Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 26
26 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Þ ótt veldi Kennedy- ættarinnar hafi langa hríð varla verið svip- ur hjá sjón, og alls ekki miðað við gullöld hennar í bandarískum stjórnmálum á öndverðum sjöunda áratugnum, þykir fráfall Edwards Kennedy marka viss tímamót í sögu Bandaríkjanna. „Land okkar hefur misst mikinn leiðtoga, sem tók upp kyndil fall- inna bræðra sinna og varð mikil- hæfasti öldungadeildarþingmaður okkar tíma,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti. Fjölmiðlar og ráðamenn víða um heim hafa tekið undir þetta og margir benda á þá sérstöðu sem Kennedy hafði vegna þeirrar áherslu sem hann lagði á velferð- armál á þingi þar sem meirihlutinn hefur jafnan verið afar tregur til að samþykkja aukin ríkisútgjöld, nema þá helst til hernaðarmála. Kennedy var nefndur „frjálslynda ljónið“ á þinginu, í landi þar sem „frjálslyndur“ er nánast skammar- yrði, og þótti að mörgu leyti minna meira á evrópskra sósíaldemókrata en bandarískra demókrata. Missti af slag Heilbrigðismálin voru honum ekki síst hugleikin, en hann hafði ára- tugum saman verið í fararbroddi þeirra demókrata sem börðust fyrir því að ríkið tryggði öllum lands- mönnum heilbrigðistryggingar, allt fram á þennan dag gegn harðri andstöðu bæði frá Repúblikana- flokknum og mörgum demókröt- um sem vilja ekki skuldbinda ríkið til slíkra útgjalda. Nú í sumar hefur einmitt þetta baráttumál Kennedys verið í brennidepli á þinginu í Washing- ton. Barack Obama forseti hafði lagt fram frumvarp um endurbæt- ur á heilbrigðiskerfinu, þar sem loks átti að tryggja almenningi í landinu heilbrigðisþjónustu. Von- aðist forsetinn til að sátt næðist um málið í byrjun ágúst. Sú sátt hefur þó ekki náðst enn, og víst er að Kennedy hefði vilj- að taka þátt í þessum slag. Aðeins fáeinum dögum áður en hann lést sagði sonur hans, fulltrúadeildar- þingmaðurinn Patrick Kennedy, að föður sínum þætti það afar pirrandi að þurfa að vera fjarri þinginu ein- mitt á meðan átökin um heilbrigð- ismálin stæðu hvað hæst. Maður málamiðlana Kennedy lést af völdum krabba- meins í heila og hafði verið frá störfum mánuðum saman þegar hann lést síðastliðinn þriðjudag, 77 ára gamall. Hann hafði setið á þingi síðan 1962, í nærri hálfa öld. Miklar breytingar hafa orðið á starfsháttum þingsins og and- rúmsloftinu þar þessa áratugi síðan Kennedy tók þar fyrst sæti. Þeir dagar eru liðnir að repúblik- anar og demókratar skiptust í hópa eftir málefnum, oft þvert á flokks- línur, og þá skipti meira máli að finna málamiðlanir en að standa við flokksaga. Þrátt fyrir að halda fast við vel- ferðaráherslur sínar meðan sívax- andi harka færðist í skotgrafahern- að flokkanna hélt Kennedy alla tíð áfram að leita sáttaleiða með mála- miðlunum þvert á flokkslínur, með misjöfnum árangri reyndar. Fyrir vikið naut hann þó ákveð- innar virðingar, einnig meðal margra andstæðinga sinna í Rep- úblikanaflokknum. Þannig sagði repúblikaninn John McCain, fyrr- verandi keppinautur Obamas um forsetaembættið, sem sjálfur er reyndar gamall jaxl á þinginu, að fjarvera Kennedys frá umræðunni um heilbrigðismálin hefði getað skipt sköpum um það, hvort sættir tækjust um málið í þinginu. Fjölskylduveldi Þegar Edward Kennedy settist fyrst á þing var fjölskyldan tví- mælalaust sú valdamesta í Banda- ríkjunum. Bróðir hans John var forseti og þriðji bróðirinn Robert dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Johns. Árið eftir var John forseti myrt- ur og fimm árum síðar var Robert einnig myrtur, skömmu eftir að hafa tryggt sér útnefningu sem frambjóðandi Demókrataflokksins í næstu forsetakosningum. Smám