Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 14

Andvari - 01.06.1963, Page 14
12 SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON ANDVARI frumástands síns. Hjóli tímans verður ekki snúiS aftur á bak. Afturhvarf til náttúrunnar þýðir að draga úr ágöllum menningarinnar, að lifa í fyllra samræmi við eðli okkar og náttúruna. Þetta frjálsa, einfalda og eðlilega líf er ekki eintómur hugarburður. Það er enn til í dölum Sviss. Rousseau taldi sig umbótamann, en ekki byltingamann. Samtíðarmenn hans töldu rit hans heillandi draumsýn, þau sameinuðu anda og kraft skáldskapar og rök heimspekinnar. Máttur tilfinninga og hugsunar lögðust á eitt, þaðan er þeim kominn hinn mikli sannfæringarkraftur. Jafnvel þeir, sem létu ekki sannfærast, viðurkenndu ritsnilld og rökfimi Rous- seaus. Voltaire kemst svo að orði í frægu bréfi til hans: „Aldrei hefur slíku and- ríki verið beitt í þeim tilgangi að gera oss að skepnum. Menn dauðlangar til þess að skríða á fjórum fótum, þegar þeir lesa rit yðar. En þar sem ég lagði niður þennan vana fyrir meira en 60 árum, finn ég til allrar óhamingju, að mér er ómögulegt að taka hann upp aftur, og læt ég þetta náttúrlega atferði eftir þeim mönnum, sem eru þess verðugri að taka það upp en þér og ég.“ — SkopiS levnir sér ekki. Þjóðfélagssammngiirmn. Meðal sam- tíðarmanna sinna var Rousseau frægur sem höfundur RitgerSarinnar um mis- réttið, BréfiS til d’Alemberts, La Nouvelle HéloYse og Emil. Þjóðfélagssamningnum veittu fáir athygli fyrst í stað. Þar dregur Rousseau ekki upp mynd af æskilegu uppeldi eða hamingjusömu hjónabandi, heldur af réttlátum þjóðfélagshögum og stjórnskipun. Upptök félagslegs réttlætis eru ekki í því fólgin, að þeir, sem lítils megna, samþykki að lúta hinum sterku. Réttlætið gerir ráð fvrir frjálsu samkomu- lagi, samningi jafnrétthárra aðila. Þegar við virðum samning, sem við höfum gert frjálsir og án nauðungar, lútum við vilja sjálfra okkar, sem samninginn gerðum. Samningurinn bindur okkur skilyrðis- laust. Ríkið, sem gætir réttarins, á ekki að víkja hársbreidd frá honum. Hafa ber í huga, að Þjóðfélagssamn- ingurinn er einungis hluti af miklu stærra verki, sem Rousseau ætlaði sér að rita um pólitískar stofnanir, uppruna ríkis- valdsins og grundvöll þjóðfélagsins. Hann lauk aldrei nema litlum hluta þess, þeim hluta, sem auðveldast var að semja. Ritið hefst á þessum orðum: „Maður- inn er fæddur frjáls, en er þó alls staðar í hlekkjum. Einn telur sig annars herra, en er þó þeirn meiri þræll.“ Þótt Rousseau slái í upphafi á strengi áróðurs og tilfinn- inga, er Þjóðfélagssamningurinn ólíkur öðrum ritum hans að því leyti, að hann er strangfræðilegur og erfiður og þurr aflestrar. Grundvöllur félagslegs réttlætis getur aðeins verið hugsanlegur samningur, sem þjóðfélagsþegnarnir gera sín á milli. Með honum afsalar hver einstaklingur sér sér- réttindum sínum heildinni til heilla. Al- mennur vilji, la volonté générale, á svo að stjórna því í samræmi við markmiðið, almannaheillina. Lögin verða að vera samþykkt á allsherjarsamkomu eða þjóð- þingi, slík lög tjá almennan vilja. En framkvæmdavaldið getur þó þjóðin öll ekki farið með, heldur verður hún að fela það stjórnarnefnd, sem getur verið með ýmsu móti. Fámennum þjóðfélögum hæfir bezt lýðstjórn, miðlungs-stórum þjóðfélögum höfðingjastjórn, en stórveld- um konungsstjórn. En hvert sem stjórnar- formið er, ber ávallt að stjórna í sam- ræmi við almennan vilja. En á þessu hef- ur lengi verið hinn mesti misbrestur. Þó trúir Rousseau því, að unnt sé að bæta spillt ríki með réttlátari lögum. Hann glímir hér við það vandamál, hvernig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.