Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009
Megi það aldrei verða að lög-
reglumaður láti lífið við skyldu-
störf. Mér fannst mjög alvarlegt
að lesa þetta og velti þessu lengi
fyrir mér. Ef lögreglumenn líta svo
á að það sé tímaspursmál hvenær
einhver þeirra lætur lífið í starfi
þá bregður manni auðvitað við það.
Þetta er eitt af því sem við erum
að skoða, það er grunnþjónustan,
mannskapurinn og hvernig vaktin
er staðin gagnvart borgurunum.
Lögreglumenn verða sífellt
harðorðari í yfirlýsingum sínum.
Í nýlegri yfirlýsingu Landssam-
bands lögreglumanna segir að
komi til nýrrar búsáhaldabyltingar
sé ekki gefið hvorum megin línunn-
ar lögreglumenn muni standa. Þá
hafa fjölmargir lögreglumenn sem
hafa verið í óeirðahópi lögreglu, til
dæmis á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum, hætt þátttöku í því
verkefni. Hvernig verður brugðist
við þessu?
Þetta er hluti af þeirri óánægju
sem lögreglumenn hafa lýst. Við
erum að vinna í þessum málum,
og þess vegna er erfitt að bregðast
við þessum yfirlýsingum. Það eru
breytingar fyrirhugaðar innan lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins sem
lögreglustjóri embættisins verður
að svara fyrir.
Ég veit að lögreglumenn eru
duglegt og skyldurækið fólk, og ég
veit að það stendur ekki til að þeir
fari að bregðast skyldu sinni. Ég
hef velt fyrir mér hvort fólk geri
sér almennt grein fyrir því hvers
konar álag var á lögreglumennina
í búsáhaldabyltingunni, þegar þeir
stóðu vaktina.
Þeir þurftu að þola hluti sem
enginn maður ætti að þurfa að
þola, það var kastað á þá saur og
hlandi, sem er algerlega óásætt-
anlegt. Ég skil ekkert í því að
þeim skuli ekki hafa verið veitt
heiðursmerki fyrir frammistöðu
sína. Þeir stóðu vaktina með sóma,
en ég finn að þeir kvíða því, ein-
hverjir þeirra að minnsta kosti, að
þessi staða komi upp aftur. Ég skil
það mjög vel. Þess vegna er nauð-
synlegt að vel sé búið að mönnum
í óeirðahópum lögreglu, og að þeir
fái næga hvatningu til að standa
svona erfiða vakt.
Einblínt um of á Kína
Biðtími eftir ættleiðingum erlend-
is frá hefur lengst mikið á síðustu
árum og fjöldi para á biðlistum
eykst sífellt. Hvað er hægt að gera
til að snúa þessari þróun við?
Vandinn er sá að það er erfiðara
að fá börn til ættleiðingar núna.
Þar munar mikið um að mikið
hefur dregið úr ættleiðingum frá
Kína, sem er það land sem Íslensk
ættleiðing hefur verið í hvað bestu
sambandi við. Þegar allt situr
fast þeim megin frá segir það sig
sjálft að það er óhægt um vik hér
á landi.
Forsvarsmenn ættleiðingarfélaga
hafa bent á nokkrar leiðir, til
dæmis þær að fólk geti verið á bið-
lista í fleiri en einu landi í einu.
Kemur það til greina?
Það er eitt af því sem við höfum
verið að skoða. Fyrr í sumar skrif-
uðum við þeim löndum sem eru í
ættleiðingarsambandi við íslensk
ættleiðingarsamtök, og spurðum
hvort þau fyrir sitt leyti samþykktu
slíka breytingu. Það er ekki víst að
svo verði, en það tekur tíma að fá
svör við svona erindum, þó það taki
vonandi ekki allt of langan tíma.
Nú stefnir í að um 30 pör detti
út af biðlistum vegna íslenskra
aldurstakmarka, en til dæmis kín-
versk stjórnvöld fella fólk ekki út
af biðlistum sökum of hás aldurs.
Hvernig verður brugðist við þess-
um vanda?
Það hefur mikið verið rætt um
aldurshámörkin, og ég hef verið
treg til að endurskoða þau. Hins
vegar er það þannig að við erum
að vinna að breytingum sem miða
að því að forsamþykkið svokall-
aða geti gilt í fjögur ár eftir að
aldurshámarki er náð. Samþykkið
getur fólk allt upp í 45 ára fengið,
og hefur þá fjögur ár til viðbótar.
Þá getur fólk verið allt að 49 ára
þegar það ættleiðir börn. Það ætti
að koma til móts við einhvern hluta
þess hóps sem nú er að renna út á
tíma. Ég bendi bara á að hámarks-
aldurinn er töluvert hærri hér en
á hinum Norðurlöndunum. Ég tel
að með því að teygja þetta í allt að
49 ár séum við búin að ganga ansi
langt.
