Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 61
matur 11 Gæða skur úr Eyjum Ýsa m/án roðs • Ýsuhakk • Reykt ýsa Saltfisk-hnakkar • Þorskur • Gellur • Humar Skötuselur • Harðfiskur • Hundaharðfiskur www.boddabiti.is pantaðu á netinu eða hringdu í síma 616 1299 og við sendum þér Þú færð fi skinn okkar einnig á eftirtöldum stöðum: Plúsmarkaðurinn Hátúni 10b Reykjavík Pétursbúð Ránargötu 15 Reykjavík Gónhóll Eyrarbakka Bændamarkaðurinn Flúðum Minni-Borg, Grímsnesi Stallar bændamarkaður Vöruval Vestmannaeyjum ÍSLENSKAR KRYDDJURTIR Best er að krydda íslenska matvöru, líkt og lamb, gæs, svartfugl og annað með íslenskum jurtum. Blóðberg er sívin- sælt til kryddunar, sem og birki, lyng, hvönn og fleira. Blóðbergsgarður- inn býður upp á blöndu úr íslensk- um jurtum. Hvort sem hún er nýtt eða hver jurt valin eftir eigin smekk er gott að mylja jurtirnar niður í olíu ásamt pipar og papriku og nudda á lamb eða annað kjöt til marineringar nokkrum tímum fyrir eldun. FYLLT GÆS Ef matreiða á heila gæs er gott að stinga í húðina og nudda salti og pipar yfir, auk matarolíu. Upplagt er að fylla hana með hverju því sem manni finnst gott. Ef elda á gæsina á ameríska mátann er mælt með því að fylla hana með niðurskornum eplum og kryddi eftir smekk. Á breskan máta er hún fyllt með portvínslegnum sveskjum, hnetum, lauk, hvítlauk, selleríi og parsley. Þá eru laukurinn, hvítlaukurinn og selleríið brúnað áður og sveskjunum og hnetunum bætt við eftir á. Þetta er látið malla í um hálftíma. Loks er parsley bætt varlega við og gæsin fyllt með öllu saman. HREINDÝR Fara þarf varlega með hrein- dýrakjöt og skal það alltaf vera vel bleikt í miðjunni. Best er að snöggsteikja á pönnu og stinga svo inn í ofn í um tíu mínútur við um 200 gráður. Villisveppasósa er til- valin með. Þá er upplagt að steikja beik- on í smáum sneiðum með lauk. Þegar það er orðið vel brúnað er það sett til hliðar og rauðvíni, brandí eða koníaki hellt yfir pönnuna. Hægt er að þykkja með smjöri eða þynna með soði af villibráð og þá er komin afbragðs sósa. ELDUM ÍSLENSKT eru matreiðsluþættir sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á mánudagskvöld- um klukkan 20. Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslu- maður á Grillinu, stjórnar þeim. Í þáttunum er sýnt hvernig best sé að elda íslenskt hrá- efni. Farið er yfir hráefni allt frá grænmeti til kjöts. Þegar er búið að sýna tíu þætti af tuttugu en hægt er að horfa á gamla þætti á www.inn.is. HREFNUKJÖT Í SUSHI Til að geta nýtt sér hrefnu í sushi þarf kjötið að vera nýtt og ferskt. Best er að skera kjötið í mjög þunnar sneiðar, en skorið er þvert á vöðvaþræðina. Kjöt- ið er svo borðað með wasabi og soja- sósu eftir smekk líkt og annað sushi. Gott er að krydda það með ferskum jurtum, til að mynda timian, um leið og það er skorið. Þar sem súrefni er helsti óvinur hrefnukjöts er ráðlegt að geyma stykkið plastað í kæli þangað til rétt áður en skal snæða. margt smátt Brauðvélar geta sparað fólki útgjöld og glatt heimilisgesti, en bara ef maður kann að nota hana. Ný bók Fríðu Sophiu Böðvarsdóttur, Bakað í brauðvél, inniheldur yfir hundrað uppskriftir. Bókin hefur verið uppseld um árabil en hefur verið gefin út að nýju. Í bókinni er að finna uppskriftir að spari-, grænmetis-, hversdags- , ávaxta- og kryddbrauði. Þá eru uppskriftir að bollum og pitsum, kökum, súpum, kæfum og sultum. Sérstaka athygli undirritaðrar vekja vítamínbombur svokallaðar, hunangs-, papriku-, villijurta-, papaja- og ananasbrauð. Þá er að finna uppskriftir að pitsubotnum úr spelti sem og heimatilbúnu naan-brauði. Þá vekur rósmarínkæfan sérstaka eftirtekt. Ættu uppskriftirnar því að geta breikkað notkun hvers eiganda brauðvélar tals- vert, sem og annarra bakara. Fríða hefur áður gefið út bók- ina Bakað úr spelti og er sú upp- seld og í prentun að nýju fyrir jólin. Fríða hefur unnið sem bakari hjá veitingastaðnum Við Tjörnina og Listasafni Íslands auk þess að hafa kennt mat- reiðslu. Bókin er gefin út af Jentas. - kbs BRAUÐVÉLAR AÐ NÝJU MATREIÐSLUBÓKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.