Fréttablaðið - 29.08.2009, Blaðsíða 41
www.fas.is • fas@fas.is • 4708070
www.fas.is • fas@fas.is • 4708070
Fjarnám
í skipstjórn.
Boðið verður upp nám á A-stigi
skipstjórnar, sem hefst í haust.
Námið er 46 einingar og dreifi st á 6
annir. Kennsla fer fram í gegnum netið
og í lotum.
Umsóknarfrestur er til 30.ágúst og
kynningarfundur í Tækniskólanum
4. september.
Upplýsingar og umsóknir í síma
4708070 og fas@fas.is
Skólameistari
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ætlunin er að vera með mismun-
andi gerðir flugdreka og miðla
smá fróðleik um flugdrekaflug og
fleira sem viðkemur þessu sporti.
Sýningin er alger frumraun en ég
vona að einhverjir mæti með sína
dreka,“ segir Guðmundur þegar
forvitnast er um framlag hans til
Akureyrarvökunnar. Flugdrekar
eru eitt af hans áhugamálum sem
hann ætlar að gefa fleirum hlut-
deild í. Skyldi hann vera laginn
við að búa þá til sjálfur? „Ég hef
ekki gert mikið af því. Hef aðal-
lega dundað við að fljúga tveggja
og fjögurra línu flugdreka. Fjög-
urra línu drekar eru lítið þekktir
hér á landi en með þeim er hægt
að gera miklar kúnstir. Ég á tvo
sem ég verð með í dag ef veður
leyfir.“
Guðmundur kveðst hafa leikið
sér talsvert með flugdreka sem
strákur og haft mjög gaman af.
„Ég átti flottan tveggja línu dreka
sem ég keypti í Leikfangaverslun
Sigurðar Guðmundssonar á Akur-
eyri eða hjá Sigga Gumm eins og
hann var kallaður. Svo kom langt
hlé, eða þar til sumarið 2003 er ég
var í útilegu og þar voru krakkar
með flugdreka. Þá kviknaði áhug-
inn aftur. Þegar ég fór að skoða
erlendar netsíður komst ég að
því að þetta er fjölþætt áhugamál
sem höfðar til margra. Sumir eru í
hönnun, saumaskap og smíði flug-
dreka. Aðrir eru að keppa í margs
konar þrautum, fljúga mynst-
ur, jafnvel margir saman. Sumir
senda myndvélar upp með drek-
unum til að taka myndir af svæð-
um sem erfitt er að koma öðrum
tækjum að. Það er svo margt hægt
að finna í þessu sporti,“ segir Guð-
mundur sem sjálfur heldur úti vef-
síðunni www.kite.is sem snýst um
dreka og flug. Hann telur flug-
drekagerð upplagt verkefni fyrir
skólabörn og fleiri áhugasama og
dreymir um að afrakstur slíks
vetrarföndurs fari á loft á Akur-
eyrarvökunni að ári.
Vonandi fá Akureyringar gott
veður í dag fyrir sín hátíðahöld.
Hversu mörg skyldu óskavindstigin
vera fyrir flugdreka?
„Það fer eftir efninu í þeim.
Sumir sem búnir eru til úr geim-
aldarefnum, eins og kolefnatrefj-
um og léttnæloni geta flogið í mjög
litlum vindi en svo er hægt að fá
flugdreka sem þurfa mikinn vind.
Mínir drekar kjósa helst fimm
metra á sekúndu og upp úr.“
gun@frettabladid.is
Fljúga skal flugdrekinn
hátt upp í himininn
Guðmundur Sverrisson kerfisfræðingur getur valið úr menningarviðburðum á Akureyrarvökunni nú um
helgina. Sjálfur stendur hann fyrir flugdrekasýningu í dag milli 14 og 16 sunnan við Verkmenntaskólann.
„Með fjögurra línu drekunum er hægt að gera miklar kúnstir,“ segir Guðmundur kampakátur. MYND/HEIDA.IS
GÖNGUVIKA stendur yfir í Dalvíkurbyggð og lýkur 3. september.
Hún er nú haldin í þriðja sinn en Sportferðir ehf. og Ferðatröll,
hagsmunasamtök ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð,
standa að henni. Farnar verða tvær göngur á dag;
önnur er fyrir vanari göngugarpa en hin er öllu léttari.
Sjá www.dalvik.is.