Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 14
14 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Icesave-ábyrgðin lögfest Ríkissjóður mun ábyrgjast lántökur vegna Icesave- málsins. Alþingi ákvað það í gær. Lög þar um kveða á um að leitað verði leiða til að láta ábyrgðarmenn Lands- bankans bera það tjón sem þjóðin þarf annars að bera. Við tæplega átta vikna meðferð þingsins bættust margháttaðir fyrir varar við upphaflegt frum- varp fjármálaráðherra. Í fyrstu var það aðeins ein grein. Í henni sagði að fjármálaráðherra væri heimilt að veita ríkisábyrgðina. Lögin eru á annan veg. Þau telja átta efnisgreinar og fela í sér ýmis viðmið um greiðslur, ábyrgðir, endur skoðun og fleira. Forsendur ríkisábyrgðarinnar eru tilgreindar: • Taka ber tillit til erfiðra og for- dæmalausra aðstæðna landsins. • Hvorki má gera aðför að eignum sem nauðsynlegar eru landinu til að starfrækja fullveldi sitt né eign- um erlendis sem njóta vernd- ar að þjóðarrétti. • Ísland heldur yfirráðum yfir náttúruauðlindum. Þriðja grein laganna fjallar um efnahagsleg viðmið ríkisábyrgðar- innar. Þar er hún sögð grund- völluð á því að fjárhagsleg byrði verði innan viðráðanlegra marka. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn meti hvort forsendur séu fyrir endur skoðun á lánasamningum Íslands við Breta og Hollendinga. Skal tekið tillit til stöðu í þjóðar- búskapnum og ríkisfjármálum og mats á horfum. Ríkisábyrgðin er miðuð við hámark á greiðslum úr ríkissjóði. Á árabilinu 2017-2023 miðast hámark- ið við fjögur prósent af vexti vergr- ar landsframleiðslu mælt í pund- um vegna samningsins við Breta og tvö prósent af vextinum mælt í evrum vegna samningsins við Hol- lendinga. Hlutföllin verða helmingi lægri árin 2016 og 2024. • Verði greiðslubyrðin meiri en nemur hámarkinu skal taka upp viðræður við lánveitendurna. Fari þær ekki fram eða leiði ekki til niður stöðu takmarkast ríkis- ábyrgðin við hámarkið. Lagalegum viðmiðum eru gerð skil í fjórðu grein. Þar segir að ekki hafi fengist skorið úr því hvort aðildarríki EES-samningsins beri ábyrgð gagnvart innstæðueigend- um vegna lágmarkstryggingar, þar á meðal við kerfishrun á fjármála- markaði. Þó að Ísland hafi samið við Breta og Hollendinga hafi ekki verið fallið frá réttinum til að fá úrskurð þar um. Fáist úr því skorið að slík ábyrgð hvíli ekki á Íslandi skal taka upp viðræður við Breta og Hollendinga um áhrif slíkrar niðurstöðu. • Ríkisábyrgðin miðast við að um úthlutun eigna við uppgjör Lands- bankans eða þrotabús hans fari samkvæmt íslenskum lögum. Skal láta á það reyna fyrir þar til bærum úrlausnaraðilum hvort kröfur inn- stæðutryggingasjóðsins gangi framar öðrum hluta krafna vegna sömu innstæðu. Er með þessu tekið tillit til ábendinga Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns og fleiri. Alþingi skal samþykkja ákvörðun um ósk um viðræður um breyting- ar á lánasamningunum samkvæmt endurskoðunarákvæðum laganna. Við ákvörðunina skal byggt á for- sendum og viðmiðum laganna. Skal ákvörðun þar um liggja fyrir fyrir 5. október 2015. Fjármálaráðherra skal árlega upplýsa Alþingi um framkvæmd lánasamninganna en fjármála- ráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabankinn eiga að meta þróun heildarskulda, greiðslubyrði og skuldaþol. Þá á fjárlaganefnd, við eftirlit með fjárlögum, að meta hvernig skuldbindingarnar þróast. Áttunda grein laganna fjallar um endurheimtur. Í henni segir: „Ríkis- stjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave- reikningana.“ Skal hún fyrir miðj- an október hafa frumkvæði að samstarfi við, meðal annars, yfir- völd í Bretlandi, Hollandi og Evr- ópusambandinu og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæð- urnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Skal semja áætlun fyrir árslok um hvernig reynt verð- ur að endurheimta það fé sem kann að finnast. • Í lögunum segir einnig: „Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkis stjórnin einnig gera ráðstafan- ir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbind- ingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.