrínar segja það svo skemmtilegt að vera hluti af þessu liði að það gæti orðið erfitt fyrir hana að hætta. „Ég hef ekki áhyggjur af því að neinn sé að fara að hætta í þessu liði. Það er svo mikil stemning að vera í þessum hóp að þær verða í þessu eins lengi og þeim finnst gaman,“ sagði Dóra Stefánsdóttir. Markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir er ekkert farin að plana það að hætta sjálf. „Það er eðlilegt að það verði einhver endur- nýjun en maður vonar að sem flest- ar haldi áfram. Þær einu sem eru í alvarlegum áhættuhópi eru fyrir- liðinn og, mig grunar, Erna [Björk Sigurðardóttir] líka. Maður vonar samt ekki,“ segir Þóra. Hún segir að stelpurnar myndu alveg skilja það þó að Katrín segði þetta gott. „Það verður mikill missir að Katr- ínu en við munum leysa það ein- hvern veginn. Maður skilur það nú alveg. Það eru nokkur ár í næsta mann hjá henni og hún er orðin 32 ára. Það yrði enginn svekktur út í hana ef hún hætti en ég veit ekki hvað hún gerir,“ sagði Þóra. „Katrín á nokkur góð ár eftir ef hana langar að halda áfram. Hún er enn í góðu formi og þarf ekkert að hætta,“ segir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, félagi Katr- ínar í miðvarðarstöðunni. „Það yrði slæmt að missa hana. Hún er svo frábær karakter og leiðtogi í hópnum. Við sjáum til hvað hún gerir. Það væri leiðinlegt að missa hana en við erum með svakalega breiðan hóp og það kemur maður í manns stað þó að það sé stórt skarð að fylla ef Katrín hættir,“ sagði Guðrún, sem ætlar að halda áfram með liðinu. Var grátbeðin um að ná 100 leikjum Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, ætlar að ákveða í samráði við fjölskyldu sína og þjálfara hvort hún ætli að halda áfram í fótbolta. Hún spilar sinn 89. landsleik á móti Þjóðverjum á EM á morgun. FYRIRLIÐINN Katrín Jónsdóttir með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur á æfingu íslenska landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA EM Í FINNLANDI ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Tampere ooj@frettabladid.is > Leikið í Pepsi-deildinni um helgina Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla um helgina. Tveir þeirra eru í dag og eru báðir klukkan 16.00. ÍBV tekur á móti Val í Vestmanna- eyjum og Fjölnir mætir Keflavík í Grafarvoginum. Fjölnismenn þurfa nauðsynlega að sigra í leiknum til að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni og um leið treysta helst á að Valur vinni í Vestmannaeyjum. Á morgun eigast svo við KR og Fram klukkan 18.00 en þetta eru liðin í öðru og fjórða sæti deildarinnar og því um hörkuleik að ræða. Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir yfi rþjálfara og þjálfurum Knattspyrnudeild HK leitar að yfi rþjálfara fyrir yngri fl okka félagsins. Einnig leitar félagið að áhugasömum þjálfurum fyrir yngri fl okkana. Um er að ræða karla og kvennafl okka. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúinir að leggja sitt af mörkum til að efl a yngri fl okka félagsins og starfa eftir stefnu HK. Reynsla og þjálfaramenntun skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 30.ágúst nk. Umsóknir skulu berast til HK á netfangið hk@hk.is. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á sama stað eða hjá Viggó formanni unglingaráðs í síma 8587029. w w w. s k a t a r. i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.