Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 20
20 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Friðrik Sophusson skrifar um virkjanir Enginn vafi leikur á því að nýting endur- nýjanlegra orkulinda hér á landi hefur á undan förnum áratugum bætt lífskjör íslensku þjóðarinnar og fært þjóðarbúinu dýrmætar framtíðar- eignir. Erlend fyrirtæki hafa fjár- fest í orkufrekum iðnaði, sem greiðir góð laun og skapar marg- vísleg þjónustustörf að auki. Í nýlegri skýrslu, sem Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands vann fyrir iðnaðarráðuneytið er niðurstaðan m.a. sú að flest bendi til að hag- kvæmt sé fyrir þjóðina að ráð- ist verði í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Nýjar, arðsamar orkuframkvæmdir geta hleypt lífi í atvinnumálin og skapað skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar, sem auka traust á þjóðinni meðal banka og fjárfesta. Þessar staðreyndir höfðu aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin án efa í huga, þegar skrifað var undir stöðugleikasátt- málann fyrir rúmum tveimur mán- uðum. Í hagvaxtarspá fjármálaráðu- neytisins er gert ráð fyrir stór- iðjuverkefnum í Helguvík og Straumsvík. Það er hins vegar ekki nóg að gera áætlanir. Þeim verður að fylgja eftir með aðgerð- um. Þetta gerðu ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins sér ljóst, þegar stöðug leikasáttmálinn var gerður. Í honum segir orð- rétt: „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórfram- kvæmda sbr. þjóðhagsáætlun … Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009.“ Ástæðan fyrir því að 1. nóvember er nefndur er væntanlega annars vegar endurskoðunar- ákvæði í kjarasamn- ingum og hins vegar að þá ætti niðurstaða að liggja fyrir í 2. áfanga ramma- áætlunar. Uppbyggingarvandi Íslendinga í efnahagskreppunni liggur í því að erlendir bankar og fjárfestar eru ekki tilbúnir til að veita fé til landsins. Í kjölfar bankahruns- ins hafa þeir ekki traust á stjórn- völdum, sem nú eru eigendur íslensku bankanna og fjölmargra fyrirtækja þ.á m. orkufyrirtækja. Nokkur erlend fyrirtæki hafa þó – þrátt fyrir allt – áhuga á að fjár- festa hér á landi í atvinnugreinum, sem tengjast orkuiðnaðinum. Í því liggja tækifæri fyrir okkur. Á næstu vikum og mánuðum verður það sameiginlegt verk- efni stjórnvalda, orkufyrirtækja, aðila á vinnumarkaði og lífeyris- sjóða að afla hér á landi og erlend- is þeirra fjármuna, sem þarf til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik. Leita þarf nýrra fjár- mögnunarleiða með opnum huga. Ljóst er að ríkisvaldið þarf að hafa forystu í þessu starfi a.m.k. til að byrja með. Forsendan árangurs er að þeim erlendu fjárfestum, sem hingað vilja koma, sé tekið opnum örmum og á þá sé litið sem sam- starfsmenn en ekki boðflennur. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. FRIÐRIK SOPHUSSON Erlent fjármagn þarf til endurreisnar Lífsspursmál fyrir þjóðina UMRÆÐAN SIgurður Ragnarsson skrifar um niðurfellingu skulda Leiðrétting á skuldastöðu heimil-anna er lífsspursmál fyrir alla þjóðina. Nú þegar haustar og fólk gerir sér grein fyrir að langur skuldavetur er framundan fá margir hroll. Ekki bara kuldahroll, heldur skuldahroll. Hér er einkum um að ræða íbúðar- og húseigendur sem hafa tekið gengis tryggð lán en einnig þá sem hafa innlend íbúðalán með hátt lánshlutfall, en höfuðstóll þessara lána hefur vaxið gríðarlega. Því miður virðast stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika vandans. Ekki er lögmæt sú afsökun að ekki hafi verið tími eða svigrúm til að leysa úr þessum málum. Það hlýtur að vera hægt að vinna meira en í einu máli í einu. Það er bráðum ár síðan hrunið átti sér stað og enn eru ekki góðar lausnir í augsýn. Félags- málaráðherra virðist aðeins vera farinn að líta til þessara mála og hefur t.a.m. rætt um mögu- leika á niðurfærslu skulda. Hann er samt ekki með alveg skýr svör í þessum efnum og virðist vera að þar muni skuldarar ekki fá að sitja við sama borð. Það eru margir þegar búnir að benda á ósanngirni þess að fólk með fasteignalán eigi sérstaklega að líða fyrir fávisku og/eða græðgi ýmissa aðila sem leiddi til skelfilegrar brot- lendingar þjóðarinnar. Það er nefnilega engin sanngirni fólgin í því að einn hópur fólks beri að stóru leyti þetta tjón, tjón sem það ber ekki einu sinni ábyrgð á. Það er líka þannig að flest- ir virðast sammála um að nú verði að byggja upp nýtt samfélag, samfélag án spillingar og græðgi. En er þetta góður grunnur fyrir slíka uppbyggingu? Alls ekki, fólk mun ekki sætta sig við svona ójafnrétti og siðleysi. Hjá fjöl- mennum hópi fólks mun fljótt skapast mikið misræmi í lífsgæðum milli þess sem Ísland hefur uppá að bjóða og þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Stór hluti þessa hóps mun því einfaldlega pakka saman og kveðja. Slíkir flutningar eru reynd- ar þegar hafnir og er það virkilega dapur leg staðreynd. Hvers vegna á fólk sem hefur verið brotið á og sættir sig ekki við spill- ingu og lélegt siðferði að vilja búa hér áfram? Og það sem meira er, þó það vildi vera hér áfram og reyna að berjast þá mun það ekki hafa efni á því. Skjaldborgin margumrædda er að breytast í skuldafangelsi og fólk mun reyna eftir fremsta megni að brjótast út úr þeim ómannúðlegu vistarverum. Ef ekkert verður að gert, og það sem fyrst, verður mikill fólksflótti en slíkt myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þjóðina og fela í sér gríðarlegan kostnað, bæði fjárhagslegan og félagslegan. Sá kostnaður yrði mun meiri en sá kostnaður að leiðrétta skuldastöðu heimilanna. Stjórnvöld eru algerlega að bregðast stórum hópi fólks og munu auðvitað súpa seyðið af því ef ekki verður breyting á. Að láta sér detta annað í hug er firra. Nauðsynlegar aðgerðir munu auðvitað kosta en borga sig þó þegar heildarmyndin er höfð í huga. Síðan er annað, hvar er sá náungakærleikur þjóðarinnar að aðstoða þá sem eru í vanda staddir? Viðhorf þeirra sem ekki hafa orðið fyrir áfalli og segjast ekki vilja rétta hjálpar- hönd eða leggja neitt á sig til að koma sam- borgurum til bjargar er ekki til fyrirmyndar. Ef Ísland ætlar að komast út úr þessu þá verða allir að standa saman. Samkennd og náunga- kærleikur eru afar vanmetnir þættir núna á þessum vondum tímum en þeir eru samt nauð- synlegir til að taka réttar ákvarðanir undir þessum súrrealísku kringumstæðum. Við verð- um að hjálpast að. Stjórnvöld verða að taka réttar ákvarðanir sem gera íbúum landsins kleift að lifa hér mannsæmandi lífi. Stjórn- völd verða að leiðrétta skuldastöðu heimilanna strax. Annað er bara ekki í boði. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið. SIGURÐUR RAGNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.