Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 86
58 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið
á ekki lengur möguleika á að kom-
ast í átta liða úrslitin á Evrópu-
mótinu í Finnlandi en íslensku
stelpurnar hafa engu að síður gert
keppnina ógleymanlega, bæði fyrir
sig sjálfar og aðra sem hafa feng-
ið að vera í kringum liðið. Það er
magnað að sjá stelpurnar saman,
22 góðar vinkonur sem eru alltaf
tilbúnar og hlæja og gera grín hver
að annarri. Liðsandinn er frábær
og einn helsti styrkur liðsins. Liðið
er alltaf að bæta sig inni á sjálfum
vellinum en gleðin og samheldnin
í hópnum verður varla mikið betri
en hefur verið þessa daga í Finn-
landi.
„Þetta er frábær hópur hvað
liðsandann varðar. Maður getur
ímyndað sér að það sé frábært að
vera hérna sem leikmaður. Þær
eru margar ekki búnar að taka þátt
í keppninni ennþá en samt eru þær
jákvæðar, peppa hver aðra upp og
styðja hver við bakið á annarri og
það er frábært að hafa svoleið-
is hóp,“ segir landsliðsþjálfarinn
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann
hefur komið inn með marga siði og
venjur ásamt liðstjórninni en það
eru þó stelpurnar sem færa allt
upp á annað plan.
„Það er nauðsynlegt að vera
með smá gauragang og vitleysu.
Við erum með smá verkefni fyrir
hópinn sem fararstjórnin vissi
ekkert af en veit það núna þegar
hún les þetta. Allir leikmenn eru
með ákveðið verkefni sem þarf að
framfylgja einhvern tímann í ferð-
inni,“ segir fyrirliðinn Katrín Jóns-
dóttir. „Þetta var hugmynd Þóru
en við Edda og Gunna vorum síðan
saman í að skipuleggja þetta. Við
reynsluboltarnir sáum um þetta
og þá sleppum við líka við að gera
þetta,“ sagði Katrín í léttum tón.
„Við megum ekki uppljóstra um
okkar verkefni heldur eiga þau að
koma óvænt upp. Þetta kryddar
vel upp á stemninguna í hópnum,“
segir Margrét Lára Viðarsdóttir
og hún er mjög ánægð með and-
ann í íslenska liðinu. „Það er allt-
af verið að gera eitthvað saman og
mér finnst þessi félagslegu verk-
efni vera frábær. Við erum búnar
að spila lengi saman og nokkrar
af okkur eru líka búnar að spila
saman í öllum yngri landsliðunum.
Það eru líka færri leikmenn í Val
og KR en hefur verið undanfarin
ár og sá rígur er ekki í gangi þó að
hann hafi bara verið eðlilegur. Það
er flottur andi og ég held að hann
hafi aldrei verið betri,“ segir Mar-
grét Lára.
Þóra er ein af þeim í liðinu sem
eru hvað hugmyndaríkastar að
koma með hluti fyrir liðið til að
gera og gleðjast saman yfir. „Það
er fullt í gangi. Allt liðið er mjög
samstillt í þessu. Við erum með
ýmis uppátæki því þetta er lengri
ferð en við erum vanar. Okkar ein-
kenni er þessi gleði sem er í hópn-
um og við erum með ýmis uppá-
tæki til að viðhalda henni,“ segir
Þóra.
Hólmfríður Magnúsdóttir segir
líka að þessi félagslegu verkefni
hjálpi liðinu mikið. „Það er nauð-
synlegt að eyða dauða tímanum og
gera eitthvað skemmtilegt í stað-
inn fyrir að hanga inni á herbergi
í tölvunum,“ segir Hólmfríður en
gleðin er oft mikil í herbergi henn-
ar og Guðbjargar Gunnarsdóttur
markmanns þar sem þær hafa
meðal annars boðið í smá dans-
partí til að kveikja í íslenska kraft-
inum fyrir leik.
Íslenska landsliðið hefur líka
margar skemmtilegar venjur.
Syrpan hans Sigurðar Ragnars
þjálfara er mikilvæg á síðasta
fundinum fyrir hvern leik og þá
hefur verið sagt frá því að liðið
syngi alltaf saman Ísland er land
þitt á leiðinni á leikstað. „Söngur-
inn í rútunni fyrir leikinn er mikil-
vægur. Þá syngja allir saman og
við þjöppum liðinu saman. Það er
mikilvægast og skemmtilegast,“
segir Katrín Ómarsdóttir. Stelp-
urnar hafa líka sett saman laga-
lista sem er spilaður allt frá því
að söngnum lýkur í rútunni þar til
þær eru klárar að fara inn á völl-
inn. Allir leikmenn völdu sér eitt
lag og að þessu sinni var það Ólína
Guðbjörg Viðarsdóttir sem sá um
listann.
Katrínu þótti þó vænst um eitt.