saman minnkuðu áhrif Kennedy-ættarinnar í bandarísk- um stjórnmálum, þótt áfram hafi hún verið áberandi í þjóðlífinu. Áframhaldandi hrakfarir fjölskyld- unnar vöktu athygli, svo jafnvel var farið að tala um að einhver undar- leg bölvun hvíldi á henni. Sjálfur var Edward nærri dauð- anum í flugslysi árið 1964 og fimm árum síðar varð hann valdur að dauða ungrar konu í bílslysi. Metsölubók væntanleg Þótt Kennedy hafi ekki tekist að leiða baráttuna um heilbrigðis- tryggingarnar til lykta tókst honum þó að ljúka við ævisögu sína áður en hann dó. Sú bók kemur út 14. september næstkomandi og heit- ir „True Compass“, eða „Sannur leiðar vísir“. Hann var búinn að semja við útgefanda aðeins fáeinum mán- uðum áður en hann greindist með krabbamein í heila í maí á síðasta ári. „Til allrar hamingju var hann í nógu góðu formi til að ljúka henni,“ segir Robert Barnett, útgáfufull- trúi Kennedys, í viðtali við frétta- stofuna AP. „Þetta er hans bók. Hann skrifaði og samþykkti hvert einasta orð.“ Óhætt er að gera ráð fyrir að sú bók muni seljast vel, svona rétt í kjölfarið á dauða höfundarins. Maður málamiðlana fallinn frá Síðasti Kennedy-bróðirinn verður borinn til grafar í dag í Arlington-kirkjugarði í Virginíu þar sem bræður hans hvíla. Guðsteinn Bjarnason fór yfir feril „frjálslynda ljónsins“ sem stundum var sagður „evrópskastur“ bandarískra þingmanna. Honum sveið sárt að hafa ekki getað leitt til lykta eitt helsta baráttumál sitt áratugum saman, heilbrigðistryggingar fyrir alla Bandaríkjamenn. VINSÆLL MEÐAL DEMÓKRATA Þótt Ted Kennedy hafi tapað fyrir Jimmy Carter þegar Demókratar kusu sér forsetaefni árið 1980 naut hann alla tíð mikilla vinsælda og virðingar meðal flokksmanna. Þessi mynd er tekin á flokksþinginu í júlí 2004, þegar John Kerry var valinn forsetaefni. NORDICPHOTOS/AFP VIÐ INNSETNINGU OBAMAS Þrátt fyrir baráttu við krabbamein mætti Edward Kennedy á innsetningarathöfn Baracks Obama í janúar. NORDICPHOTOS/AFP BÖLVUN KENNEDY-ÆTTARINNAR Þrátt fyrir að Kennedy-fjölskyldan hafi átt mikilli velgengni að fagna hafa hörmungarnar elt hana. Fjögur af níu börn- um ættforeldranna, þeirra Rose og Josephs Kennedy, og nokkur barnabörn að auki, dóu voveiflegum dauðdaga. 1941 Rosemary Kennedy, elsta dóttir Josephs og Rose Kennedy, var lögð inn á stofnun vegna mis- heppnaðrar heilaskurð- aðgerðar. Þar dvaldi hún til dauðadags árið 2005. 1948 Kath- leen Kenn- edy Cavend- ish, fjórða barn Kenn- edy-hjónanna, fórst í flugslysi í Frakklandi 28 ára gömul. 1963 John F. Kennedy Banda- ríkja- forseti, næst elsti sonurinn, var myrtur í bifreið sinni á götu í Dallas í Texas, 46 ára gamall. 1964 Edward Kennedy öldunga- deildar- þingmaður, yngsti sonurinn, sá sem nú er nýlátinn, slapp naum- lega á lífi úr flugslysi. 1968 Robert Kennedy, öldunga- deildar- þingmað- ur, var myrtur í í Los Angeles, 42 ára gamall, skömmu eftir að hafa tryggt sér útnefningu Demókrata sem for- setaefni flokksins. 1969 Edward Kennedy ók út af brú á Chappaquiddick- eyju nýkominn úr veisluskemmtun þar. Farþegi hans, Mary Jo Kopeche, drukknaði. 1984 David Kenne- dy, eitt af ellefu börnum Roberts Kennedy, lést af völdum fíkniefna- misnotkunar, 28 ára að aldri. 1997 Michael Kenn- edy, annar sonur Roberts, fórst á skíðum í Aspen í Colorado, 39 ára. 1999 John Kennedy yngri, sonur Johns F., fórst ásamt eiginkonu sinni og mág konu í flugslysi rétt hjá sumar- húsabyggð á eyjunni Martha’s Vineyard. 1944 Joseph Kennedy yngri, elstur níu barna þeirra Josephs og Rose, fórst 29 ára gamall í flugslysi í seinni heimsstyrjöldinni, meðan hann gegndi hermennsku. MYNDIR: GETTY IMAGES, AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.