Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 57
matur 7 uppskrift sem hún segir góða til tilbreytingar. Rófur ber Eva fram eins og franskar kartöflur en bendir á að þær séu mun bætiefnaríkari en þær frönsku. Auðvelt að breyta til Á þessum árstíma er auðvelt að ná sér í gott grænmeti af ýmsu tagi. Hér kemur ein af fjölmörgum hug- myndum Nönnu Rögnvaldardóttur um hvernig útbúa má heila máltíð úr einföldum hráefnum. „Mér finnst einn af stóru kost- unum við grænmetisrétti vera sá að það er oft svo auðvelt að breyta til – nota eina tegund af grænmeti í stað annarrar, bæði eftir eigin smekk og eftir því hvað er verið að taka upp úr garðinum eða hvað er ferskast, mest spennandi eða ódýrast í búðinni,“ segir Nanna. Hún telur blandaða og samansoðna grænmetisrétti frábæra leið til að nýta uppskeruna. „Maður notar bara það sem hugurinn girnist,“ segir hún glaðlega. Nanna segir fólk hugsa mest um bragð matarins þegar uppskrift- in sé ákveðin en telur áferðina skipta líka máli. Hún gefur okkur uppskriftir að uppskerumáltíð samsettri úr þremur þáttum með mismunandi áferð. Klattarnir eru mjúkir undir tönn og grænmetið í þeim vel meyrt, pílafið er þéttara og meira bit í því og salatið stökkt, safaríkt og frísklegt. „Þess vegna er líka allt í lagi að nota meira og minna sama grænmetið í réttina,“ segir hún. „Þeir verða samt ólíkir hver öðrum.“ - gun „Kartöflur eru bestar beint úr garðin- um, soðnar og borðaðar með smjöri,” viðurkennir Eva. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Blandaðir og samansoðnir réttir eru frá- bær leið til að nýta uppskeruna, segir Nanna Rögnvaldardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI meðan afgangurinn er steikt- ur. Deigið ætti að duga í um 12 klatta. Þeir eru bestir heitir en það má vel borða þá kalda. BYGGPÍLAF MEÐ GRÆNMETI 150 ml (1 1/2 dl) bankabygg 1/2 l vatn 1 tsk. salt 3-4 gulrætur Annað grænmeti, t.d. spergilkál (með stöngl- um), blómkál, paprika, blaðlaukur Nýmalaður pipar Nokkrar timjangreinar eða 1/2 tsk. þurrkað timjan 1/2 tsk. kóríanderfræ, malað 1/2 tsk kummin, malað Bygg, vatn og salt sett í pott og hitað að suðu. Gulræturnar hreins- aðar og skornar í fremur litla bita. Settar í pottinn, þétt lok sett yfir og látið malla við hægan hita í um hálftíma. Á meðan er afgangur- inn af grænmetinu hreinsaður og skorinn smátt. Sett í pottinn ásamt pipar, kóríander og kummini og látið malla áfram í 10 mínútur, eða þar til byggið og grænmetið er soðið. Svolitlu vatni bætt við ef þarf til að ekki brenni við en það ætti ekki að þurfa að hella neinu vatni af bygginu þegar það er til- búið. Kryddjurtum e.t.v. hrært saman við og borið fram. FRÍSKLEGT HRÁSALAT 200 g gulrófur 200 g hnúðkál (eða t.d. gulræt- ur eða epli) 100 g gúrka Nokkur blöð af salati eða kína- káli Nokkrir konfekttómatar eða aðrir tómatar (má sleppa) 3 msk. olía 1 msk. vínedik 1/2 tsk. hlynsíróp eða hunang eða svolítill sykur Nýmalaður pipar Salt Gulrófur og hnúðkál flysjað og rifið fremur fínt ásamt gúrkunni. Salatið rifið eða skorið smátt og tómatarnir skornir í báta eða bita. Öllu blandað saman í skál. Olía, edik, síróp, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað. NOKKRIR GÓÐIR PUNKTAR Þessir matarmiklu klattar eru fljót- legir og góðir og í þá má nota ýmiss konar grænmeti – auk þess sem hér er nefnt mætti til dæmis hafa rifnar gulrætur, rófur eða hnúðkál, smátt skorið blómkál eða soðnar, smátt skornar kartöflur. Þeir eru kannski svolítið lummu- legir en bragðið er það ekki. Um að gera að pipra þá vel og það mætti jafnvel bæta við svolitlum chili-pipar. Íslenskt bankabygg er gott í margs konar rétti, ekki síst með nýuppteknu grænmeti. Hér er tilvalið að nota stinnt grænmeti sem þarf dálitla suðu til að verða meyrt, t.d. gulrætur, rófur, sperg- ilkáls- og blómkálsstöngla og þess háttar. Ég krydda þetta með timjani og kóríander- og kummin- fræi en það mætti líka nota t.d. óreganó og paprikuduft. – Ef það er afgangur má nota hann í salat daginn eftir. FRAMHALD AF FORSÍÐU Grænmetisklattar Nönnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.