Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 23

Andvari - 01.06.1963, Síða 23
ANDVARI ROUSSEAU 21 tala um hluti, sem við höfum enga þekk- ingu á.“ Eina bókin, sem Emil les á þessu altlursskeiði, er Róbinson Krúsó, því að hann sýnir, hvernig maður, einn á eyði- ey, bjargar sér á eigin spýtur. Það er nauðsynin, sem rekur hann áfram. Galli á þessari bók er samt sá, að Róbinson lifir utan við þjóðfélagið, en sá tími nálg- ast, að Emil verður að afla sér þekkingar og skilnings á því. Starfsskiptingin er eitt aðaleinkenni þess; hver maður verður að gegna einhverju starfi. Sá, sem er iðjulaus og lifir á vinnu annarra, er í raun þjófur. En hvaða starf á Emil að velja? Hann er alinn upp í sveit; ætti hann að gerast bóndi? Einhverra atvika vegna gæti hann misst jörð sína, og hvað þá? Iðnaðarmaðurinn er óháðari en bónd- inn. Hann getur stundað iðn sína, hvar sem er, og er það mikill kostur. Hann getur alls staðar séð sér farborða, því að hver þjóð hefur þörf fyrir iðnaðarmenn. Ekki má treysta um of á núverandi þjóð- félagsskipun. Bylting er í aðsigi: ,,Ég tel ómögulegt, að hin miklu einveldi Evrópu standi lengi enn.“ Þar er ekki allt gull sem glóir. Þau eru í hnignun. Eftir langa umhugsun og kynni af starfsgreinum, velur Emil trésmíði. Það er hreinlegt og gagnlegt starf og veitir honum tækifæri til þess að neyta listrænna hæfileika sinna. Emil eftir 15 ára aldur. Þegar Emil er 15 ára, er þekking hans ekki víðtæk, cn staðgóð. Honum er ljóst, að enn á hann margt ónumið, en þekkingarþrá hans er vakandi. Hann er bjartsýnn, kjarkgóður og þrautseigur. Hann veit meira um hluti og náttúruna en um mennina og samfélagið, sem verða á næstu árum aðalviðfangsefni hans. „Svo má komast að orði, að maðurinn fæðist tvisvar, í fyrra skiptið til þess að vera til, í seinna skiptið til þess að lifa; í fyrra skiptið fyrir tegundina, í annað skiptið fyrir kynið.“ Á unglingsárunum breytist drengurinn óðfluga í karlmann, en telpan í konu. Með kynþroskanum vikkar reynslusvið unglingsins og með honum glæðast allar félagskenndir. Þetta er tími hugsjóna, samúðar og vináttu. Forðast skal að æsa kynhvötina; bezt er, að barnið sé sér sem lengst óvitandi um hana, en spurningum þess skal svarað rétt og af hispursleysi. Rousseau er ljóst, að enda þótt unglingurinn sé orðinn kynþroska, er ekki þar með sagt, að hann hafi andlegan og félagslegan þroska til þess að ganga í hjónaband. Bezta ráðið til þess að draga hann frá of mikilli um- hugsun um hitt kynið, er að fá honum störf, sem hann hefur mikinn áhuga á. Með kynþroskanum vaknar þrá Emils til nánara samlífs og samskipta við aðra menn. Hann verður að þekkja mennina eins og þeir eru: góðir í eðli sínu, en spilltir af völdum rangláts þjóð- skipulags. Efniviðurinn í lágstéttunum er góður. Nauðsynlegt skilyrði þess að hefja þær á æðra menningarstig er að bæta kjör þeirra. Emil kynnist kjörum al- þýðunnar af eigin raun, með því að um- gangast alþýðufólk. Á þann hátt glæðist mannúð hans og víðsýni hans vex. Þegar hér er komið sögu, hefur Emil þroska til þess að fara að lesa sagnfræðirit, þau bæta upp staðbundna þekkingu hans á mönnum og samfélaginu. Sagnfræðirit eru venjulega því hlutdrægari sem þau fjalla um efni nær samtíðinni. Slík rit eru því lítt nothæf við sögukennslu. Af sögunni á Emil aðeins að læra staðreyndir, sjálfur á hann að draga ályktanir af þeim. Á 18. ári hefur Emil náð þeim þroska, að tímabært er, að hann fái trúarfræðslu. Þá dregur kennari lians sig í hlé, en gamall aðstoðarprestur frá Savoy skýrir honum frá trúarreynslu sinni. I Iann varp- ar leiðsögn kirkjunnar, kennisetningum hennar og myndugleika fyrir borð. Hina einu sönnu og óskeikulu leiðsögn er að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.