Fyrir keppnina fær hver leik-
maður það verkefni að gefa öllum
hinum leikmönnunum hrós á blaði.
„Fyrir ferðina skrifuðum við allar
eitthvað jákvætt hver um aðra og
við erum síðan búin að safna því
saman. Það var mjög flott að fá
21 jákvætt komment frá öllum
hinum leikmönnunum í liðinu,”
sagði Katrín.
Gauragangur og vitleysa nauðsynleg
Íslenska kvennalandsliðið heldur uppi frábærum liðsanda á EM þótt hlutirnir gangi ekki upp inni á vell-
inum. Elstu leikmenn liðsins skipulögðu fyrir ferðina til Finnlands sérstakt verkefni fyrir aðra leikmenn
liðsins sem þurfa að að koma fram undir óþægilegum kringumstæðum einhvern tímann í ferðinni.
DÝRSLEG Þóra Björg Helgadóttir slær hér á létta strengi á æfingu og leikur ónefnt dýr af mikilli innlifun. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA
FÓTBOLTI Guðni Gunnarsson og
Friðgerður Jóhannsdóttir búa í
Stafangri í Noregi ásamt þremur
börnum sínum og hafa gert það í
eitt ár en þau fluttu frá Íslandi rétt
fyrir hrun. Fjölskyldan er búin að
koma sér vel fyrir í Noregi og því
var ákveðið að skella sér á EM í
fótbolta í Finnlandi.
Öll fjölskyldan mætti í full-
um skrúða á leikinn við Frakka á
mánudagskvöldið og Friðgerður
hafði meðal annars málað íslenska
fánann á manninn sinn og öll börn-
in þrjú.
„Við ákváðum að fara í þessa
ferð um leið og þær kláruðu leik-
ina á móti Írunum. Við ætlum að
vera hérna alla riðlakeppnina og
förum til baka á mánudaginn,“
sagði Guðni en fjölskyldan fylgd-
ist þá með lokaleiknum á frosn-
um Laugardalsvelli á netinu. „Við
fórum á alla leikina á Íslandi í
fyrrasumar áður en við fórum
út,“ sagði Friðgerður en þau byrj-
uðu Finnlandsferðina á því að fara
á opnunarleik Finnlands og Dan-
merkur í Helsinki.
Friðgerður var í mörg ár í fót-
boltanum þegar hún var yngri
og minntist þess að hafa spilað
með Katrínu Jónsdóttir, fyrirliða
landsliðsins, í Breiðabliki á sínum
tíma.
Elsta stelpan þeirra, Kristrún
Guðnadóttir, sem er að verða tólf
ára, æfir fótbolta og er þegar farin
að stefna á að verða ein af stelpun-
um okkar. Kristrún æfir fótbolta
í Noregi en hún æfði með ÍA á
Akranesi áður en hún fór út. Yngri
börnin eru Haukur, níu ára, og
Edda, fimm ára. „Haukur er ekk-
ert í fótboltanum en gæti kannski
reynt fyrir sér í handboltanum,“
sagði pabbi hans.
- óój
Fimm manna íslensk fjölskylda kom frá Noregi til Finnlands til að styðja Ísland:
Ákváðum að fara um leið
og stelpurnar komust á EM
GLAÐBEITT FJÖLSKYLDA Kom frá Noregi til að styðja stelpurnar okkar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ
EM Í FINNLANDI
ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON
skrifar frá Tampere
ooj@frettabladid.is
FÓTBOLTI Þóra Björg Helgadóttir,
markvörður íslenska liðsins, var
enn að sætta sig við tapið á móti
Noregi á æfingu í gær. „Maður er
kannski meira svekktur í dag en í
gær. Það er ekkert við því að gera,
við vissum að þetta yrði ekki auð-
velt,“ sagði Þóra.
Fram undan er leikur á móti
Þýskalandi, sem Þóra spáir að
verði Evrópumeistari. „Við þurf-
um að gera töluvert betur til þess
að ná einhverju út úr þessum leik
við Þýskaland. Þær eru eflaust
besta lið í heimi í dag og ég sé
ekkert annað lið stoppa þær.“
Hún segir íslenska riðilinn
skera sig nokkuð úr. „Hinir riðl-
arnir eru hálfgert grín við hliðina
á riðlinum okkar.“
Þóra segir að mikið sé fram
undan hjá íslenska liðinu enda eru
þrír leikir í undankeppni HM í
haust. „Þessi leikur á móti Þýska-
landi er undirbúningur fyrir HM
og um leið okkar leið til þess að
bjarga stoltinu og ná í stig. Ég
held að það væri rosalega mikil-
vægt fyrir okkur að fá stig í okkar
fyrstu úrslitakeppni og hafa tekið
það þrep líka,“ segir Þóra. - óój
Þóra Björg Helgadóttir:
Hinir riðlarnir
eru hálfgert grín
ÞÓRA BJÖRG Ísland var óheppið með
riðil, segir Þóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Ó.
w w w. s k a t a r. i s