Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 94
66 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. mál skips, 6. klaki, 8. ferð, 9. smá-
skilaboð, 11. nudd, 12. málmblanda,
14. andstuttur, 16. sjó, 17. röst, 18.
árkvíslir, 20. tveir eins, 21. loga.
LÓÐRÉTT
1. fangi, 3. hvort, 4. sýndu fram á, 5.
hyggja, 7. lítilsvert málefni, 10. hlóðir,
13. súld, 15. grobb, 16. andi, 19. frá.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lest, 6. ís, 8. för, 9. sms,
11. nú, 12. látún, 14. móður, 16. sæ,
17. iða, 18. ála, 20. uu, 21. lifa.
LÓÐRÉTT: 1. gísl, 3. ef, 4. sönnuðu, 5.
trú, 7. smámæli, 10. stó, 13. úði, 15.
raup, 16. sál, 19. af.
„Þetta væri ekki hægt nema vegna
þess að partur af Rúnari er með
okkur,“ segir Bubbi Morthens.
Rokksveitin GCD ætlar að koma
saman á Ljósanótt í Keflavík 4.
september til að heiðra minningu
fyrrum félaga síns Rúnars Júlíus-
sonar sem lést á síðasta ári. Yfir-
skrift viðburðarins verður „Óður
til Rúnars“.
Júlíus, sonur Rúnars, mun fylla
skarð hans bæði sem bassaleik-
ari og söngvari. „Þó svo að ég sé
með stærri löpp en pabbi er erfitt
að fylla í hans spor,“ segir Júlíus
við hlátrasköll nýrra félaga sinna.
Hann hlakkar mikið til að stíga
á svið með Bubba, bróður hans
Bergþóri og trommaranum Gunn-
laugi Briem en gerir sér um leið
grein fyrir því að hann er undir
þrýstingi um að standa sig vel,
enda var faðir hans prímusmótor-
inn í sveitinni ásamt Bubba.
GCD starfaði í þrjú sumur í
byrjun tíunda áratugarins og gaf
út þrjár plötur. Hún var gríðarlega
vinsæl, keyrði vítt og breitt um
landið og spilaði ávallt fyrir fullu
húsi. Lög eins og Kaupmaðurinn á
horninu, Mýrdalssandur og Sumar-
ið er tíminn eru ennþá feikivinsæl
og munu lifa í minningu Íslendinga
um ókomin ár.
Þeir félagar segja það vel við
hæfi að koma aftur saman í Kefla-
vík til að spila Rúnari til heiðurs.
„Þetta er einstakt „móment“. Við
erum í Keflavík sem er uppeldis-
bær Rúnars og með son hans um
borð. Ég er alveg viss um að karl-
inn verður þarna með okkur,“
segir Bergþór og Bubbi tekur í
sama streng: „Það er gaman að
fá tækifæri til að kveðja hann
almennilega. Eins og hann blasti
við okkur þá var einhvers konar
búdda í honum. Hann var sér-
stakur til orðs og æðis. Rúnar
var mjög vandað eintak og það
er þakklæti í mínu hjarta að geta
kvatt „gamla“ svona,“ segir hann
og bætir við: „Það verður rosalega
gaman að spila á Ljósanótt. Þetta
er flott staðsetning og alltaf gríðar-
leg stemning þarna. Þessi tegund
tónlistar með GCD er algjörlega
heiðar leg. Það er ekki verið að
finna upp hjólið en menn voru að
spila með hjartanu. Þegar þetta er
gert á réttum forsendum þá virk-
ar það.“
freyr@frettabladid.is
BUBBI MORTHENS: KVEÐUR „GAMLA“ MEÐ ÞAKKLÆTI Í HJARTA
Sonur Rúnars Júl spilar
með GCD á Ljósanótt
GCD Frá vinstri: Gunnlaugur Briem, Júlíus Guðmundsson, Bubbi Morthens og Bergþór Morthens. Þeir ætla að heiðra minningu
Rúnars Júlíussonar á Ljósanótt 4. september. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Kamilla Ingibergsdóttir
Aldur: Þrítug.
Fjölskylda:
Er einhleyp og
barnlaus en
ekki fjöl-
skyldulaus. Á
mömmu, Guð-
rúnu Júlíus-
dóttur, pabba,
Ingiberg Þór
Kristinsson,
tvo bræður og
áhangendur.
Búseta: Reykjavík.
Starf: Verkefnastjóri hjá ÚTÓN og
ráðstefnustjóri You Are In Control-
ráðstefnunnar sem haldin verður
23. og 24. september.
Stjörnumerki: Rétt slefa í nautið.
Kamilla skipuleggur tónlistarráðstefnuna
You Are In Control í Reykjavík í næsta
mánuði.
„Báðir synir mínir fæddust fyrir
tímann og þurftu því að dvelja á
vökudeild Barnaspítala Hrings-
ins eftir fæðingu. Ég gat ekki
tekið þá á brjóst og þurfti því að
nota mjaltavél við það. Mér þótti
þetta svolítið fjarstæðukennt en á
sama tíma fannst mér þetta nokk-
uð myndrænt og mér datt í hug
að nota þessa reynslu í gjörning,“
segir Katrín I. Jónsdóttir Hjör-
dísardóttir listamaður, sem verð-
ur með allsérstakan gjörning á
vinnustofu sinni við Hverfisgötu
61 í dag. Katrín, sem útskrifað-
ist af myndlistarbraut LHÍ fyrir
ári, mun mjólka sig fyrir augum
almennings og segist óviss með
viðbrögðin sem gjörningurinn mun
vekja. „Það er ósköp eðlilegt fyrir
konur að gefa brjóst á almanna-
færi, en það er eitthvað ónáttúru-
legt og óeðlilegt við þetta. Það
verður forvitnilegt að sjá hvernig
fólk mun taka þessu,“ segir Katr-
ín.
