Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 46

Andvari - 01.06.1963, Side 46
44 GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON ANDVARI boginn) hjá Bjarnafossi, sem nefnd er síðar í sögunni. — Og nokkru síðar í Heiðarvígasögu er aftur minnzt á brúna: -— Þá var brú á ánni uppi hjá Bjarnaforsi ok lcngi síðan. Eru báðar þessar tilvitn- anir teknar úr því sem prentað er eftir skinnbókarbroti Heiðarvígasögu. En hin seinni tilvísun bendir til þess að á þeim tíma, sem sagan er í letur færð, þá hafi þó sú brú verið ofan fallin. -— Heiðarvíg eiga sér stað haustið 1018 að áliti hinna fróðustu manna, og Sigurður Nordal tel- ur sögu þeirra ritaða um 1200. Það virðist því liggja Ijóst fyrir að á þeim tíma er líður milli Heiðarvíga og skráningar sögunnar, bafi verið aftekinn sú brú er þarna var fyrrum. En um þann atburð er þess varð valdandi að af var tckin brúin er sú alkunna þjóðsaga, sem um leið er látin skýra það nafn er fossinn ber enn þann dag í dag. Þar sem ég veit ekki þjóðsöguna betur sagða í sem stvtztu máli heldur en bjá hinum stórmerka fræðimanni okkar Borgfirðinga Kristleifi heitnum frá Stóra-Kroppi, þá leyfi ég mér að taka hér upp kafla úr þætti bans um Hvítá í öðru bindi ritsafns hans Or byggðum Borgarfjarðar, bls. 276: Einu sinni bjó ekkja í Hraunsási. Hún var efnuð vel og meðal annars átti bún Norðurreyki í Hálsasveit. Tvö börn átti bún. Voru þau komin á legg, er saga þessi gerðist. Eitt sinn átti að halda aftansöng á jólanótt á Gilsbakka. Þangað fór Hrauns- áskonan með allt fólk sitt, að undan- skildum börnunum tveim. Þau áttu að lcika sér heima við. Tunglskin var og blítt veður. Þegar fólkið kom lieim voru börnin horfin. Spor þeirra lágu að stein- lioganum á ánni. Kom þá í ljós að þau liöfðu fallið í ána út af boganum. Lét þá móðir þeirra höggva bogann niður með þeim ummælum, að yfir Barnafoss skyldi enginn maður komast lifs af um aldur og ævi. En í minningu um börnin gaf hún Reykboltskirkju Norðurreyki. Og enn segir Kristleifur: Ekki skal ég dæma um áreiðanleik þessarar sögu, en víst er um það að sú trú hafði fest rætur í huga fólks, að álög Hraunsáskonunnar væri ekkert hégómamál. Atvik, er gerðist við fossinn í lok 18. aldar, gaf álaga- trúnni nýtt líf. Þá var það eitt sinn í miklum vetrar- harðindum að ísspöng kom á gljúfrið við fossinn. Er það þó næsta fátítt og aldrei tollir ís á Hvítá degi lengur, sem svo er kallað, alla leið niður fyrir Hvítársíðu. Veldur því kaldavermsl. Vinnumaður frá Gilsbakka átti leið yfir ána. Datt honum í hug að sýna nú að álög Hraunsáskon- unnar væru að engu orðin, með því að fara yfir ána á ísspöng þessari. En óðar en bann steig á spöngina, féll hún niður og maðurinn með, sem drukknaði þar í ánni. Þóttist fólk þá sjá, að það væri ekkert hégómamál með áhrif álaganna. Þetta er hin stuttorða frásögn Krist- leifs. En mér hefur verið tjáð að í annál Halldórs Pálssonar hins fróða, frá Ás- bjarnarstöðum, sé fyllri frásögn af þessu slysi. Er sá nafngreindur, sem í ánni fórst, og hét hann Þórður. Svo hermir saga að Jakob sonur séra Snorra á Húsafelli fylg- ir Þórði að ánni, en Jakob er um þær mundir bóndi á Búrfelli í Hálsasveit. Bendir þetta til þess að Þórður hafi verið staddur sunnan ár og verið á heimleið og mætti þá vera að hann hefði farið þarna yfir fossinn á suðurleið. En hvort sem er, þá þykir Jakobi sýnilega óvarlega stefnt. Er þeir komu að spönginni gerði hann þá ráðstöfun að bann knýtti bandi um Þórð miðjan og brá hinum endanum utan uin sjálfan sig. Síðan gekk Þórður á spöngina. Hann hafði broddstaf í hendi. Hann vildi revna fyrir sér og bjó niður staf sínum í ísinn, einu sinni. Við það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.