Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 16
16 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR H öfuðdagurinn er í dag. Veður þá var talið ráða um vályndi og veðravon komandi fimm vikna í fornri trú. Samkvæmt henni átti veðrið á höfuðdegi að breytast og standa um langa hríð. Menn reyndu því að koma heyjum í hús fyrir veðrabrigðin. Von og ótti takast á í hinni fornu merkingu dagsins þótt upplag hans megi rekja til örlaga Jóhannesar skírara sem var hálshöggvinn og höfuð hans fært erlendum kúgurum þjóðar hans á fati og þannig reynt að slökkva hreyfingu sem hafði um síðir frægan sigur. Jóhannes datt inn í trúarkerfi margra trúarbragða enda kærkomið fórnarlamb. Þennan höfuðdag sjáum við fram á breytt veður í sam- félaginu. Langþráðar lyktir eru loks komnar í stórt, flókið og vandasamt úrlausnarefni Alþingis. En sjaldan er ein báran stök. Þingsins bíða stór og erfið úrlausnarefni um bráðan vanda sem fjöldi íslenskra heimila er kominn í. Á götunni kvisast sá almannarómur að fátt óttist þing og stjórn meir þessa daga en umbjóðendur sína og skiptir þá litlu hver styrkur þingmanna er að atkvæðamagni. Er nema von að þingmenn óttist múginn eins og framferði þeirra hefur verið í þessu sumarþingi? Og þjóðin er mædd eftir sólbjart og þurrka- samt sumar. Við lifum válynda tíma. Kostulegast í karpi sumarsins er þrasið, hin fáfengilega sjálfsdýrkun á tímum þegar brýnt er að menn sýni siðfágun til að beita öllum kröftum sínum heilum til að ná saman. Veik von er að það hafi menn sýnt á nefndarfundum, en veik er hún og þarft hefði verið lýðræðinu að rigga upp tökuvélum á fund- um fjárlaganefndar til upplýsingar almenningi svo hann mætti dæma fulltrúa sína af raunverulegri frammistöðu í beinni útsendingu en ekki skrumkenndum látalátum í ræðustól. En hætt er við að þar hefðu sömu tilburðirnir verið í boði. Er ekki kominn tími á samantekt um hvaða þingmenn þeir eru sem standa sig best í frammíköllum, eiga metið í aðhrópun- um að þeim sem hefur orðið? Það er sárgrætilegt að forseti þingsins skuli þurfa að áminna þingmenn um að gæta að virð- ingu sinni. Og eftir síðustu vikur er líklega of seint í rassinn gripið. Nú gefst þinginu lát á störfum skamma hríð og undirbúning- ur að langri og strangri vinnulotu þar sem enn reynir á þroska þingmanna, ábyrgð og festu, ekki síður en viljann til að hraða málum til niðurstöðu sem byggir á bestri málamiðlun. Aldrei í sögu þingsins hefur sú brýning verið skærari í hugum almenn- ings að þingmenn gangi upp úr skotgröfum þófs og þrætugirni og vinni eins og menn við björgun í stórum háska. Þá veður- breytingu vill þjóðin sjá á höfuðdegi. Annars fjúka höfuð og menn munu bera smán sína það sem eftir er. Því senn fara í hönd tímar þar sem ábyrgðin verður rifjuð upp svo þjóðin geti lagt mat á ábyrgð þingmanna, ráð- herra og flokka. Þá verður ekki síðra að minnast þess hverjir þeir voru sem eyddu kröftum sínum í þrætur og flokkakryt þegar fárviðrið gekk yfir og lamdi byggðirnar í mask og fólkið fórst. Forn von og ótti – og ný: Höfuðdagur PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Hljótt hefur verið á sumar-þinginu um fjögur mál ríkisstjórnarinnar sem snerta stjórnskipunina, stjórnsýslu og kosningar. Öll lúta þau að verðugum viðfangsefnum þó að deila megi um efnistök í ein- stökum greinum. Fyrir kosningar lagði ríkis- stjórnin meiri þunga á stjórnlaga- þingstillöguna en nokkurt annað mál. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því. Hann bauð hins vegar upp á málamiðlun um ráðgefandi stjórn- lagaþing. Ríkisstjórnin hafnaði því boði. Nú hefur hún horfið frá fyrri áformum og flutt málamiðlunartil- löguna sem áður þótti ótæk. Umskiptin benda til þess að sá hugur hafi ekki fylgt máli um stjórnarskrárendurskoðun sem látinn var í veðri vaka á vordög- um. Málamiðl- unin kann að ver a sk á r r i kostur en frum- hugmyndin. Best færi þó á að rík- isstjórnin tæki einfaldlega for- ystu um að ljúka því endurskoð- unarstarfi sem komið var vel á veg 2007 og Alþingi fengi það síðan til úrlausnar og afgreiðslu. Á vordögum gátu stjórnarflokk- arnir ekki sameinast um tillögu um breytingu á stjórnarskránni sem heimilað hefði aðild að Evrópusam- bandinu. Trúlega er slíkur innri ágreiningur enn ástæðan fyrir því að stjórnin treystir sér ekki til að hafa frumkvæði um efnislegar úrlausnir mála á þessu sviði. Þá hefur ríkisstjórnin flutt