Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 18

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 18
16 SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON ANDVAIU háttar breyskleika, var hann góður mað- ur, einlægur og hreinskilinn, sem átti virðingu allra skiliS. Utkoma Játninga hnekkti í fyrstu mjög áliti Rousseaus, eins og vænta mátti, jafn- vel meSal aSdáenda hans. Aldrei fyrr hafði nokkur maður opnaS svo hugskot sitt fyrir öSrum, gert öðrum svo bcra hresti sína og ávirðingar, sem hann var einn til frásagnar um, kafað jafndjúpt í sál sína, komið svo nakinn fram fyrir lesendur sína. Hann flcttir vægðarlaust ofan af sínum innra manni, birtir leynd- ustu hugrenningar sínar. Hinn harði dómur, sem ýmsir hafa kveðið upp um skapgerð Rousseaus, stafar mjög af því, að menn vita miklu meira um sálarlíf hans og einkalíf en nokkurs annars mikil- mennis. Hvers vegna segir hann frá öllu þessu? spurðu menn, og margir spyrja hins sama enn í dag. Mér virðist Rousseau hafa aðallega ritað játningar sínar til þess að öðlast sálubót og sáluhjálp. MeS þær ætlar hann að koma fyrir hinn æSsta og alréttláta dómara. Játningarnar eru hlandnar iðrun og eftirsjá og stundum andstyggð hans á sjálfum sér, þær hafa kostað hann mikið siðferðilegt átak. Rousseau er fyrsti mikli rithöfundurinn, sem beitir þessari miskunnarlausu sjálfs- tjáningu, með henni hreinsar hann sor- ann úr sál sinni og öðlast sálarfrið. Hann opnar djúpvitund sálarinnar og ýmsir telja, að sálkönnunin í viðri merkingu eigi upptök sín í þessu riti hans. Ekkert annað rit Rousseaus hafði jafn mikil áhrif á franskar og evrópskar bókmenntir á 19. öld og Játningarnar. Skáldsagan verður sakir fordæmis hans og áhrifa tjáning innra lífs. Yfir svanasöng hans, Dagdraumum einmana göngumanns, sem hann vann aS fram á hinzta dag, hvílir tignarleg ró og angurblíSa ævihaustsins. Útlaginn hefur nú sætt sig við hlutskipti sitt. „Hér er ég alcinn á jörðinni, enginn bróðir, granni, vinur né félagsskapur — aðeins ég einn.“ ÞaS er sem list hans hafi skírzt í eldraun geðveikinnar, hún nær þar há- tindi sínum. Uti í náttúrunni finnur hann, sjúkur á sál og líkama, „ódáins- lífið að vera til". Hann lætur hugann reika til liðinna unaðsstunda. Eilíf alsæl leiðsla tekur nú hrátt við. Áhrif Rousseaus á rithöfunda voru mikil í lok 18. aldar og fram eftir 19. öld, ekki einungis á frönsku rómantísku skáldin, Chateaubriand o. fl., heldur einnig og ekki síður á þýzku rómantísku skáldin og stórskáldin Goethe og Schiller. Rússneska skáldið og menningarfrömuð- urinn, Tolstoi, varð fyrir djúpum áhrif- um frá Rousseau; kvað hann Rousseau og guðspjöllin hafa haft mest áhrif á líf sitt. Rousseau var, eins og Romain Rolland kemst að orði í merkri ritgerð um hann, rnargir menn í einum, í honum bjuggu margir ólíkir listamenn, allir frábærir. Hann var eitt af hinum skapandi öflum Stjórnarbyltingarinnar miklu, hann var forvígismaður einstaklingshyggju, frelsis og lýðræðishugsjóna nútímans. Hann boðaSi nýtt lífsviðhorf: maðurinn á að tengjast náttúrunni frumrænum og dul- úðgum böndum og lifa í sem fyllstu samræmi við eðli sjálfs sín. Hann olli gerbyltingu í hugsunar-, tilfinninga- og tjáningarháttum: 1 ritum hans er aS finna aðaluppsprettulindir rómantíkurinnar. Loks boðar hann nýtt uppeldi í samræmi við þroskalögmál og einstaklingseðli barnsins. Rousseau er í einu orði fyrsti fulltrúi nýrrar mannshugsjónar og mann- gerðar: nútímamannsins. Emil. ÞaS rit Rousseaus, sem lengst mun halda nafni hans á lofti og mest gildi hefur fyrir okkur nútímamenn, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.