Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 29. ágúst 2009 49 Öll hverfi Mosfellsbæjar verða skreytt mismun- andi litum á hinni árlegu bæjarhátíð sem hófst í gær og lýkur á morgun. Litirnir verða bleikir, bláir, gulir og rauðir eftir því um hvaða hverfi er að ræða. „Það var gaman að keyra um sveitina í gærkvöldi [fimmtudagskvöld] og sjá samstöðuna í fólki að skreyta. Menn fara sumir hamförum í þessu, sérstaklega í gula hverfinu. Það verður tvímælalaust mest skreytt þar,“ segir Davíð Þór Einarsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem sjálfur býr í rauða hverfinu. „Það er mjög góð til- finning að vera í rauða hverfinu,“ segir hann og hlær. „Þetta er þriðja árið í röð sem við förum af stað með svona litadæmi og það hefur alltaf verið meiri og meiri þátttaka.“ Í einu húsi í rauða hverfinu býr Helena Krist- insdóttir framleiðandi. Skreytingin þar er heldur óvenjuleg því sjálfur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, mun sitja á veröndinni fyrir framan húsið alla hátíðina, eða réttara sagt stað- gengill hans. „Það hefur ekkert heyrst af honum undanfarið þannig að við ákváðum að leyfa honum að taka þátt. Við ætlum að vera með partí í götunni fyrir framan húsið og hann ætlar að vera með. Það náðist ekki í hann persónulega og þess vegna ætlum við að hafa staðgengil,“ segir Helena. Dómnefnd mun skera úr um fallegustu húsin í hverjum lit fyrir sig og í verðlaun verður heiður- inn sem hlýst af því að verða fyrir valinu. - fb Geir í rauða hverfinu í Mosó Í RAUÐA HVERFINU „Geir H. Haarde“ unir sér greinilega vel í rauða hverfinu í Mosfellsbæ. Árleg íshátíð á vegum Kjöríss í Hveragerði verður haldin í dag. Hátíðin er haldin í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði en verður stærri í sniðum en venju- lega vegna fjörutíu ára afmælis Kjöríss. Hápunktur Ísdagsins er Ólík- indabragðið svokallaða þar sem fólki gefst kostur á að bragða ís með heldur óvenjulegu innihaldi og má þar nefna túnfiskís, bjórís og kókosbolluís. Gestum verður einnig boðið að taka þátt í smökk- unarleik þar sem vegleg verðlaun eru í boði. „Einum starfsmanni Kjöríss datt þetta í hug í fyrsta sinn sem við héldum Ísdaginn hátíðlega. Þetta er í raun þungamiðja hátíð- arinnar. Ég hef smakkað allar þessar bragðtegundir sjálf og finnst túnfiskísinn persónulega mjög góður, en mér þykir líka túnfiskur góður á bragðið. Hing- að geta menn komið og borðað eins mikinn ís og þeir geta í sig látið þannig að ég vona að sem flestir komi og njóti dagsins með okkur,“ segir Guðrún Hafsteins- dóttir, markaðsstjóri Kjöríss. Hátíðin hefst klukkan 13.30 í dag og stendur til klukkan 18.00. - sm Túnfiskís í boði Uma Thurman hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni Girl Soldier sem Will Raee mun leikstýra. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um alræmda uppreisnar- menn í Úganda sem námu á brott yfir eitt hundrað skólastúlkur. Uma mun leika nunnu sem eltir uppreisnarmennina og hjálpar nokkrum stúlkum að komast undan. Myndin er byggð á sam- nefndri bók eftir Grace Akallo, sem er ein þeirra sem voru handsamaðar. „Þetta er ótrúleg saga sem hristir rækilega upp í manni,“ sagði leikstjórinn Raee. Thurman í Girl Soldier UMA THURMAN Leikkonan snjalla hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni Girl Soldier. Rokkararnar í Foo Fighters ætla að gefa út nýja safnplötu síðar á þessu ári. Platan nefnist einfald- lega Greatest Hits og kemur út 2. nóvember. Á henni verða lög af fjórtán ára ferli Dave Grohl og félaga auk að minnsta kosti tveggja nýrra laga. Þau eru Wheels, sem hljómsveitin frum- flutti í grillveislu Baracks Obama í Hvíta húsinu 4. júlí, og Word Forward. Á meðal annarra laga á plötunni verða The Pretender, All My Life, Learn to Fly, Best of You, Times Like These, My Hero og Ever- long. Foo Fighters með safnplötu DAVE GROHL Rokk- ararnir í Foo Fighters gefa út safnplötu 2. nóvember næstkom- andi. ÍSDAGURINN MIKLI Á Ísdeginum gefst fólki kostur á að bragða ís með óvenju- legu innihaldi líkt og túnfiskís. S k e m m t i l e g t s t a r f f y r i r a l l a Nú er skátastarfið að fara í gang um allt land og fyrstu fundir að hefjast. Öllum krökkum frá 7 ára aldri gefst kostur á því að verða skátar og því langar okkur að bjóða ykkur velkomin og taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu starfi. Komdu á skátafund og kynntu þér starfið hjá okkur í vetur. Þú getur fundið allar upplýsingar á vefnum okkar www.skatar.is –al ltaf skemmtilegir! sk at ar .is ÆVINTÝRI - VINÁTTA - ÚTILÍF - ÚTSJÓNARSEMI - LEIÐTOGAÞJÁLFUN - ALÞJÓÐASTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.