frum- varp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það hefur þann tilgang helstan að búa til farveg til þess að koma hugs- anlegum samningi um aðild að Evr- ópusambandinu í leiðbeinandi þjóð- aratkvæði áður en Alþingi tekur afstöðu til hans. Þjóðin á ekki að fá endanlegt úrslitavald um samning- inn og það sem meira er: Hún á að taka afstöðu til aðildar áður en hún verður heimil samkvæmt stjórnar- skrá. Allt ber þetta vott um fumkennd vinnubrögð. Ef vilji væri fyrir hendi gæti Alþingi samþykkt stjórnar- skrárbreytingar á komandi vor- þingi. Það væri bæði skjótvirkari og vandaðri háttur en sá sem áformað- ur er. Niðurstaðan er sú að stjórnar- skrármálið líður fyrir ráðleysi. Ráðleysi í stjórnarskrármálinu Um nokkurn tíma hefur áhugi farið vaxandi á per-sónukjöri. Fyrir sumar-þinginu hefur legið frum- varp frá ríkisstjórninni sem miðar að úrbótum í þessa veru bæði vegna þingkosninga og sveitarstjórnar- kosninga. Þar er gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað frambjóðend- um í aðalsæti á listum. Frumvarpið byggir eðlilega á óbreyttri kjördæmaskipan. Æski- legt hefði hins vegar verið að taka hana til endurskoðunar. Þá hefði verið unnt að vinna að lausnum á persónukjörinu í stærra samhengi. Ekki er unnt að fullyrða að sú breyting sem frumvarpið gerir ráð fyrir þýði endalok prófkosninga innan flokkanna. Það er þó líklegt. Fari svo hætta kjósendur að ráða hverjir skipa aðalsæti listanna. Þeir hlutast eingöngu til um röð þeirra á listanum. Einhverjum kann að finn- ast sem það auki vald flokkanna um val á frambjóðendum. Að sumu leyti er það rétt. En hér verður ekki á allt kosið. Ýmsir hafa efasemdir um per- sónukjör af ótta við að það dragi úr málefnalegum umræðum í kosn- ingabaráttu. Ugglaust verður kosn- ingabaráttan að einhverju marki persónulegri. Reynsla annarra þjóða bendir þó ekki til að kjósend- ur fari á mis við málefnaleg átök. Vel er hugsanlegt að gera tilraun með persónukjör fyrst í sveitar- stjórnarkosningum. Þær eru víða persónulegri en þingkosningar. Af þeirri reynslu mætti síðan draga ályktanir og ákveða hvort gera ætti sams konar breytingar við kjör til Alþingis. Frumvarpið er vandað og samið af góðri þekkingu á viðfangsefninu. Mjög áhugavert er að koma breyt- ingum af þessu tagi fram með einhverjum hætti. Vonandi lend- ir framgangur málsins ekki í úti- deyfu. Persónukjör Vert er að geta frumvarps ríkisstjórnarinnar um flutning nokkurra stjórn-sýsluverkefna milli ráðu- neyta. Svo á að heita að þetta sé upphaf að viðameiri breytingum sem ákveða eigi síðar á kjörtíma- bilinu. Þau fyrirheit eru ekki sann- færandi. Í reynd er frumvarpið metnað- arlaust. Því fer fjarri að það taki á þeim miklu ágöllum sem eru á skipulagi stjórnarráðsins. Að vísu er ríkisstjórnin ekki í verra ljósi en margar fyrri stjórnir sem hafa heykst á þessu viðfangsefni. Segja má að það sé orðin áratuga regla að við myndun ríkisstjórna vinnist ekki tími til að ákveða uppskurð á stjórnarráðinu. Þegar kemur fram á mitt kjörtímabil reynist ógerningur að fækka ráð- herrum. Flest bendir til að núver- andi stjórn hafi fest sig í þessu gamla fari. Nú hagar hins vegar svo til að ekki er með góðu móti unnt að verja vettlingatök á þessu við- fangsefni frekar en öðrum. Þeir sem til þekkja vita að ráðuneytin er of mörg og of smá. Við jafn mik- inn niðurskurð í ríkiskerfinu og við blasir er ekki hægt að láta við það sitja að nokkur verkefni séu flutt á milli ráðuneyta. Hugsanleg aðild að Evrópusam- bandinu kallar líka á hagræðingu í æðstu stjórnsýslu ríkisins. Hún gerir þörfina fyrir færri og sterk- ari ráðuneyti einnig brýnni. Margt af fyrirhuguðum verk- efnatilflutningi orkar tvímælis. Ætlunin er til að mynda að setja Seðlabankann aftur undir við- skiptaráðuneytið sem að réttu lagi á að leggja niður. Miklu nær væri að flytja yfirstjórn peningamál- anna í fjármálaráðuneytið. Sam- hæfing þessara tveggja þátta er afar mikilvæg. Slík breyting væri stefnumarkandi þar um. Þetta frumvarp er greinilega sett fram til að gera eitthvað. Í reynd er það ómarkvisst kák. Uppstokkun stjórnarráðsins ÞORSTEINN PÁLSSON ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK www.bjartur.is Ný stjarna á himni reyfarahöfunda Þýðandi: Bjarni Jónsson BEINT Í 3. SÆTI METSÖLULISTA EYMUNDSSON D Y N A M O D Y N A M O M R E Y K J R E Y K JA V A V AA ÍKÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.