Andvari - 01.06.1963, Page 19
ANDVARI
ROUSSEAU
17
Emil. Er það tvímælalaust eitt merkasta
uppeldisfræðirit allra alda. Sakir þessa
rits lenti hann, farinn að heilsu, í mikl-
um hrakningum. Það var bannað og
brennt. Sá hluti bókarinnar, sem mesta
hneykslun vakti, var játning aðstoðar-
prestsins frá Savoy. Bæði kaþólsk og kal-
vínsk kirkjuyfirvöld voru sammála um,
að hér væri um að ræða örgustu villutrú,
sem hættuleg væri siðgæði manna og
sáluhjálp.
Þegar Rousseau var á vegum frú De
Warens, var hann um hríð heimiliskenn-
ari í Lyon, en fann, að hann var ekki
vel til þess starfa fallinn. Þessi reynsla
kom honum þó síðar að góðu haldi.
Kvaðst hann hafa komizt þar að raun
um, hvernig ætti ekki að koma fram við
nemendur og hann taldi sjálfan sig oft-
ast hafa gert andstætt því, sem rétt var.
Meginstoðirnar í Emil eru hinar sömu
og í öðrum ritum Rousseaus: Maðurinn
er upprunalega góður, góður í eðli sínu,
en menningin hefur spillt honum. Hverf-
um aftur til náttúrunnar, þ. e. til ein-
faldara, heilbrigðara og eðlilegra lífs. Emil
hefst á þessum orðum:
„Allt er gott, eins og það kemur frá
hendi skaparans, allt spillist í höndum
mannsins. Hann beitir jörðina ofbeldi til
þess að hún íklæðist gróðri annars lands,
hann þvingar tré til þess að bera ávexti
annarrar trjátegundar. Hann blandar
saman ólíku veðurfari, höfuðskepnunum,
árstíðunum. Hann meiðir hundinn sinn,
hestinn sinn, þrælinn sinn. Hann um-
turnar öllu, hann afskræmir allt, hann
elskar hið vanskapaða og ferlega. Hann
er ekki ánægður með neitt, eins og það
kemur frá náttúrunni, jafnvel ekki mann-
inn. Það verður að temja hann eins og
reiðhest, stýfa hann og skera hann til
eftir tízkunni, eins og tré í garði.“
Emil er skipt í 5 bækur. Fyrsta bókin
fjallar urn meginreglur, sem gæta ber
almennt við uppeldi, þátt móðurinnar í
uppeldinu og uppeldi Emils til 5 ára
aldurs. Önnur bókin er um uppeldi hans
frá 5—12 ára og þriðja bókin lýsir upp-
eldi hans frá 12—15 ára. Þessar þrjár
fyrstu bækur eru röskur þriðjungur alls
ritsins, sem er um 1000 blaðsíður. Fjórða
bókin er um uppeldi Emil: cftir 15 ára
aldur. Fimmta bókin heitir Soffía, sem
er tilvonandi eiginkona Emils. Fjallar
hún um kynningu þeirra og tilhugalíf,
uppeldi Soffíu og kvenna yfirleitt. Er
hún með nokkru öðru sniði en hinar bæk-
urnar og í flestu þeirra sízt.
Meginþættir uppeldisins eru þrír:
Náttúran, mennirnir og hlutirnir. Innri
þroski hæfileika okkar og líffæra er upp-
eldi náttúrunnar. Uppeldi mannanna er
í því fólgið, að þeir kenna okkur að beita
hæfileikum okkar við framkvæmd ýmissa
athafna, sem við myndum ekki læra af
sjálfum okkur. Loks er uppeldi hlutanna
fólgið í persónulegri reynslu af umhverfi
okkar. Þessir þrír uppalendur verða að
vera samvirkir, þeir mega ekki vinna
hver gegn öðrum. Ljóst er, að við höf-
um einungis á fullu valdi okkar það upp-
eldi, sem mennirnir veita; uppeldi hlut-
anna einungis að því leyti sem við getum
haft stjórn á því umhverfi, er barnið vex
upp í. En uppeldi náttúrunnar, hin innri
þroskalögmál barnsins, höfum við að engu
leyti í okkar hendi. Samræmi í uppeldi
næst því aðeins, að við lútum innri
þroskalögmálum barnsins í allri viðleitni
okkar til þess að hafa áhrif á það, og til
þess að vaða ekki í villu, er bráðnauð-
synlegt að afla sér þekkingar á því,
hvernig þróun barnsins fer fram. Með
uppeldinu má maðurinn aldrei setja sér
annað markmið en markmið náttúrunnar,
sem er alefling allra þeirra hæfileika, sem
í barninu búa. Það er ekki markmið nátt-
úrunnar að gera úr barni yfirvald, prest
eða herforingja, heldur sannan mann.
2