Annað mál sem mikið hefur
verið rætt um eru ættleiðingar
sem einstaklingar sjá alfarið um
sjálfir, í stað þess að fara í gegn-
um ættleiðingarfélög eins og ber
að gera hér á landi. Þegar eru ein-
hver dæmi um að fólk hafi ættleitt
án milligöngu félags, hver er þín
afstaða til þess?
Ættleiðingarfélögin leggja mikla
áherslu á að gefa þetta frjálst, og
það er til skoðunar í ráðuneytinu
eins og annað sem varðar þetta
mál. Okkar lagaumhverfi er svip-
að og á hinum Norðurlöndunum,
og við byggjum á hinum svokall-
aða Haag-samningi. Ættleiðingar-
félögin hafa bent á að prívat ætt-
leiðingar stangist ekki á við þann
samning, en slíkar ættleiðingar
eru engu að síður mikið álitaefni.
Tilgangurinn með regluverkinu
er fyrst og fremst sá að gæta að
hag barnsins, til dæmis með því að
koma í veg fyrir mansal. Á sama
tíma má kerfið ekki vera þannig
að það sé allt of stíft og óréttlátt.
Við höfum nokkur dæmi um fólk
sem hefur ættleitt barn hingað til
lands án milligöngu ættleiðing-
arfélaganna, svo það verður að
skoða hvert mál fyrir sig út frá
jafnræðisreglu.
Forsvarsmenn ættleiðingarfélaga
segja fólk sem nú bíður eftir því að
geta ættleitt börn erlendis frá líða
fyrir að málaflokkurinn hafi verið
í fjársvelti í góðærinu undanfarin
ár. Voru það mistök að styrkja ekki
ættleiðingarfélög til þess að fjölga
þeim löndum sem íslenskir foreldr-
ar geta ættleitt frá?
Ég skal ekki segja hvaða ástæð-
ur liggja þarna að baki. Kannski
gæti ein ástæðan verið sú að
Íslensk ættleiðing einblíndi um of
á Kína. Það gekk vel svo kannski
fannst mönnum ekki ástæða til að
huga að fleiri samböndum. Ég skal
ekki segja til um það, þetta er ein
skoðun og ég tek í sjálfu sér ekki
afstöðu til þess.
- og utanþingsráðherra
sem eru þingmenn og
sem ekki heyra undir
upp er ég ekki þátt-
rð auðvitað að kanna
ar þarf að móta stefnu
okkanna. Þeir hafa að
u í samstarfsyfirlýsingu,
ð leita fyrir mér,“ segir
er það sama og
annarra, en ég þarf að hafa meira fyrir því að kanna
hvaða skref á að taka, ég get ekki gert hlutina alger-
lega ein og úr tengslum við meirihluta þingsins. Ég
starfa í umboði meirihluta þingsins.“
Hún hefur að eigin sögn alltaf haft mikinn áhuga
á stjórnmálum, en aldrei tekið þátt í pólitík sjálf. „Ég
fékk vinnu á Alþingi strax eftir að ég útskrifaðist sem
lögfræðingur, og þurfti að vinna með fólki úr öllum
flokkum. Þar komst ég að því að það eru margar hlið-
ar á öllum málum. En ég hef aldrei hugleitt að leggja
stjórnmálin fyrir mig.“
Þótt þeir málaflokkar sem falla undir dómsmálaráðuneytið séu fyrirferðar-
mestir í umræðunni þessa dagana er Ragna Árnadóttir einnig ráðherra
kirkjumála. Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju hefur lengi verið hitamál í
íslensku samfélagi. Ragna hefur ákveðnar skoðanir á því máli, en hún segist
sjálf vera trúuð, og í þjóðkirkjunni.
„Ég er þeirrar skoðunar að fyrirkomulagið sem er á þessum málum í dag
sé gott. Ríkisvaldið hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart kirkjunni
samkvæmt stjórnarskrá, og á að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Prestar
þjóðkirkjunnar eru embættismenn sem hafa skyldum að gegna við fleiri en
bara safnaðarmeðlimi þjóðkirkjunnar. Þeir hafa skyldu gagnvart öllum í þessu
landi,“ segir Ragna.
„Ég tel að það séu góð rök fyrir því að halda óbreyttu ástandi. Það er
auðvitað búið að skilja á milli að ákveðnu leyti, kirkjan ræður algerlega sínum
eigin málefnum, og það fer vel á því.“
HAFNAR AÐSKILNAÐI RÍKIS OG KIRKJU