Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 49
Öll hverfi Mosfellsbæjar verða skreytt mismun-
andi litum á hinni árlegu bæjarhátíð sem hófst
í gær og lýkur á morgun. Litirnir verða bleikir,
bláir, gulir og rauðir eftir því um hvaða hverfi er
að ræða. „Það var gaman að keyra um sveitina í
gærkvöldi [fimmtudagskvöld] og sjá samstöðuna
í fólki að skreyta. Menn fara sumir hamförum
í þessu, sérstaklega í gula hverfinu. Það verður
tvímælalaust mest skreytt þar,“ segir Davíð Þór
Einarsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem
sjálfur býr í rauða hverfinu. „Það er mjög góð til-
finning að vera í rauða hverfinu,“ segir hann og
hlær. „Þetta er þriðja árið í röð sem við förum af
stað með svona litadæmi og það hefur alltaf verið
meiri og meiri þátttaka.“
Í einu húsi í rauða hverfinu býr Helena Krist-
insdóttir framleiðandi. Skreytingin þar er heldur
óvenjuleg því sjálfur Geir H. Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, mun sitja á veröndinni fyrir
framan húsið alla hátíðina, eða réttara sagt stað-
gengill hans. „Það hefur ekkert heyrst af honum
undanfarið þannig að við ákváðum að leyfa honum
að taka þátt. Við ætlum að vera með partí í götunni
fyrir framan húsið og hann ætlar að vera með.
Það náðist ekki í hann persónulega og þess vegna
ætlum við að hafa staðgengil,“ segir Helena.
Dómnefnd mun skera úr um fallegustu húsin í
hverjum lit fyrir sig og í verðlaun verður heiður-
inn sem hlýst af því að verða fyrir valinu. - fb
Geir í rauða hverfinu í Mosó
Í RAUÐA HVERFINU „Geir H. Haarde“ unir sér greinilega vel í
rauða hverfinu í Mosfellsbæ.
Árleg íshátíð á vegum Kjöríss í
Hveragerði verður haldin í dag.
Hátíðin er haldin í tengslum við
Blómstrandi daga í Hveragerði en
verður stærri í sniðum en venju-
lega vegna fjörutíu ára afmælis
Kjöríss.
Hápunktur Ísdagsins er Ólík-
indabragðið svokallaða þar sem
fólki gefst kostur á að bragða ís
með heldur óvenjulegu innihaldi
og má þar nefna túnfiskís, bjórís
og kókosbolluís. Gestum verður
einnig boðið að taka þátt í smökk-
unarleik þar sem vegleg verðlaun
eru í boði.
„Einum starfsmanni Kjöríss
datt þetta í hug í fyrsta sinn sem
við héldum Ísdaginn hátíðlega.
Þetta er í raun þungamiðja hátíð-
arinnar. Ég hef smakkað allar
þessar bragðtegundir sjálf og
finnst túnfiskísinn persónulega
mjög góður, en mér þykir líka
túnfiskur góður á bragðið. Hing-
að geta menn komið og borðað
eins mikinn ís og þeir geta í sig
látið þannig að ég vona að sem
flestir komi og njóti dagsins með
okkur,“ segir Guðrún Hafsteins-
dóttir, markaðsstjóri Kjöríss.
Hátíðin hefst klukkan 13.30 í
dag og stendur til klukkan 18.00.
- sm
Túnfiskís í boði
Uma Thurman hefur tekið að
sér aðalhlutverkið í myndinni
Girl Soldier sem Will Raee mun
leikstýra. Myndin er byggð á
sannsögulegum atburðum og
fjallar um alræmda uppreisnar-
menn í Úganda sem námu á brott
yfir eitt hundrað skólastúlkur.
Uma mun leika nunnu sem eltir
uppreisnarmennina og hjálpar
nokkrum stúlkum að komast
undan. Myndin er byggð á sam-
nefndri bók eftir Grace Akallo,
sem er ein þeirra sem voru
handsamaðar. „Þetta er ótrúleg
saga sem hristir rækilega upp í
manni,“ sagði leikstjórinn Raee.
Thurman
í Girl Soldier
UMA THURMAN Leikkonan snjalla hefur
tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni
Girl Soldier.
Rokkararnar í Foo Fighters ætla
að gefa út nýja safnplötu síðar á
þessu ári. Platan nefnist einfald-
lega Greatest Hits og kemur út
2. nóvember. Á henni verða lög
af fjórtán ára ferli Dave Grohl
og félaga auk að minnsta kosti
tveggja nýrra laga. Þau eru
Wheels, sem hljómsveitin frum-
flutti í grillveislu Baracks Obama
í Hvíta húsinu 4. júlí, og Word
Forward. Á meðal annarra laga á
plötunni verða The
Pretender, All My
Life, Learn to Fly,
Best of You, Times
Like These, My
Hero og Ever-
long.
Foo Fighters
með safnplötu
DAVE GROHL Rokk-
ararnir í Foo Fighters
gefa út safnplötu 2.
nóvember næstkom-
andi.
ÍSDAGURINN MIKLI Á Ísdeginum gefst
fólki kostur á að bragða ís með óvenju-
legu innihaldi líkt og túnfiskís.
S k e m m t i l e g t s t a r f f y r i r a l l a
Nú er skátastarfið að fara í gang um allt land og fyrstu fundir að
hefjast. Öllum krökkum frá 7 ára aldri gefst kostur á því að verða
skátar og því langar okkur að bjóða ykkur velkomin og taka þátt í
skemmtilegu og fjölbreyttu starfi.
Komdu á skátafund og kynntu þér starfið hjá okkur í vetur.
Þú getur fundið allar upplýsingar á vefnum okkar www.skatar.is
–al ltaf skemmtilegir!
sk
at
ar
.is
ÆVINTÝRI - VINÁTTA - ÚTILÍF - ÚTSJÓNARSEMI - LEIÐTOGAÞJÁLFUN - ALÞJÓÐASTARF