Andvari - 01.06.1963, Síða 58
56
ÆVAR R. KVARAN
ANDVARI
reynslu. Og það var einmitt ásamt Komi-
sarjevskí, sem hann árið 1888 stofnaði
Lista- og bókmenntafélagið, sem fyrr var
nefnt. En tilgangur þess félags var að
safna saman listamönnum úr öllum list-
greinum til þess að tryggja gæði þeirra
sýninga, sem hann stóð fyrir. Hann vakti
fyrst á sér athygli fyrir uppsetningu leik-
ritsins Avextir fræSslunnar eftir Tolstoy
og fyrir leikrit, er hann samdi eftir sögu
Dostojevskís, Sela Stephanchikov, en
næstu leiksýningar hans færðu honum
frægðina.
A þessu tímabili var Stanislavskí undir
miklum áhrifum frá Meiningen-leik-
flokknum, sem var frægur fyrir sögulega
nákvæmni í útfærslu tjalda og búninga.
Þar lærði hann einnig að vinna af mik-
illi nákvæmni að smáatriðum, og þá ekki
sízt í hópatriðum; svo og að gæta þess, að
atburðarás leiksins rynni snurðulaust.
Aftur á móti hafnaði hann algjörlega allri
tilgerð í flutningi ræðunnar og leitaði
jafnan í þess stað einfaldleika og sann-
leika í túlkun.
Með stofnun Listaleikhússins í Moskvu
1898, sem þeir stóðu fyrir hann og Nemi-
rovich-Danchenko, urðu tímamót í leik-
listarsögu Rússlands og reyndar alls
heimsins.
Fyrstu verkefni Listaleikhússins voru
Feodor Ivanovich keisari eftir Tolstoy
(1898), Snjómærin eftir Ostrovsky (1900),
Öfl myrkursins eftir Tolstoy (1902) og
Júlíus Sesar eftir Shakespeare (1903). í
þessum uppsetningum framkvæmdi Stan-
islavskí hugmyndir þær, sem hann hafði
útlistað í Bókmennta- og listafélaginu.
Var þar allri tilgerð varpað miskunnar-
laust fyrir borð; bæði svið og leikarar
skyldu leitast við að gefa mynd af ýtr-
asta raunsæi. Þannig varð Moskvuleik-
húsið heimkynni naturalismans í leik-
list.
Meðal frægustu sýninga Stanislavskís
telja fróðir menn uppsetningar hans á
leikritum Chekhovs: Mávinum (1898),
Vanja frænda (1899), Þrem systrum
(1901) og Kirsiberjagarðinum (1904). Tvö
síðastnefndu leikritin hafa verið sýnd hér
hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleik-
húsi. í þessum uppsetningum kemur
fram ný þróun í stíl Stanislavskís, því nú
færist 'herzlan frá hinu ytra til hins
innra, frá því að leggja megináherzlu á
sannsögulegt útlit búninga, framkomu og
siðvenja til sannra tilfinninga og stemn-
inga. 1 ljóðrænum leikritum beitti hann
músik til að undirstrika stemningu til-
finninga og sýndi jafnframt fram á það
hve varlega verður að taka á hinum við-
kvæmu samtölum í Chekhov-leikritun-
um, sem virðast svo hlutlaus á yfirborð-
inu. Lagði hann í senn áherzlu á sál-
fræðilegan skilning leikarans á hlutvcrk-
inu og algjört látleysi í meðferð mælts
máls.
Þótt Stanislavski hafi, eins og að fram-
an var getið, verið umdeildur sem leikari,
þá er víst enginn vafi á því, að hann
hefur verið frábær skapgerðarleikari. Með
látlausri þjálfun tókst honum að full-
komna tækni sína. Hann var rnaður skap-
mikill og dulúðugur, en hafði hins vegar
fullkomið vald á skapsmunum sínum.
Ekki entist Stanislavskí ævi til að ljúka
að fullu ritverkum sínum um leiklistina,
því miklu var ólokið, er hann lézt árið
1938. Aðeins brot hafa varðveitzt af sið-
ustu verkum hans, sem fjölluðu um þjálf-
un leikarans við sköpun hlutverks og
vinnu hans við hlutverk sitt. Þrátt fyrir
það lét hann eftir sig urmul handrita um
þessi efni (um 12000) og hefur Ráð-
stjórnin skipað sérstaka nefnd til þess
að koma skipulagi á þau. Það verður því
ekki fyrr en öll kurl koma til grafar í
þeim efnum, að arfleifð Stanislavskís til
okkar leikhúsmanna kemur fvllilega í
ljós.