Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 23
ANDVARI
ROUSSEAU
21
tala um hluti, sem við höfum enga þekk-
ingu á.“ Eina bókin, sem Emil les á þessu
altlursskeiði, er Róbinson Krúsó, því að
hann sýnir, hvernig maður, einn á eyði-
ey, bjargar sér á eigin spýtur. Það er
nauðsynin, sem rekur hann áfram. Galli
á þessari bók er samt sá, að Róbinson
lifir utan við þjóðfélagið, en sá tími nálg-
ast, að Emil verður að afla sér þekkingar
og skilnings á því. Starfsskiptingin er eitt
aðaleinkenni þess; hver maður verður
að gegna einhverju starfi. Sá, sem er
iðjulaus og lifir á vinnu annarra, er í
raun þjófur. En hvaða starf á Emil að
velja? Hann er alinn upp í sveit; ætti
hann að gerast bóndi? Einhverra atvika
vegna gæti hann misst jörð sína, og hvað
þá? Iðnaðarmaðurinn er óháðari en bónd-
inn. Hann getur stundað iðn sína, hvar
sem er, og er það mikill kostur. Hann
getur alls staðar séð sér farborða, því að
hver þjóð hefur þörf fyrir iðnaðarmenn.
Ekki má treysta um of á núverandi þjóð-
félagsskipun. Bylting er í aðsigi: ,,Ég tel
ómögulegt, að hin miklu einveldi Evrópu
standi lengi enn.“ Þar er ekki allt gull
sem glóir. Þau eru í hnignun. Eftir langa
umhugsun og kynni af starfsgreinum,
velur Emil trésmíði. Það er hreinlegt og
gagnlegt starf og veitir honum tækifæri
til þess að neyta listrænna hæfileika sinna.
Emil eftir 15 ára aldur. Þegar Emil er
15 ára, er þekking hans ekki víðtæk, cn
staðgóð. Honum er ljóst, að enn á hann
margt ónumið, en þekkingarþrá hans er
vakandi. Hann er bjartsýnn, kjarkgóður
og þrautseigur. Hann veit meira um
hluti og náttúruna en um mennina og
samfélagið, sem verða á næstu árum
aðalviðfangsefni hans.
„Svo má komast að orði, að maðurinn
fæðist tvisvar, í fyrra skiptið til þess að
vera til, í seinna skiptið til þess að lifa; í
fyrra skiptið fyrir tegundina, í annað
skiptið fyrir kynið.“ Á unglingsárunum
breytist drengurinn óðfluga í karlmann,
en telpan í konu. Með kynþroskanum
vikkar reynslusvið unglingsins og með
honum glæðast allar félagskenndir. Þetta
er tími hugsjóna, samúðar og vináttu.
Forðast skal að æsa kynhvötina; bezt er,
að barnið sé sér sem lengst óvitandi um
hana, en spurningum þess skal svarað
rétt og af hispursleysi. Rousseau er ljóst,
að enda þótt unglingurinn sé orðinn
kynþroska, er ekki þar með sagt, að
hann hafi andlegan og félagslegan þroska
til þess að ganga í hjónaband. Bezta ráðið
til þess að draga hann frá of mikilli um-
hugsun um hitt kynið, er að fá honum
störf, sem hann hefur mikinn áhuga á.
Með kynþroskanum vaknar þrá Emils
til nánara samlífs og samskipta við
aðra menn. Hann verður að þekkja
mennina eins og þeir eru: góðir í eðli
sínu, en spilltir af völdum rangláts þjóð-
skipulags. Efniviðurinn í lágstéttunum
er góður. Nauðsynlegt skilyrði þess að
hefja þær á æðra menningarstig er að
bæta kjör þeirra. Emil kynnist kjörum al-
þýðunnar af eigin raun, með því að um-
gangast alþýðufólk. Á þann hátt glæðist
mannúð hans og víðsýni hans vex. Þegar
hér er komið sögu, hefur Emil þroska til
þess að fara að lesa sagnfræðirit, þau
bæta upp staðbundna þekkingu hans á
mönnum og samfélaginu. Sagnfræðirit
eru venjulega því hlutdrægari sem þau
fjalla um efni nær samtíðinni. Slík rit
eru því lítt nothæf við sögukennslu. Af
sögunni á Emil aðeins að læra staðreyndir,
sjálfur á hann að draga ályktanir af þeim.
Á 18. ári hefur Emil náð þeim þroska,
að tímabært er, að hann fái trúarfræðslu.
Þá dregur kennari lians sig í hlé, en
gamall aðstoðarprestur frá Savoy skýrir
honum frá trúarreynslu sinni. I Iann varp-
ar leiðsögn kirkjunnar, kennisetningum
hennar og myndugleika fyrir borð. Hina
einu sönnu og óskeikulu leiðsögn er að