Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 19

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 19
ANDVARI ROUSSEAU 17 Emil. Er það tvímælalaust eitt merkasta uppeldisfræðirit allra alda. Sakir þessa rits lenti hann, farinn að heilsu, í mikl- um hrakningum. Það var bannað og brennt. Sá hluti bókarinnar, sem mesta hneykslun vakti, var játning aðstoðar- prestsins frá Savoy. Bæði kaþólsk og kal- vínsk kirkjuyfirvöld voru sammála um, að hér væri um að ræða örgustu villutrú, sem hættuleg væri siðgæði manna og sáluhjálp. Þegar Rousseau var á vegum frú De Warens, var hann um hríð heimiliskenn- ari í Lyon, en fann, að hann var ekki vel til þess starfa fallinn. Þessi reynsla kom honum þó síðar að góðu haldi. Kvaðst hann hafa komizt þar að raun um, hvernig ætti ekki að koma fram við nemendur og hann taldi sjálfan sig oft- ast hafa gert andstætt því, sem rétt var. Meginstoðirnar í Emil eru hinar sömu og í öðrum ritum Rousseaus: Maðurinn er upprunalega góður, góður í eðli sínu, en menningin hefur spillt honum. Hverf- um aftur til náttúrunnar, þ. e. til ein- faldara, heilbrigðara og eðlilegra lífs. Emil hefst á þessum orðum: „Allt er gott, eins og það kemur frá hendi skaparans, allt spillist í höndum mannsins. Hann beitir jörðina ofbeldi til þess að hún íklæðist gróðri annars lands, hann þvingar tré til þess að bera ávexti annarrar trjátegundar. Hann blandar saman ólíku veðurfari, höfuðskepnunum, árstíðunum. Hann meiðir hundinn sinn, hestinn sinn, þrælinn sinn. Hann um- turnar öllu, hann afskræmir allt, hann elskar hið vanskapaða og ferlega. Hann er ekki ánægður með neitt, eins og það kemur frá náttúrunni, jafnvel ekki mann- inn. Það verður að temja hann eins og reiðhest, stýfa hann og skera hann til eftir tízkunni, eins og tré í garði.“ Emil er skipt í 5 bækur. Fyrsta bókin fjallar urn meginreglur, sem gæta ber almennt við uppeldi, þátt móðurinnar í uppeldinu og uppeldi Emils til 5 ára aldurs. Önnur bókin er um uppeldi hans frá 5—12 ára og þriðja bókin lýsir upp- eldi hans frá 12—15 ára. Þessar þrjár fyrstu bækur eru röskur þriðjungur alls ritsins, sem er um 1000 blaðsíður. Fjórða bókin er um uppeldi Emil: cftir 15 ára aldur. Fimmta bókin heitir Soffía, sem er tilvonandi eiginkona Emils. Fjallar hún um kynningu þeirra og tilhugalíf, uppeldi Soffíu og kvenna yfirleitt. Er hún með nokkru öðru sniði en hinar bæk- urnar og í flestu þeirra sízt. Meginþættir uppeldisins eru þrír: Náttúran, mennirnir og hlutirnir. Innri þroski hæfileika okkar og líffæra er upp- eldi náttúrunnar. Uppeldi mannanna er í því fólgið, að þeir kenna okkur að beita hæfileikum okkar við framkvæmd ýmissa athafna, sem við myndum ekki læra af sjálfum okkur. Loks er uppeldi hlutanna fólgið í persónulegri reynslu af umhverfi okkar. Þessir þrír uppalendur verða að vera samvirkir, þeir mega ekki vinna hver gegn öðrum. Ljóst er, að við höf- um einungis á fullu valdi okkar það upp- eldi, sem mennirnir veita; uppeldi hlut- anna einungis að því leyti sem við getum haft stjórn á því umhverfi, er barnið vex upp í. En uppeldi náttúrunnar, hin innri þroskalögmál barnsins, höfum við að engu leyti í okkar hendi. Samræmi í uppeldi næst því aðeins, að við lútum innri þroskalögmálum barnsins í allri viðleitni okkar til þess að hafa áhrif á það, og til þess að vaða ekki í villu, er bráðnauð- synlegt að afla sér þekkingar á því, hvernig þróun barnsins fer fram. Með uppeldinu má maðurinn aldrei setja sér annað markmið en markmið náttúrunnar, sem er alefling allra þeirra hæfileika, sem í barninu búa. Það er ekki markmið nátt- úrunnar að gera úr barni yfirvald, prest eða herforingja, heldur sannan mann. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.