“ Í þessu felst að þeir Landsbanka- menn sem ábyrgð kunna að bera lögum samkvæmt verða sóttir til saka og bóta, dugi ekki annað til. Landsbankamenn beri Icesave-tjónið Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagði að semja þyrfti upp á nýtt og fá til verksins bestu mögulegu samningamenn. Þá gætum við átt möguleika á standa uppi með glæsilega niðurstöðu. „Innra með mér er uggur því ég veit að þetta er dropinn sem fyllir mælinn,“ sagði Birgitta um málið og fullyrti að margir ætluðu að flytja frá landinu vegna þess. Hvatti hún þó þjóðina til að gefast ekki upp. INNRA MEÐ MÉR ER UGGUR Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að málið væri ekki það sama og ríkisstjórnin lagði upp með. Stjórnin hafi fallið á prófinu því hún hafði ekki tryggan meirihluta fyrir málinu í byrjun. Hennar ætlan hafi verið að fá frumvarpið samþykkt án fyrirvara. „Þingið tók völdin,“ sagði Bjarni en vísaði ábyrgð málsins á ríkisstjórn og stjórnarflokka. RÍKISSTJÓRNIN FÉLL Á PRÓFINU Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í lokaumræðum um Icesave- málið í gær að með samningunum við Breta og Hollendinga og lögunum um ríkisábyrgðina fengju Íslendingar ráðrúm til að ná kröftum sínum á ný áður en til greiðslu lánanna kæmi. Hún sagði málið stærstu einstöku fjárhagsskuldbindingu sem íslenska ríkið hefði tekið á sig og það hefði verið ríkisstjórninni erfitt. Jóhanna sagði næsta verk stjórnvalda að ræða við Breta og Hollendinga og sannfæra þá um að skynsamlegt væri af þeim að fallast á íslensku fyrir- varana. Kvaðst hún allvongóð um að það tækist þó að hún hefði ekki fyrir því fullvissu. FÁUM RÁÐRÚM TIL AÐ NÁ KRÖFTUM Á NÝ „Eina raunhæfa leiðin er að fella málið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, og kvað afleiðingar samninganna hafa alvarlegar félagslegar afleiðingar. Sagði hann ríkisstjórnina hafa sýnt aumingjaskap í málinu, vinnubrögð þingsins hefðu verið óásættanleg; allt hefði verið gert rangt. AUMINGJASKAPUR RÍKISSTJÓRNARINNAR Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hæddist að stjórnarandstöðunni fyrir að vilja eigna sér heiðurinn af breytingunum á frumvarpinu. „Það er gott, þá geta flestir verið ánægðir.“ Flestir væru orðnir sigurvegarar í málinu, nema náttúrlega hann. Sagðist hann taka að sér með glöðu geði að vera sá eini sem ekki væri sigurvegari í málinu. „Ég skal vera Holta-Þórir þessa máls,“ sagði Steingrímur og vitnaði þar í Njálu. Hann sagði málið hafa styrkst í meðförum þingsins með málefnalegri og sanngjarnri umgjörð um efnahags- og lagalega þætti þess. ÉG SKAL VERA HOLTA-ÞÓRIR Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, sagðist hafa skoðað málið vel. Niðurstaða hans væri sú að Icesave-samningurinn sem lausn á vandamáli sem vissulega væri til staðar væri verri lausn en vandamálið sjálft. SAMNINGURINN VERRI EN VANDAMÁLIÐ FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is ÞVÍ SEGI ÉG NEI Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum í atkvæðagreiðslunni í gær. Þó að skiptar skoðanir hafi verið um frumvarpið voru þingmenn almennt á því að málið væri það erfiðasta sem til kasta þingsins hefði komið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞINGMÁLINU LOKIÐ EN ICESAVE EKKI Þó Alþingi hafi lokið umfjöllun sinni um Icesave-málið með samþykkt frum- varpsins um ríkisábyrgðina er málinu sjálfu hvergi nærri lokið. Icesave-málið snýst um lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum og endurgreiðslu þeirra lána. Samið var um að ekki þyrfti að greiða af lánunum næstu sjö árin en endurgreiðslur hefjast árið 2016 og eiga að standa til 2024. Allt fram til síðasta dags verður fylgst grannt með greiðslugetu þjóðarbúsins, forsendum samningsins, verðmætum eigna Landsbankans og mögulegum heimtum á bótum frá ábyrgðarmönnum Landsbankans svo fátt eitt sé nefnt. Hugsanlega kemur til úrskurðar- og dómsmála vegna Icesave. Líklegt er að reynt verði að fá úr því skorið hvort Íslandi beri yfir höfuð að greiða skuldina og eins getur komið til sérstakra dómsmála yfir Landsbanka- mönnum. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Sveinn Þorgrímsson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, stýrir fundinum. Á dagskrá eru erindi um innlend verkefni á sviði vistvæns eldsneytis auk kynningar á öndvegisstyrkjum Tækniþróunarsjóðs á því sviði. Umsóknarfrestur fyrir öndvegisstyrkina verður 15. október n.k. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Boðið verður upp á veitingar á fundinum. Tækniþróunarsjóður Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Kynning á öndvegisstyrkjum sjóðsins um vistvænt eldsneyti Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar á Grand hótel, mánudaginn 31. ágúst kl. 10:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.