„Listamenn nýta oft listina til
að vekja athygli á samfélagsmein-
um og með þessum gjörningi lang-
ar mig að vekja athygli á því að
mæður fyrirbura neyðast til þess
að borga sjálfar leiguna á mjalta-
vélinni, sem getur verið kostn-
aðarsamt.“ Gjörningurinn hefst
klukkan 13 og verður endurtekinn
klukkan 16 í dag. - sm
Mjólkar sig á Hverfisgötu í dag
SÉRSTAKUR GJÖRNINGUR Katrín I.
verður með nokkuð sérstakan gjörning
á vinnustofu sinni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Myndlistarmaðurinn
Davíð Örn Hall-
dórsson er rísandi
stjarna í lista-
heiminum. Því áttar
listvinurinn Frances-
ca von Habsburg,
barónessa frá
Austur ríki, sig
vel á og hefur
tekið hann undir
sinn verndarvæng. Málverk Davíðs
prýða nýja plötu hljómsveitarinnar
Hjálma. Sú sveit hefur löngum verið
í uppáhaldi barónessunnar, eins og
sannaðist á tónleikum á Menn-
ingarnótt þegar hún dansaði með
sveitinni uppi á sviði. Þegar barón-
essan sá verk Davíðs á umslaginu
keypti hún þau undir eins, þrátt fyrir
að einu verkinu hafi þegar verið
lofað annað.
Francesca von Habs-
burg hefur reynst
mörgum íslenskum
listamanninum vel.
Veislur hennar eru
frægar meðal lista-
elítunnar og hún
er almennt mjög
vel liðin. Það
borgar sig líka
að vera í náðinni
eins og Davíð Örn fær nú að
kynnast. Barónessan lét sér ekki
nægja að kaupa verkin af Hjálma-
plötunni heldur hefur hún falið
Davíð að mála þrjár myndir fyrir
sig til viðbótar. Til að listamaður-
inn fái næði til að sinna því verki
hefur hún boðið honum og einum
gesti til Jamaíka í tvö mánuði. Þar
fær listamaðurinn afnot af villu og
þjónn sem sér um að sinna helstu
verkum.
Fréttablaðið hefur sagt frá vinsæld-
um bókarinnar Matar og drykkjar
eftir Helgu Sigurðardóttur sem
nýlega var endurútgefin. Skömmu
eftir útgáfu kom eldri kona til
Sigurðar Svavarssonar í Opna
bókafélagið og festi kaup á sjö
eintökum. Fylgdi sögunni að hún
ætlaði að eiga eitt sjálf en börn
hennar fengju hin svo
hún þyrfti ekki að lána
sitt eintak. Í vikunni
kom eldri kona í
bókafélagið og bætti
um betur. Hún keypti
átján eintök og ætl-
aði að gefa öllum
barnabörnunum
sínum bókina.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hadda Hreiðarsdóttir mun opna sérstaka
Lomography-verslun í miðborg London ásamt
sambýlismanni sínum, Adam Scott. Verslun-
in, sem verður opnuð 10. september og heitir
Lomography Gallery Store, London, verður
fyrsta sérhæfða Lomography-verslunin í
London.
„Ég er viðskiptafræðingur að mennt en
sambýlismaður minn er ljósmyndari og hefur
mikið verið að vinna fyrir Lomography-
fyrirtækið. Búðin verður opnuð í náinni sam-
vinnu við fyrirtækið sjálft og eru til dæmis
allar innréttingar smíðaðar í Austurríki, þar
sem höfuðstöðvar Lomography eru, og verða
sendar hingað yfir til okkar,“ segir Hadda,
sem hefur verið búsett í London síðastliðin
tvö ár. Aðspurð segist hún una sér vel í borg-
inni og hafa engan hug á að flytja heim í bráð.
„Ég er mjög sátt hérna úti. Ég er líka spennt
fyrir opnun búðarinnar, enda hefur það verið
draumur lengi að reka mitt eigið fyrirtæki og
ráða mér sjálf.“
Verslunin verður á Newburgh Street í mið-
borg London og verður á þremur hæðum.
Verslunin mun einnig hýsa gallerí og sam-
komustað fyrir aðdáendur Lomo-vélanna þar
sem þeir geta hist og spjallað. „Þetta er stórt
samfélag fólks. Það er engu líkara en að fólk
ánetjist þessu því um leið og það hefur prófað
Lomo-vélarnar er ekki aftur snúið. Ég held að
sjarminn við þetta sé endurhvarfið til film-
unnar, fólk nýtur þess að taka myndir án þess
að sjá strax hver útkoman er eins og með digi-
tal-myndavélarnar.“ Lomo-vélarnar eiga sér
einnig aðdáendur á meðal stjarnanna og nefn-
ir Hadda meðal annars Vladimír Pútín, Meat-
loaf og meðlimi Radiohead í því samhengi.
Að sögn Höddu verður haldið heljarinnar
teiti í tilefni opnunarinnar. „Það verður rosa
veisla. Hljómsveitir munu skemmta gestum
og það verða veitingar í boði. Öllum Íslend-
ingum á svæðinu er auðvitað boðið,“ segir
Hadda að lokum. - sm
Íslensk stelpa opnar Lomo-verslun í London
OPNA LOMOGRAPHY-VERSLUN Hadda Hreiðarsdóttir
og sambýlismaður hennar, Adam Scott, opna fyrstu
Lomography-verslunina í London í september.